Hér á eftir eru bréfaviðskipti vegna kröfu Kristins Bjarnasonar um að fá lista yfir það sem tekið var úr vinnustofu Kjarvals. Þessi list sem kom frá Kjarvalsstöðum í sumar (2004) skiptist í listaverka skrá yfir verk eftir Kjarval sem kom úr vinnustofu afa haustið 1968. Muni úr vinnustofunni og verk eftir aðra listamenn sem afi átti og síðast bækur. Ég hef sett alla munaskrána inn, mjög athyglisverð. Eitthvað af listaverkaskránni yfir verk eftir afa, hann endanlega of langur meira en 5000 númer. Mest af honum þó ótitlað númer eftir númer. Allur listinn yfir verk eftir aðra listamenn hér. Listinn yfir bækurnar meira en 600 titlar, set hann kannski inn seinna en búinn að seta eitthvað. Í fyrri listanum frá 1968 eru meira en 1100 bókatitlar, hvað gerðist veit ég ekki. Einnig vantar olíumálverk. Í dag 20. nóvember 2004 hefur ekki fengist skýring á því.
Munaskrá hér
Myndaskrá á verkum Kjarvals hér
Bókarskrá úr seinni listanum hér
Verk í eigu Kjarvals eftir aðra listamenn
Bókartitlar úr eldri lista
Kristinn Bjarnason hrl.
Reykjavíkurborg
b.t. Antons Björns Markússonar hdl.
Ráðhúsi Reykjavíkur
101 Reykjavík
Reykjavík 16. júlí 2004-11-06
Efni: Málefni dánarbús Jóhannesar S. Kjarval listmálara.
Vísað er til bréfs undirritaðs dags. 20. júlí sl. Og svarsbréfs yðar dags. 8. júlí sl.
Með bréfi yðar var kröfum umbjóðenda minna hafnað á þeim grundvelli að eignarréttur muna Kjarvals sem voru að Sigtúni 7., Reykjavík hafi yfirfærst til Reykjavíkurborgar á grundvelli munnlegs gjafagernings.
Umbjóðendur mínir hyggjast láta reyna á mál þetta fyrir dómstólum svo sem boðað var í fyrirgreindu bréfi mínu.
Þar var jafnframt sett fram ósk um að þeim yrði látið í té yfirlit um listaverk og aðra muni í vörslum Reykjavíkurborgar sem stafa frá Kjarval.
Beiðni þessi er hér með ítrekuð.
Með bréfi mínu fylgdi skýrsla Steinunnar Bjarman yfir vinnu við Kjarvalsafn 1985,
1986 og 1987(skjal merkt nr. 17). Í henni kemur fram að unnin hafi verið skrá þar sem myndverk sem voru númeruð upp í 5062 stk. auk þess aðrir hlutir voru skráðir og númeraðir
Skrár þessar hljóta að vera aðgengilegar og er óskað eftir að undirrituðum verði sent afrit þeirra.
Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan vanti frekari skýringar eða gögn.
Virðingafyllst,
undirskrift
Kristinn Bjarnason hrl.
Listasafn Reykjavíkur
Reykjavik Artmuseum.
Málsnr: Skjalasafn Ráðshúss
17. ágúst 2004
Bréfalykill:
Reykjavík, 26. ágúst 2004.
Gunnar Eydal, borgarlögmaður
Ráðhúsi Reykjavíkur,
Vonarstræti.
Málefni dánarbús Jóhannesar Kjarvals. Listmálara.
Með bréfi dags. 21. júlí sl. Óskaði embætti borgarlögmanns eftir að Listasafn Reykjavíkur sendi embættinu upplýsingar um listaverk og aðra muni í eigu Reykjavíkurborgar sem stafa frá Kjarval" og voru að Sigtúni 7 og yfirfærðust til Reykjavíkurborgar með gjafayfirlýsingu frá 7. nóv. 1968.
Meðfylgjandi mappa með umræddum upplýsingum, sem er samantekt og útprentun upplýsinga sem safnið varðveitir undir skráningunni "Gjöf Jóhannesar Kjarvals". Efni möppurnar er skipt í fjóra hluta:
a)
Listaverk eftir Jóhannes S. Kjarval: hér er að stærstum hluta um að ræða litlar skissur, og hafa stærðir þeirra ekki verið færðar inn í skráninguna á sínum tíma.
b)
Listaverk eftir aðra listamenn sem voru í eigu Jóhannesar S. Kjarval; þessi listaverk eru einnig skráð í almenna munaskrá Listasafnsins.
c)
Ýmsir munir úr eigu Jóhannesar s. Kjarvals; meðal þessara muna má nefna eftirprentanir, litaspjöld, krúsir og krukkur, verkfæri, jólaköku, tannbursta - í raun allt milli himins og jarðar.
d)
Bækur úr eign Jóhannesar S. Kjarvals; bækurnar eru skráðar eftir almennu flokkunarkerfi bókasafna.
Sé óskað eftir frekari upplýsingum um ofangreint efni, er Listasafn Reykjavíkur að sjálfsögðu reiðubúið til að veita þær eftir bestu getu.
Virðingarfyllst.
Undirskrift.
Eiríkur Þorláksson
Forstöðumaður.
Listi yfir bækur úr eigu Kjarvals, gerður í kringum 1985 af Steinunni Bjarman hefur 608 titla.
Listi gerður af Steinunni Bjarman 1968 hefur 1124 titla. Semsagt 518 titlar eða bækur horfnar.
