Drög að samningi eftir Svein Kjarval seinast í 1972.

Þetta er teikning af Ásu dóttur Kjarvals eftir hann.

Aftur á upphafssíðu.


To Index in English.


Þetta er handskrifað samningsuppkast frá 1972 nokkrum mánuðum eftir lát afa, gert af föður mínum. Ég fann þetta í skjölum hjá móður minni. Þá hafði hann haft Knút Bruun hrl. og þegar það gekk ekkert, Hörð Ólafsson hrl. Ég tel að allir lögmenn á Íslandi sem unnu fyrir pabba hafi svikið og stungið föður minn í bakið, get sýnt fram á það með skjölum að íslenskir lögmenn hafi verið með í samsæri að láta börn Jóhannesar Kjarval listmálara ekki fá tækifæri til að leita réttar síns á Íslandi.
Það er mér sárt að vélrita þessar 13 handskrifuðu blaðsíður inn á tölvuna, gráti næst. Hver sá sem ekki sér hryllinginn, býr ekki við það siðferði sem ég ólst upp við og trúi á.
Endanlega ef leitað verður sátta við Reykjavíkurborg þarf að byggja alla samninga á þessu samningsuppkasti, bæði vegna þess að þannig vildu Ása og Sveinn hafa þetta, og einnig til að endurreisa minningu og sóma barna Kjarvals sem troðin var í svaðið. Indriði G. Þorsteinsson til dæmis, talaði aldrei við börn listamannsins, Indriði á föstum launum í mörg ár skrifandi ævisögu Kjarvals, bitlingur allra bitlinga.
Ég vil sérstakalega benda á skuldbindingu Ásu og pabba í þessum samningi að gefa 2% höfundarlauna í sjóð til styrktar list og listiðnaðarfólki. Ég vil beita mér fyrir því að þetta verði gert í minningu þeirra þegar búið er að leysa alla þessa hnúta.
Þó að málið sé pínulítið bjagað hjá pabba er auðséð öllum sem lesa þetta uppkast að faðir minn hafði gott tak á íslenskunni. Ég tek fram að þetta er eingöngu uppkast, engu breytt til að sýna að þetta eru allt orð föður míns
Dagatalið hér er líklega skrifað eftir á, af einhverjum sem fær þennan samning. Samkvæmt bréfi Harðar Ólafssonar hrl. fær hann uppkast handskrifað frá Sveini byrjun árs 1973. Segist ekki geta lesið skrift föður míns og segir honum að vélrita, fyrirsláttur að mínum dómi. Tók mig ekki lengi að vélrita þetta upp og hef ég enga þjálfun, ekkert mál að ráða einhvern á Íslandi að gera þetta á nokkrum mínútum í staðinn fyrir að heimta að pabbi gerði það í Danmörku. Hvernig átti Sveinn að finna einhvern þar eða gera það sjálfur, aldrei með ritvél unnið (þetta á íslensku). Tel mig geta fundið slíkan fyrirslátt ítrekað hjá lögmönnum í gegnum árin í þessu máli. Faðir minn hafði sent segulspólu með þessu en Hörður borið fyrir sig að hann hefði ekki segulbandstæki.



Ingimundur Kjarval 26. ágúst 2004.


2/2 73. Þ


Samningur vegna dánarbús
Jóhannesar Sveinsyni Kjarvals
listamanni.
_________________________

Vér undirritaðir börn Jóhannesar Sveinssyni Kjarval og hans einustu löglegu erfingja á lífi, keramikin frú Aase Kjarval Lökken búandi "Andegaarden" 9492 Blokkhus Danmark og arkitekt Sveinn Kjarval búandi "Fristrupgaard 9440 Haabybro Danmark, eftirleiðis nefndir börn listamannsins hinsvegar.
"Kjarvalssafnið" á Miklatúni og forráðamenn þess eða borgarráð og fyrir hönd þeirra Borgarstjórn í Rvk. hér eftir nefndir "Kjarvalssafnið gerum með okkur eftirfarandi samkomulag eða (samning).

