Bréf Sveins Kjarvals til Jóhannesar sonar síns 1976.

Þetta er bréf sem faðir minn sendi til bróður míns Jóhannesar með umboði til Ragnars Ólafssonar hrl. til að ganga í þetta mál. Hvað gerðist með Ragnar veit ég ekki. Klerk danskur lögmaður sem einnig var ráðinn til að ganga í þetta mál, sagði fjölskyldunni að hann hefði rekist á "steinvegg" á Íslandi. Þetta var skrifað á dönsku þýtt af mér. Á eftir er upphaflega bréfið á dönsku.


Sveinn Kjarval
Himmelbjergvej 71
Laven
8600 Silkeborg


Jóhannes Laven 28,12,1976
Þér finnst kannski að það sé undarlegt að fá bréf frá þínu föðurlega upphafi á dönsku, en þar sem það er málið sem ég hef best vald á, og ég held að það mundi engu breyta þó ég skrifaði það á Íslensku, og ég er byrjaður að skrifa aðallega á Dönsku, svo þú verður hér með að fyrirgefa mér.
Þú hefur eða ert að fá umboð frá okkur Ásu tengt þeim hlutum sem J.S.K. setti í geymslu hjá R.V.K.
Ég ætla að reyna skýra okkar skoðanir í því máli. Við Ása höfum rætt þetta og við höfum komist að þeirri niðurstöðu að það sé engin sanngirni í því að R.V.K. eigni sér
þessa hluti.
Á sínum tíma þegar þetta var á dagskrá eftir jarðaför pabba, höfðum við Ása viðtal við Ragnar, og ég lagði fyrir hann þetta atriði um þessa hluti, og hann sagði að hann gæti ekki séð neina sanngirni í því að R.V.K. sallarólega eigni sér þetta.
En eins og þú veist hefur öll okkar tilvera verið erfið síðan við fluttum til Danmerkur, svo að maður gat ekki hugsað um annað en að reyna að bjarga sér frá degi til dags, taugarnar meira eða minna í háspennu alla tíma, og eftir þá reynslu í þau skipti sem hef ég farið heim, og þann hroka og afskiptaleysi sem manni hefur verið sýndur af hinu opinbera, get ég ekki séð að það sé nein ástæða til að taka nokkurt tillit til þeirra.
Það getur kannski orðið erfitt fyrir þig persónulega ef það verður rótað í þessu, og ég vil að þú takir afstöðu til þess og látir mig vita. Þú þarft ekki að taka beinan þátt í þessu umræðum. Þú ert fyrst og fremst umboðsmaður okkar hjá Ragnari Ólafssyni.hrl.
Þar að auki er engin ástæða til þess að þú komir fram opinberlega í þessu máli. En láttu okkur vita hvað þér finnst.
Ég ætla að reyna að gera grein fyrir hvernig þetta þróaðist, séð frá mínum sjónarhóli og læt þessa skýrslu fylgja með. Þú getur látið Ragnar fá hana ef þú vilt. (Á Íslensku)Innilegustu kveðjur
(Undirskrift)
Þinn Pabbi.