Hér á eftir fara sumir titlar sem hurfu, marga fleiri titla vantar í seinni listann en þessir teknir út til að sýna að suma sjaldgæfustu titlana vantar. Sem sýnir að annaðhvort var stolið úr þessum kössum (ég hef heyrt að þeir lágu á glámbekk á Korpúlfsstöðum) eða stór hluti þessarar svokallaðar gjafar týndist. Eða að fjölskyldan var rænd tvisvar. Fyrst þegar þetta var tekið úr vinnustofunni, aftur þegar listaverkum og bókum var stungið undan við gerð seinni listans.
Samvæmt gamla listanum vantar 556 bókartitla í nýja listann. Skýrsla Steinunar hér á vefnum talar um hvernær seinni listinn var gerður
Munaskrá hér
Myndaskrá á verkum Kjarvals hér
Bókarskrá úr seinni listanum hér
Verk í eigu Kjarvals eftir aðra listamenn
Bókartitlar úr eldri lista
Kristinn Bjarnason hrl.
Reykjavíkurborg
b.t. Antons Björns Markússonar hdl.
Ráðhúsi Reykjavíkur
101 Reykjavík
Reykjavík 16. júlí 2004-11-06
Efni: Málefni dánarbús Jóhannesar S. Kjarval listmálara.
Vísað er til bréfs undirritaðs dags. 20. júlí sl. Og svarsbréfs yðar dags. 8. júlí sl.
Með bréfi yðar var kröfum umbjóðenda minna hafnað á þeim grundvelli að eignarréttur muna Kjarvals sem voru að Sigtúni 7., Reykjavík hafi yfirfærst til Reykjavíkurborgar á grundvelli munnlegs gjafagernings.
Umbjóðendur mínir hyggjast láta reyna á mál þetta fyrir dómstólum svo sem boðað var í fyrirgreindu bréfi mínu.
Þar var jafnframt sett fram ósk um að þeim yrði látið í té yfirlit um listaverk og aðra muni í vörslum Reykjavíkurborgar sem stafa frá Kjarval.
Beiðni þessi er hér með ítrekuð.
Með bréfi mínu fylgdi skýrsla Steinunnar Bjarman yfir vinnu við Kjarvalsafn 1985,
1986 og 1987(skjal merkt nr. 17). Í henni kemur fram að unnin hafi verið skrá þar sem myndverk sem voru númeruð upp í 5062 stk. auk þess aðrir hlutir voru skráðir og númeraðir
Skrár þessar hljóta að vera aðgengilegar og er óskað eftir að undirrituðum verði sent afrit þeirra.
Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan vanti frekari skýringar eða gögn.
Virðingafyllst,
undirskrift
Kristinn Bjarnason hrl.
Listasafn Reykjavíkur
Reykjavik Artmuseum.
Málsnr: Skjalasafn Ráðshúss
17. ágúst 2004
Bréfalykill:
Reykjavík, 26. ágúst 2004.
Gunnar Eydal, borgarlögmaður
Ráðhúsi Reykjavíkur,
Vonarstræti.
Málefni dánarbús Jóhannesar Kjarvals. Listmálara.
Með bréfi dags. 21. júlí sl. Óskaði embætti borgarlögmanns eftir að Listasafn Reykjavíkur sendi embættinu upplýsingar um listaverk og aðra muni í eigu Reykjavíkurborgar sem stafa frá Kjarval" og voru að Sigtúni 7 og yfirfærðust til Reykjavíkurborgar með gjafayfirlýsingu frá 7. nóv. 1968.
Meðfylgjandi mappa með umræddum upplýsingum, sem er samantekt og útprentun upplýsinga sem safnið varðveitir undir skráningunni "Gjöf Jóhannesar Kjarvals". Efni möppurnar er skipt í fjóra hluta:
a)
Listaverk eftir Jóhannes S. Kjarval: hér er að stærstum hluta um að ræða litlar skissur, og hafa stærðir þeirra ekki verið færðar inn í skráninguna á sínum tíma.
b)
Listaverk eftir aðra listamenn sem voru í eigu Jóhannesar S. Kjarval; þessi listaverk eru einnig skráð í almenna munaskrá Listasafnsins.
c)
Ýmsir munir úr eigu Jóhannesar s. Kjarvals; meðal þessara muna má nefna eftirprentanir, litaspjöld, krúsir og krukkur, verkfæri, jólaköku, tannbursta - í raun allt milli himins og jarðar.
d)
Bækur úr eign Jóhannesar S. Kjarvals; bækurnar eru skráðar eftir almennu flokkunarkerfi bókasafna.
Sé óskað eftir frekari upplýsingum um ofangreint efni, er Listasafn Reykjavíkur að sjálfsögðu reiðubúið til að veita þær eftir bestu getu.
Virðingarfyllst.
Undirskrift.
Eiríkur Þorláksson
Forstöðumaður.
Listi yfir bækur úr eigu Kjarvals, gerður í kringum 1985 af Steinunni Bjarman hefur 608 titla.
Listi gerður af Steinunni Bjarman 1968 hefur 1124 titla. Semsagt 518 titlar eða bækur horfnar.
Hér á eftir fara sumir titlar sem hurfu, marga fleiri titla vantar í seinni listann en þessir teknir út til að sýna að suma sjaldgæfustu titlana vantar. Sem sýnir að annaðhvort var stolið úr þessum kössum (ég hef heyrt að þeir lágu á glámbekk á Korpúlfsstöðum) eða stór hluti þessarar svokallaðar gjafar týndist. Eða að fjölskyldan var rænd tvisvar. Fyrst þegar þetta var tekið úr vinnustofunni, aftur þegar listaverkum og bókum var stungið undan við gerð seinni listans.
Samvæmt gamla listanum vantar 556 bókartitla í nýja listann. Skýrsla Steinunar hér á vefnum talar um hvernær seinni listinn var gerður