Skrif um afa af vefsíðu Kjavalsstaða.


Aftur á upphafssíðu.

To Index in English.

Þetta eru skrif af vefsíðu Kjarvalstaða 21. sept. 2004. Ég hef ítrekað núna í nokkur ár, beðið forstöðumann safnsins að taka í burtu tilvísanir um að þetta hafi verið gjöf. Það sé fjölskyldunni sárt.


Kjarvalssafn
Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg stóran hluta listaverka sinna og persónulegra muna árið 1968. Listaverkagjöf Kjarvals taldi um fimm þúsund verk, aðallega teikningar og skissur. Hluti gjafarinnar var sýndur í fyrsta sinn við opnun Kjarvalsstaða árið 1973. Safnið hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin; bæði hafa verið keypt verk í safnið en einnig hefur borist fjöldi ómetanlegra gjafa frá einstaklingum sem hafa styrkt safnið verulega. Kjarvalssafn telur nú 5350 listaverk. Fastasýning á verkum Kjarvals er að Kjarvalsstöðum. Þar er leitast við að kynna listsköpun hans og einstaka þætti hennar fyrir gestum safnsins.



Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) skipar sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann var goðsögn í lifanda lífi og í augum margra persónugervingur hins rómantíska listamannabóhems. Rætur hans lágu í hinu íslenska bændasamfélagi, en líf hans og listsköpun tengist órjúfandi böndum menningarlegri viðreisn þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar. Í gegnum verk hans hafa Íslendingar lært að skoða á nýjan hátt náttúru landsins, fólkið og þann ævintýraheim, sem hér er að finna í landslaginu og huga þjóðarinnar. Verkum Kjarvals hefur oft verið skipt í þrjá meginflokka: Landslagsmyndir, teikningar og táknræn málverk.

Jóhannes S. Kjarval
1885 Jóhannes Sveinsson fæðist að Efri -Ey í Meðallandi í v-Skaftafellssýslu þann 15. október.
1890 Tekinn í fóstur til ættingja að Geitavík í Borgarfirði eystra.
1901 Flytur til Reykjavíkur.
1904 Fær tilsögn í teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni. Er við nám í Flensborgarskóla til ársins 1906. Er næstu árin á skútum.
1908 Fyrsta einkasýning í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík.
1910 Sækir listkennslu til Ásgríms Jónssonar. Tekur upp nafnið Kjarval.
1911 Heldur einkasýningu á Seyðisfirði. Fer til Lundúna að leita sér menntunar, dvelur þar til ársins 1912.
1912 Flytur til Kaupmannahafnar og skráir sig í Det Tekniske Selskabs Skole.
1913 Hefur nám við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn.
1914 Dvelur sumarlangt á Íslandi og málar altaristöflu í Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystri.
1915 Kvænist Tove Merrild, rithöfundi.
1917 Brautskráist úr Konunglega Listaháskólanum þann 17. desember.
1918 Heldur einkasýningu í Den Frie í Kaupmannahöfn.
1920 Fær styrk til Ítalíufarar og dvelur þar í tæplega hálft ár.
1922 Flytur ásamt fjölskyldu sinni til Íslands.
1924 Málar veggmyndir í Landsbanka Íslands.
1925 Gefur út Árdegisblað listamanna, Essemsism. Tvö tölublöð komu út. Skilur við konu sína Tove.
1928 Heldur utan til Parísar og dvelur þar í tæpt hálft ár.
1929 Flytur á loftið í Austurstræti 12. Þar hafði Kjarval vinnustofu til dauðadags.
1930 Málar sumarlangt á Þingvöllum og tekur upp frá því að leggja áherslu á að mála úti. Málar fram til 1940, mest í nágrenni Reykjavíkur. Gefur út bókina Grjót.
1931 Sýnir í Charlottenborg, Kaupmannahöfn.
1932 Tekur þátt í sýningu á íslenskri myndlist í Galerie Moderne í Stokkhólmi og Kunstforeningen í Osló.
1933 Sýnir ,,Lífshlaupið" á veggjum vinnustofu sinnar að Austurstræti 12.
1935 Afmælissýning í tilefni af fimmtugsafmæli Kjarvals haldin í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar sýnir hann 410 verk.
1940 Tekur að flétta saman landslag og verur í verkum sínum. Frá 1940 ferðast hann víðar um land til að mála, t.d. um Snæfellsnes og V-Skaftafellssýslu.
1942 Fær vinnuaðstöðu í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar yfir sumartímann og heldur henni næstu 20 ár. Heldur sýningar á verkum sínum þar.
1945 Sýnir í Listamannaskálanum. Þar átti hann eftir að halda fleiri sýningar á næstu árum. Nokkrir þingmenn leggja til að byggja skuli hús og vinnustofu handa listamanninum.
1948 Heldur austur á Hérað og í Borgarfjörð eystri. Málar þar, meðal annars, verkið ,,Heimahaga."
1950 Reisir sér sumarhús í Ketilstaðahvammi í Hjaltastaðaþingá. Þangað fer hann flest sumur næstu 20 ár. Helgafell gefur út bókina ,,Kjarval" með 80 myndum og texta eftir Halldór Kiljan Laxness.
1954 Reykjavíkurborg kaupir málverkið ,,Krítik" á uppboði fyrir 21.000 kr.
1955 Yfirlitssýning á verkum Kjarvals haldin í Listasafni Íslands, 25.000 manns sækja sýninguna. Hann uppgötvar Gálgahraun á Álftanesi og málar þar oft næstu árin.
1958 Sæmdur hinu sænska Prins-Eugen heiðursmerki.
1960 Sýnir ásamt Ásmundi Sveinssyni á Feneyja-tvíæringnum.
1962 Lýkur við hið stóra verk sitt ,,Skjaldbreið, séð frá Grafningi."
1963 Verk á opinberri íslenskri listsýningu í Moskvu ásamt Ásgrími Jónssyni og Jóni Stefánssyni.
1966 Tekur fyrstu skóflustungu fyrir byggingu Kjarvalsstaða á Miklatúni. Málar síðustu myndröð sína við Bleikdalsá á Kjalarnesi 1966-67.
1972 Kjarval deyr þann 13. apríl.
1973 Kjarvalsstaðir á Miklatúni opna 24. mars.
2002 Kjarvalsstofa opnuð í Borgarfirði eystri.

Aftur á upphafssíðu.