Bréf Baldurs Guðlaugssonar til mín 7. sept. 2001.
Aftur á upphafssíðu.
Þessi ljósmynd tekin sumarið 1968 af ljósmyndara Morgunblaðsins. Heil syrpa til af þessum atburði. Matthías Jóhannesen þá ritstjóri Morgunblaðsins fór með gamla manninn í vinnustofuna hans í Sigtúni 7 og að því er virðist hélt að honum áfengi til þess að fá hann til að tala, gamalt bragð blaðamanna. Þá um haustið á afi að hafa gefið innihald vinnustofunnar munnlega og leynilega til Reykjavíkuborgar, þar á meðal meira en 5000 listaverk. 29. janúar þann vetur var hann kominn á geðdeild Borgarspítalans þar sem hann lést árið 1972.
-------------------------------------------------------------
Þetta er bréf frá Baldri Guðlaugssyn núverandi ráðuneytisstjóra í Fjármálaráðuneytinu eftir að ég hafði skrifað honum ítrekað. "Þessi skýrsla" komst ekki í hendur lögmanns fyrr en 2004, sú skýrsla dags. 21 sept. 1982 sem skiptir máli. þar með ekki fyrri skýrslan sem var gerð fyrir 5. ágúst 1982. Seinni skýrlsan höfðar til atburða á fundinum 5. ágúst. Hún var í fórum fjölskyldunnar án minnar vitundar.
Ingimundur Kjarval
332 Hayes Road
Delhi N.Y. 13753
USA
Reykjavík 7. september 2001
Ég vísa til bréfa yðar dags.1. ágúst og 24. ágúst sl. Þar sem þér spyrjist fyrir um greinargerð um "gjöf Jóhannesar Kjarval til Reykjavíkurborgar" sem ég hafi tekið saman einhvern tíma fyrir 5. ágúst 1982.
Ákvarðanir um hagnýtingu og birtingu lögfræðilegra greinagerða sem Íslenskir lögmenn semja fyrir aðra aðila eru alfarið í höndum viðkomandi aðila en ekki lögmanna sjálfra. Ég gæti því ekki látið yður í té umrædda greinargerð, þótt ég hefði hana í mínum vörslum, en svo vill reyndar til að ég hef hana ekki lengur undir höndum. Þótt mér sé það á engan hátt skylt get ég hins vegar upplýst yður um að sá sem á sínum tíma fékk mig til verksins var
Guðmundur Axelsson listaverkasali.
Virðingarfyllst,
(Undirskrift.)
Baldur Guðlaugsson
Aftur á upphafssíðu.