1. grein
Börn listamannsins gefur til Kjarvalssafns á Miklatúni í Rvk. til eigna úrvinnslu
Sýninga og útgáfu úr dánarbúi föður þeirra Jóhannesar Sveinssyni Kjarvals, eftirfarandi:

A
Allar innanstokksmuni húsgögn og hluti sem var í vinnustofu hans að Sigtúni 7. í janúar md. 1969 J.S.K. veiktist.
Sveinn Kjarval lét ljósmynda og sjálfur tók hann og niðurpakkaði alla muni hluti, úrklippur og ljósmyndir af gólf veggi í gluggum hann það í geymslu í húsakynnum Prjónastofunni Iðunn á Seltjarnarnesi eftir andlát J.S.K. var allt þetta flutt að Sæbraut 1 í Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi þar sem Sveinn Kjarval frá Menntamálaráðuneytið fékk úthlutað bátaskýlið talsnni (óskiljanlegt), og það í kjallari sama hús.

B

Einnig allar innanstokksmuni, húsgögn og aðrar muni sem fyrirfannst og fyrirfinnst í vinnustofu J.S.K. í Austurstræti 12 efsta hæð í Rvk. sem er nú til geymslu í Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi.

C

Einnig öll sendibréf sem J.SK. á langri ævi hefur mótekið og núna fyrirfinnst í dánarbúi, frá fyrirverandi konu hans Tove Kjarval rithöfundi og frá fjölda samtímamönnum, ættfólki systkini og aðrir.

D

Einnig öll skjal sem nefnast hann sendibréf ofl. Frá opinberir aðilir, stofnanir, fyrirtæki og verslunir.

E

Einnig öll handrit sem J.S.K. hefur samið gegnum árin og sem fyrirfinnst í fórum dánarbús allskyns ritgerðir og allskonar hugleiðingar.

F

Einnig öll sendibréf og bréf fyrirhendi viðkomandi málefni J.S.K. eiginkonu J.S.K. Tove Kjarval rithöfundar móður barna J.S.K. sem fyrirfannst í dánarbúi Tove Kjarval þegar hún and. 3. mars 1958 og nú eru í varðveislu sonar þeirra Sveins Kjarval arkitekts.

G

Einnig allar ljósmyndir af J.S.K sem fyrirfannst í dánarbúi hans og fyrrverandi eiginkonu hans og er að hluta í eigu barna þeirra.

H

Litskuggamyndir og svarthvíta ljósmyndir sem Sveinn Kjarval lét taka í vinnustofunni í Sigtúni sumarið 1969 og sýnir í smáatriðum allan frágang og uppsetningu hverrar smáhlut þar, eins og faðir okkar skildi við vinnustofunni sinni þegar hann veiktist þessar myndir skal einnig fylgja þessari gjöf til Kjarvalssafnsins á Miklatúni þannig að hægt er að endurskapa vinnustofunni í framtíðina ef aðstæður býður svo.

Hér bætist lið I eftir lið H. Viðbót við 2 grein


3 grein(á að vera I af 2 grein) Málverk, teikningar og skissur sem fyrirfannst á vinnustofu faðir okkar Jóhannesi Sveinssyni Kjarval er eign börn listamannsins eða afkomendir þeirra en Kjarvalssafnið skal á hverjum tíma hafa forkaupsrétt af þeim málverkum teikningum eða skissum sem börn listamannsins eða afkomendur þeirra á hverjum ætla að selja úr eign sinni og skal Kjarvalssafnið á hverjum tíma eiga kost á að kaupa þeim á því verði sem börn listamannsins eða afkomendur þeirra á kost á á frjálsum markaði eða það verð sem um er samið á hverjum tíma.