Í október, nóvember og hluta desember mánaðar 1968 var ég í Danmörku til heilsubótar eftir taugaáfall. Ég var hjá systur minni í Blokhus. Í nóvember mánuði fékk ég bréf frá frænda okkar Ólafi Þórðarsyni, að það hefðu undarlegir hlutir gerst inn í Sigtúni þar sem faðir okkar bjó þá. Hann sagði J.S.K. hefði allt í einu fengið þá hugmynd að það þyrfti að rýma loftið fyrir ofan vinnustofuna hjá sér, og eftir því sem mér skildist, helst viljað láta keyra það öskuhaugana, en Ólafur gat komið honum til að hugsa um aðra möguleika.
Það varð úr því að Reykjavíkurborg myndi geyma þetta.
Eftir því sem mér skildist á bréfi Ólafs, þá var hegðun J.S.K. mjög skrýtin. Það var eins og hann væri ekki með sjálfum sér og það hefði verið mjög erfitt að tala við hann af viti. Það var eins og hann væri í einskonar angistarástandi. Um miðjan desember kom ég heim aftur og sá þá föður minn oft, en ég hafði á tilfinningunni að það væri eitthvað að þangað til í miðjum janúar þegar sjúkdómurinn braust út og hann hafði enga stjórn á sér.
Þá varð mér ljóst að veikindi hans höfðu smásaman aukist í langan tíma, jafnvel fleiri ár.
Eftir að hann veiktist talaði ég nokkrum sinnum við Geir Hallgrímsson Borgarstjóra. Hann spurðist fyrir, meðal annars, um hvað ætti að gera við þessa hluti í vörslu Borgarinnar. Ég svaraði að mér fyndist best að gera ekki neitt, eins lengi og það væri vafi um heilsuástand föður míns. Seinna, ég þori ekki að segja hvenær, spurði ég hvort það lægi nokkuð skriflegt fyrir frá föður mínum um þessa hluti. Það var farið undan í flæmingi, en ég fékk samt að vita að svo væri ekki.
Síðan fór ég til Danmerkur. Ég þurfti að seinka því um heilt ár vegna veikinda föður míns, þegar læknarnir sögðu að það væri engin von um bata, og ég þurfti að ganga frá leigumálum í sambandi við Sigtún, og mér fannst ekki að ég gæti farið eins lengi og
veikindi hans voru ekki til lykta leidd.
Þegar faðir minn lést, komum við systkinin til landsins til að taka yfir dánarbúið.
Það var um þetta leiti, ef það var ekki fyrr, að Geir lýsti því yfir að hann hefði tilkynnt Borgarráði að þeir hefðu fengið þessa gjöf frá J.S.K. Ég sagði ekkert, vegna þess að þetta var við aðstæður sem voru þrungnar tilfinningum, sem var jú líklega meiningin að notfæra sér þær aðstæður.
Ég hef farið í gegnum hugsanir og tilfinningar mínar, um þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neinn hátt réttlætanlegt að Reykjavíkurborg taki þessa hluti án þess á nokkurn hátt að minnast á það neins staðar. En það hefur jú verið venjan,
að notfæra sér J.S.K., og það hefur aldrei verið nauðsynlegt að lýta á hvort það sé réttlætanlegt þegar hann var annars vegar.
Þessir hlutir eru ekki eingöngu persónulegir hlutir, svo sem bréf, skjöl, ljósmyndir og fleira, sem skipta persónulegu máli. Við erum með meiri hlutann af bréfum J.S.K. alla leið aftur í skóladaga hans í Flensborg, og það virðist eðlilegt (hann henti aldrei einu einasta blaði) að allt sem er til sé á einum stað.
Þar að auki eru í þessu teikningar, skissur og fleira uppá milljónir sem okkur finnst að tilheyri okkur.
Faðir okkar gaf nóg meðan hann lifði.


Og hér er þetta sama bréf á dönsku eins og það var upphaflega.


Sveinn Kjarval
Himmelbjergvej 71
Laven
8600 Silkeborg

Johannes Laven 28/12 1976
Du synes måske det er underligt at få et brev fra dit faderlige ophav på dansk, men da det er det sprog som jeg mestre bedst, og jeg synes ikke der er grund til at at det eventuelt skulle disikeres hvis jeg skrev det på islandsk, og jeg er principielt begyndt at skrive udelukkende på dansk, så du må have mig undskylt her med.
Du har enten fået, eller det er på vej, en fulmagt fra Aase og mig angående de effekter, som J.S.K. satte i opbevaring hos Rvk. Komune.
Jeg vil forsøge at gøre rede for, vore synspunkter angående dette, Aase og jeg har diskuteret sagen og vi er kommet til det resultat at der ikke er nogen rimlighed at Rvk. Komune slår sin ejendomsret på disse effekter.
I sin tid da sagen var høj aktuel, efter Papas begravelse havde jeg og Aase en samtale med Ragnar og jeg forelagde ham dette spørgsmål med disse effekter, og han sagde da at han ikke kunne se nogen rimelighed at komunen ganske roligt kunne overtage dette som sin ejendom. Men som du jo ved har hele vores tilværelse jo været så ustabil og rodet siden vi rejste til Danmark at man ikke har kunnet tænke på andet end at holde skindet på næsen fra dag til dag, nerverne mer eller mindre på hojkant hele tiden, og efter de erfaringer jeg har fået de to gange jeg har været hjemme, og den arogance og ligegyldghed som man er blevet behandlet på fra det offentlige side, og ligegyldighed som man er blevet behandlet pøa fra det offentliges side, kan jeg ikke se at der er nogen som helst grund til at tage nogen som helst hensyn til dem.
Det kan måske have koncekvenser for dig personligt hvis der bliver rodet op i dette, og jeg vil at du tager stilling til det og lader mig vide, du behøver jo ikke selv at tage direkte del i de eventuelle forhandlinger, du er først og fremmest vores representant over for Ragnar Olafsson, derudover skulle der ikke være behov for at du kommer offisielt frem jeg vil forsøge at gøre rede hvordan sagen udviklede sig set fra min side, og lade denne rapport følge med her, du kan lade Ragnar få den hvis du synes. Indtil videre! Innilegustu kveðjur
(Undiskrift) þinn pabbi.


