Bréf Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns til mín, 22. okt. 2001.

Aftur á heimassíðu.

Þetta bréf fékk ég eftir ítrekaðar fyrirspurnir, ekki tvö bréf frá mér heldur þrjú. Hjörleifur skáldar öðru í þessu bréfi, heldur fram að borgin byðji ekki um undiskrifaðar gjafayfirlýsingar þegar listaverk eru gefin til borgarinnar. Mín eiginkona eimmitt verið beðin um slíka undirskrifaða gjafayfirlýsingu vegna gjafar til Listasafns Reykjvíkur, ekki bara gefandans heldur einnig erfingja og þetta áður en ég byrjaði á þessu máli, meira en tíu ár liðinn, gerðist í tíð Gunnars Kvaran þá forstöðumanns. Takið eftir að Hjörleifur sleppir allri kurteysi.


Reykjavíkurborg
Borgarlögmaður

Reykjavík, 22. október 2001.

R01050074
170
HBK/ás

Ingimundur Kjarval
332 Hayes Road
Delhi N.Y. 13753

Gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar.

Vísað er til bréfa yðar frá 3. ágúst og 30. september sl. Afskipti mín af þessu máli hófust fyrr á þessu ári þegar Svala Thorlacíus, hrl. óskaði eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg um gjafarbréf eða skriflegar yfirlýsingar í einhverju formi frá Jóhannesi Kjarval, listmálara, um þau verk eftir hann sem eru í vörslu Reykjavíkurborgar. Af þessu tilefni var óskað eftir að Kjarvalsstaðir og Borgarskjalasafnið létu mér í té þau gögn sem þar væru tiltæk um gjöf Kjarvals til Reykjavíkurbogar. Þeim skjölum sem mér bárust frá Kjarvalsstöðum og Borgarskjalasafni var komið til Svölu og virðist mér sem þér hafið þau öll undir höndum.
Borgarlögmaður dregur ekki í efa eignarétt Reykjavíkurborgar á þessum verkum.

Af þessu tilefni skal upplýst að Reykjavíkurborg hefur fengið að gjöf fjölda listaverka frá ýmsum listamönnum innlendum sem erlendum og hafa listamennirnir ekki verið krafðir um undirritaðar gjafayfirlýsingar við afhendingu listaverkanna. Slíkt hefur ekki þótt viðeigandi og þekki ég ekki önnur dæmi þess að brigður hafi verið bornar á eignarétt Reykjavíkurborgar.

Undirskrift:
Hjörleifur Kvaran.

Aftur á heimassíðu.