3.grein gjöf þessari frá afkomendum listamannsins eru börn, barnabörn og barnabarnbörn hans og lýst er í 1 grein lið A-B-C-D-E- F - H -I og er bundin þeim skilyrðum sem segir hér eftirfarandi.
A
Börn listamannsins og afkomendur þeirra skal ávalt hafa fullan rétt til aðgang af öll þau gögn og skjöl sem safnið hefur yfirráð með þau gögn og skjöl og gögn sem telst til Kjarvalsmunum og ef þess er óskað af börn listamannsins eða afkomendum þeirra að taka kópíur, ljósmyndir eða þessháttar eftir myndir skal þeir hafa fullan rétt til þess, enda skal hafa fullan gætur, að minningu J.S.K er sýndur fullan sóma og heiður við notkun þessar gagna.
B
Aðrir utanaðkomandi aðilar hverjum sem er má ekki fá aðgang af skjöl gögn eða sendibréf og annað þess eðlis nema skriflega leyfi frá börn listamannsins og að þeim látnum afkomendur þeirra eða fullrúa með full umboð til þess að gæta hagsmuni þeirra.
Þó að fullt umboð fyrirliggur til þess að vinna úr eða skoða þau skjöl, gögn eða munum
Sem er fjallað er um má ekki birta né notfæra sig neina upplýsinga nema það fyrst hefur verið lagt fram fyrir börn listamannsins og að þeim látnum tilnefndir fulltrúar, afkomenda sem er rétthafar að þessu og skal skriflegt leyfi fyrir birtingu fyrir liggja.
C
Þar sem það mun þykja sjálfsagt að hafið verður handa innan tíðar útgáfustarfinu og safnið þar með getur aflað sér talsverðar tekjur er gjöf þessi háð þeim skilyrðum að börn listamannsins og eftirkomandi þeirra er greitt höfundalaun eins og landslög eða Bernssamþykktin mælir fyrir. Síðasta endurskoðun þessari samþykkt í París 24. júlí 1971 og Ísland er aðili af. Eins og segir í samþykktinni 2. grein 6 lið. Verk þau sem getið er um í þessari grein skulu njóta verndar í öllum sambandsöndum, verndin er til handa höfundi og síðari rétthafa að verkunum hans

D

Höfundarlaun til börn listamannsins eða afkomenda þeirra skal vera 12% skrifað tólf prósent og skal það greiðast af útseldri útgáfu til einstaklinga hvort sem það beint frá safnið sjálft eða aðila sem safnið kann að semja við.

E

Safnið skal greiða höfundarlaun til börn listamannsins og afkomendur þeirra í þau ára fjöldi sem landslög eða Bernarsamþykktin mælir fyrir af allri útgáfustarfsemi af myndum, teikningar skjölum , skriftir og annað þessháttar sem safnið hefur liggjandi (?) eftir Jóhannes Sveinsyni Kjarval og það sem það kann að eignast í framtíðinni.

F

Börn listamannsins eða afkomendur þeirra eða fulltrúar þeirra skal alltaf sitja í ráð það sem fjallar um málefni og hagsmuni þá hluta Kjarvalssafnsins á Miklatúni sem fellur undir hagsmuni og verkahring þessari samning.

G

Allir úrgáfustarfsemi sem Kjarvalssafnið stendur fyrir skal á hverjum tíma vera unnið þannig af hendi að sómi og heiður J.S.K. er sem mestur og skal börn listamannsins eða afkomendur hafa neitunarvald ef þeim skilyrðum ekki eru fullnægt.
Kjarvalssafnið eða þeim aðilum sem safnið kunna að semja við um útgáfu á hverjum tíma skal hafa fullt samráð við börn listamannsins eða afkomaendur, eða fulltrúi þeirra um útgáfu frágegnið efni og annað þannig að sómi og heiður J.S.K. safnsins og afkomanda listamannsins er sem mestur.

H

Einnig skal safnið eða foráðendum þess hafa fullkomið samráð með listamannsins
afkomendur þeirra eða fulltrúa tilnefndan þegar ráða skal aðilar sem semja á ritverk
Eftir þeim gögnum og skjölum sem fyrirfinnast í Kjarvalssafni og skal skriflegt samþykki þess eðlis fyrirliggja.

4

Börn listamannsins skuldbinda sig til að stofna minningarsjóð og skal 2% af greiddum
Höfundalaunum renna óskertan til þessa sjóðs. Þessi sjóður skal vera ungum og efnilegum listamönnum og listiðnaðarmönnum og konum til styrktar. Og skal ekki vera hægt að sækja um styrkir úr sjóð þessari en styrkir skal veita sem viðurkenninguy til ungum og efnilegum lista og listiðnaðarmönum og konum.
Starfs og stofnskrá skal semja sérstaklega við fyrsta tækifæri og fundarlega ekki seinna en um áramótin 1973-7? (á líklega að vera 4).
Sjóð þessari skal vera tengt Kjarvalsafnið á Miklatúni og skal safnráð eða foráðamenn þess, að hluta fjalla um veitingar úr sjóð þennan ásamt börn listamannsins afkomendur þeirra eða fulltrúa tilnefndum fyrir þeim.

