Dagbókarbrot Guðmundar Alfreðssonar haustið 1968.

Efnisyfirlit.

Hérna á eftir eru þessar dagbókarfærslur Guðmundar Alfreðssonar, hann er lögmaður í dag. Það eina sem ég hef eru ljósrit af þessum síðum sem komu úr skjalasafni borgarinnar. Eitt skrýtið, ef þessi athöfn átti að fara fram 7. nóv. að hann segist hafa ferjað 20 teikningar niður á Borgastjóraskrifstofu 28. ókt. Þetta er handskrifað.

28. okt. 1968 mánudagur
Skólinn bara 2 tímar. Svaf. Síðdegis ferjaði ég ásamt pabba 20 teikningar (túss, kol, blek) eftir Jóh. Kjarval frá Sigtúni 7. niðrá skrifstofu borgarstjóra . Kjarval var að gefa borginni þessar myndir. Kl. 19 fór ég á Austurbæjarbíó á tónleika á vegum Tónlistafélagsins og hélt út fram að hlé. Lærði. Keyrðum. Tékkar minnast í dag 50 ára lýðveldisafmælis síns.

7.nóv. fimmtudagur.
Skólinn ? frí í sögu lærði í allan dag. Í dag klukkan 14 afhenti Jóhannes Kjarval Geir borgarstjóra að gjöf nokkra tugi teikninga ásamt gömlum kössum ofan af háalofti hjá sér
Sem í eru bækur, blöð , flatkökur, ýmis skrif og riss. Fara þessir munir allir til Minjasafns Reykjavíkurborgar. Pabbi hefur flesta daga og mörg kvöld undanfarinna 3ja vikna verið með Kjarval að sortera upp úr kössum, kyrnum og möppum ? í Sigtúni 7. Þykir pabba það skemmtilegur starfi að vonum. Ég hef stundum litið við. ? honum hafa Ólafur Þórðarson systur sonur Kjarvals, og leigubílastjórar rétt þeim hjálparhönd. Í kvöld hringdi til mín fyrir hönd ungtemplara Einar Hannesson og bað mig