Fundargerð stjórnar Kjarvalsstaða 4. nóv. 1985.

Aftur á upphafssíðu.

Þetta er fundargerð stjórnar Karvalsstaða. Hér er staðfest að "gjöf Kjarvals" hafi verið í innsigluðum kössum öll þessi ár á Korpúlfsstöðum(17 ár). Einnig að stjórn Kjarvalsstaða vilji koma þessu úr Kjarvalsstöðum í geymslu annars staðar.


Til borgaráðs Reykjavíkur .

Borgarstjóraskrifstofan,
Mótt. 4. nóv. 1985

Á fundi stjórnar Kjarvalstaða 1. nóvember 1985 var rætt um Kjarvalssafn Reykjavíkurborgar.

Tilefnið er hið mikla safn teikninga, bréfa, bóka og persónulegra muna, sem Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg 1968, og geymt hefur verið í innsigluðum kössum á
Korpúlfstöðum þar til í sumar, er það var flutt á Kjarvalsstaði og lauslega kannað. Örlítill hluti þessarar gjafar er nú á sýningu Kjarval/aldarminning á Kjarvalsstöðum,
En megnið er óskráð og bíður frekari rannsókna og viðgerða í kjallara Kjarvalsstaða.

Þetta safn ásamt Kjarvalsmálverkum og teikningum Reykjavíkurborgar, (sem eru samtals 250 verk) svo og spjaldskrá sú, sem starfsfólk Kjarvalsstaða hefur unnið undanfarin misseri, í hjáverkum frá öðrum aðkallandi störfum á Kjarvalsstöðum, - á málverkum og teikningum eftir Kjarval í einkaeign, er merkur stofn fyrir rannsóknir á ferli Kjarvals.
Í spjaldskránni eru nú um 3000 verk, en mikið verk er þar óunnið. Til dæmis má nefna, að núna þegar þessi mikla Kjarvalssýning er á Kjarvalsstöðum, líður varla sá dagur, að ekki sé hrint til Kjarvalsstaða og tilkynnt um myndir, og beðið um að þær verði ljósmyndaðar og skrásettar.

Á liðnum árum hafa Kjarvalsstaðir þróast í að verða alhliða menningarmiðstöð
þar sem myndlistasýningar hafa verið burðarrásin í starfseminni, auk leiksýninga, tónleika, ráðstefna o.fl.

kjallari hússins er aðallega notaður til undirbúnings sýninga í húsinu, og hver krókur og kimi á aðalhæð er nýttur fyrir starfsemina. Kjarvalsstaðir eru nú vinsælasti sýningarstaður landsins, og væri hægt að leigja salina til sýningu mörg ár fram í tímann.
Sú starfsemi sem þar fer fram , samræmist illa rannsókna- og safnavinnu.
Það er því mjög aðkallandi, að nú þegar verði hafist handa um að útvega bráðabirgðarhúsnæði, er gæti hýst þessa dánargjöf Kjarvals, svo flokkun geti hafist fyrir alvöru. Munirnir eru nú í kjallara Kjarvalsstaða, og þurfa að rýma fyrir næstu sýningu í byrjun næsta árs.

Formaður stjórnar Kjarvalsstaða bar upp tvær tillögur til Borgarráðs:

1. Sem fyrst verði fundið bráðabirgðahúsnæði til geymslu og flokkunar á teikningum, bréfum og öðru því sem Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg.

2. Stjórnin gerir að tillögu sinni að reist verði sérstakt safnahús, er beri nafn Kjarvals, í næsta nágrenni við Karvalsstaði þar sem yrði að hafa stöðugar sýningar á verkum hans, auk þess að í húsinu verði aðstaða til þess að stunda rannsóknir á verkum hans, og því mikla efni, er hann lét eftir sog og ánafnaði Reykjavíkurborg.

Tillögurnar voru samþykktar einróma.

Kjarvalstöðum, 4. nóvember, 1985
Undirskrift
Þóra Kristjánsdóttir.

Aftur á upphafssíðu.