Yfirlýsing vegna peningagjafar Kjarvals til Reykjavíkurborgar 9. Desember 1965.


Efnisyfirlit hér

To Index in English.

Þessu er stungið hér inn til að sýna að afi gaf fjárhæðir í gegnum árin. Ég veit að hann gaf fjármagn við önnur tækifæri. Ekki veit ég hve mikil upphæð þetta væri í dag. Árið 1968 var haldinn önnur sýning í Listamannaskálanum með haddrætti um mynd eftir afa. Þá safnaðist 700.000kr sem einnig var gefið til myndlistarhúss við Miklatún
Seinna skjalið er eingöngu hér í táknrænni mótsögn við það fyrsta. Faðir minn hafði varðveitt örfá skjöl, ætlast til að þau fyndust eftir hans dag, mest um húsnæðismál
föður hans. Þar var þetta.

Ingimundur Kjarval 21. ágúst 2004.

----------------------------------------------


Í samráði við Jóhannes Kjarval og byggingarnefnd nýs myndlistarhúss á Miklatúni var ákveðið að tekjur af afmælissýningu í tilefni áttatíu ára afmælis listamannsins, skyldu renna óskiptar í byggingarsjóð hins nýja myndlistarhúss. Ágóðinn reyndist 802.700.oo - átta hundruð og tvö þúsund sjö hundruð krónur- (Sparisjóðsbók í Útvegsbanka nr. 43340) er afhent hérmeð með kveðju listamannsins og tilmælum hans og undirritaðra að upphæðinni verði nú þegar varið til þess að hefjast handa um framkvæmdir.

Reykjavík, 9. Desember 1965

Sigurðir Sigurðsson. Jón Þorsteinsson.

Kristján Jónsson. Sveinn Kjarval.

Alfreð Guðmundsson. Ragnar Jónsson.




-----------------------------------------------



Skrifstofa borgarstjóra.
Reykjavík janúar 1940




Kjarval Jóhannes
Rvík. (handskrifað)

Þjer skuldið bæjarsjóði Reykjavíkur útsvar:
Árið 1939 kr.

---- 1938 -- 150. -

eldra -- 440.-

kr. 590.-
S. E. & O.


Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um breytingu á gildandi útsvarslögum, og samkvæmt hinum nýju lögum innheimta útsvara á þann hátt að skylda alla þá sem greiða kaup, til að halda eftir af kaupi til greiðslu útsvara.
Auk þess hefir bæjarráð ákveðið að leggja fram skrá yfir alla, firmu og einstaklinga sem skulda útsvar hinn 1. marz næstkomandi.
Samkvæmt ofanrituðu er þess alverlega vænst að þjer greiðið útsvarsskuld yðar, með dráttarvöxtum nú þegar.
Þess skal enn getið, að lögtök fyrir útsvari árið 1939 (og eldri útsvarsskuldum) eru þegar hafin og verða án frekari fyrirvara.

Aftur á upphafssíðu hér.