Oktober november og part af december måned 1968 var jeg i Danmark på rekreation efter et nervesammenbrud, jeg var hos min søster Blokhus. I november måned fik vi et brev fra vores fætter olafur Thordarson hvor han oplyste os om at der havde foregået underlige ting inde i Sigtun hvor vores far boede dengang, han fortalte at J.S.K pluselig fik den ide at loftet som var over hans arbejdsrum skulle ryddes og efter hvad jeg kunne forstå ville J.S.K. helst køre det på lossepladsen men Olafur fik ham overtalt til at forsåge andre muligheder. Resultatet blev at komunen skulle opbevare det.
Efter hvad jeg kunne forstå på Olafurs brev havde J.S.K.s opførsel været meget mærkelig, det var som om han ikke var sig selv og det var meget svært at tale fornuftigt med ham, somom han var i en eller anden panikstemning. Ca midten af december kom jeg hjem igen og selvfølegelig traf jeg min Far flere gange, men jeg havde på fornemmelsen at der var noget galt indtil midten af januar da hans sygdom brød ud i lys lue og han overhovedt ikke havde mere kontrol over sig selv, da blev jeg klar over at sygdommen hvade været på vej i længere tid, måske i flere år.
Efter at han blev syg havde jeg nogle samtaler med Borgmester Geir Hallgrimsson hvor han blandt andet forespurgte hvad der skulle foretages med de effekter som var i opbevaring hos komunen jeg svarede at jeg anså det best ikke at gøre noget medens min fars helbredssituation ikke var afklaret. Senere! Jeg tør ikke sige hornår spurgte jeg om der forelå noget skriftligt fra min far angående disse effekter, svaret var meget undvigende men jeg fik dog at vide at der ikke forelå noget sådant.
Derefter rejste jeg til Danmark! Min rejse måtte jeg forsinke et helt år på grund af min faders sygdom, da lægerne fortalte os at der ikke var muligheder for nogen helbredelse, og jeg måtte da forøge at afvikle hans lejemål i Sigtun, og jeg anså ikke at jeg kunne forlade landet medens hans sygdom ikke havde taget nogen afslutning.
Da min fader døde , kom jeg og min søster hjem for at ovetage boet og om det var under en samtale da eller det har været før at Geir Hallgrimsson meddelte at han havde meddelt byrådet at de havde modtaget denne gave fra J.S.K. Jeg havde ingen komentarer dertil da den situation hvor det blev mig meddelt var så stærkt følelsesbetonet, som jo nok også
var meningen at benytte en sådan situation.
Jeg har gransket mine tanker og føleler, hvad denne sag angår, og er kommet til det resultat at det ikke kan være ret rimeligt at Reykjaviks Komune blot overtager dette uden komentarer af den ene eller anden art. Men det har jo været kotymen at udnytte J.S.K. og det har aldrig været nødvendigt at undersøge hvad der var ret og rimeligt når han var part af sagen.
De omtalte effekter er ikke blot personlige! såsom breve, papier, fotos ofl, som har personlig interesse da vi har største parten af J.S.K.s breve og papier helt tilbage til hans skoledage i Flensborg, og det synes rimeligt, da han aldrig smed en eneste lap papir væk at alt hvad der findes skal være på et sted.
Desuden indeholdt disse effekter tegninger, skitser ofl, til milionværdier som vi anser tilhører os.
Vores far gav nok men han levede.