5

Veggskreytingar þeir sem fyrirfinnast á vinnustofu J.S.K. í Austurstræti 12 Rvk. eins og það fyrirfinnst nú, til Kjarvalssafnsins á Miklatún gegn greiðslu af upphæð Kr. 1.500.000.00 skrifað krónur eina milljón og fimmhundrað þúsund 00 aurar og greiðist það að fullu við undirskrift þessari samning.

A

Ef þessari greiðsla ekki fer fram að fullu við undirskrifts þessari samning skal eftirstöðvan vera gengistryggðan og greiða skal hæstu bankavexti á hverjum tíma.



Vitni

Blokkhus
_________ Blokkhus 0000 1972
Aase Kjarval lökken
Rvk. 0000 1972
Rvk Sveinn Kjarval
Rvk. 00000 1972
___________ Fh. Kjarvalssafnsins
Xxxxxxxxxxxxxxxxx
Xxxxxxxxxxxxxxxxx


(Tek fram að það eru engar undirskriftir aðeins gert ráð fyrir þeim, þetta aðeins uppkast Sveins sem lögmaður átti að vinna upp úr á eftir.)






Þetta bréf Harðar til föður míns í Danmörku, er tengt þessu samningsuppdragi. Ég hef alltaf litið á þetta svar sem útúrsnúning og fyrirslátt, þarna sendir faðir minn örfáum mánuðum eftir lát föður síns, hugmyndir sínar og systur um hvernig eigi að ganga frá þessum málum. Samkvæmt mínum skilningi gerði Hörður aldrei neitt, málið dó hjá honum eins og öðrum Íslenskum lögmönnum. Hvernig átti faðir minn að finna vélritunar þjónustu í Danmörku? Enginn talaði eða skildi Íslensku þar, ekkert mál fyrir starfandi lögmann að fá þetta hreinskrifað, tók mig stuttan tíma og er ég ekki þjálfaður í þannig vinnu. En svona tel ég að Íslenskir lögmenn hafi hummað þetta fram af sér öll þessi ár.


Hörður Ólafsson
Hæstarréttarlögmaður
AUSTURSTRÆTI 14 - REYKJAVÍK
supreme court advocate

B.O Box 1377
CABLES MAXIM REYKJAVÍK
Símar 10332 og 35673
2. febrúar 1973

Elsku vinur

Ég fékk frá þér í hraðpósti í dag seinni kassettuna, samingsuppkast upp á 12 handritaðar síður og nótu u, að ég hefði áður fengið skakka kassettu. Þá kassettu, altså
Hina fyrri, hafði ég fengið í gær og endursendi hana því hér með, úr því að hún er ekki til mín. Ég er því feginn. Ég á ekkert kassettutæki og þarf að byrja á því að hringja úum borg og by til að hafa upp á einhverjum, sem kynni að geta spilað það fyrir mig.
Ég er búinn að senda bréf til Knúts Bruun og biðja hann um að afhenda mér gögn og reikning, ef einhver skyldi vera, e.t.v. einhver innstæða þín, hver veit.
En. Þegar ég hugsa um, hvernig ég geti í skyndi sett mig inn í þessi mál af þeirri nákvæmni, sem nauðsynlegt er, þ. e. a. s. hver mundi vera fljótastur til að lesa fyrir mig úr samningsuppkastinu þínu, þá held ég, að það hljóti að vera þú sjálfur, og með því að samgöngur milli landanna, sem við búum í eru mjög góðar, betri t. d. en milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, þá held ég, að ég geri mér lítið fyrir og endursendi þér uppkastið með skipun um að láta vélrita það og endursenda mér eins fljótt og þú getur.
Fyrirgefðu. Ég held, að þetta hljóti að vera fljótasta og besta leiðin.
Fer nú að leita að kassettutæki til afnota, svo að ég fái að heyra skilaboðin þín til mín.
Meira ekki að sinni, en bestur kveðjur til ykkar.

Undirskrift
Hörður


Aftur á upphafssíðu.