Til baka.
Morgunblaðið 2-11-71
Kjarval gaf Reykjavík stórt safn teikninga
Kjarvalshúsið tilbúið
Jóhannes S. Kjarval, listmálari hefur gefið Reykjavíkurborg stórt safn teikninga. Páll Líndal borgarlögmaður, tjáði Mbl. Í gær að ekki lægi ákveðið fyrir hversu mikið þetta safn væri að vöxtum en unnið er nú að röðum teikninganna og fleiru í sambandi við þær.
Páll sagði að stefnt væri að því að Myndlistarskálinn á Miklatúni verði tilbúinn í vor --?
Kjarvalssalurinn og annar almennur sýningarsalur. Sagði Páll, að fyrsta sýning í Myndlistarskálanum væri ákveðin sýning á verkum Kjarvals en síðan myndi Listahátíð koma í kjölfarið. Ekki kvaðst Páll geta gefið upp byggingarkostnað skálans þar sem
.................................... ? ýmsar innréttingar, sem hefðu verið utan útboða.
Þá sneri Mbl. Sér til Knúts Hallssonar í menntamálaráðuneytinu og spurðist fyrir um Kjarvalshúsið, sem ríkið lét byggja á Seltjarnarnesi. Sagði Knútur að húsið væri að mestu tilbúið og myndi menntamálaráðuneytið taka við því bráðlega úr höndum Seðlabankans. Knútur sagði að ekki hefði endanlega verið ákveðið með hverjum hætti húsið yrði notað í fyrstu.
Spurningarmerkin eru fyrir orð sem eru máð, breitir þó engu sýnist mér.
Morgunblaðið. 3/11 71.
Í gær var frá því skýrt í blaðinu að Jóhannes S. Kjarval hefði gefið Reykjavíkurborg safn mynda. Hér er mynd af þremur þeirra. Mannamyndir tvær fyrir ofan eru olíumálverk, en sú neðri er teikning. Myndir þessar gaf Kjarval borinni haustið 1068. Er nú unnið að röðun og flokkun myndanna í safninu sem bíða þess að verða sýndar í Kjarvalsskála í nýja Myndlistarhúsinu í vor.
Hér á eftir er bréf Óla frænda til Ásu föðursystur.
Rvk 11-10 - 1971.
Kære frænka Ása.
Nylig talte jeg með Hrafnhildur angående Morgunbladets her side d. 3/11 71,
medelene at din far skal have skænket Reykjavik kommune en samling tegninge og malerier: Det har jeg ikke før hørt noget om. Efter artikline at dømme sorteres disse nu ud af de ca. 150 forskællige pakker, der er i byens varetægt, og Svenke har en liste over.
Jeg forstod at pakkerne var blevet flyttet derhen til frelobig (óskyljanlegt) og bevarelse. Jeg synes det ikke er rigtigt at pakkerne åbnes uden at ogen af Dem er til stede eller representerer Dem. Jeg sender Hrafnhildur artikelen med de 3 tegninger som hun ikke har set og vil sørge for at skaffe avisen fra 2/11 71 hvilke der referes til i 3/11 71.
Venligst underret (óskyljanlegt) Sveinki og hils til fra din
Ól. Þórðarson Garðarstr. 40 Rv. Isl.
Þýðing mín á því fyrir ofan.
Rvk. 11- 1- 1971.
Kæra frænka Ása.
Nýlega talaði ég við Hrafnhildi í sambandi við grein Morgunblaðsins þann 3/11 71, þar sem skýrt er frá af faðir þinn hafi gefið Reykjavíkurborg safn teikninga og málverka. Ég hef aldrei heyrt um það áður. Samkvæmt greininni er nú verið að sortera þetta úr mismunandi 150 kössum sem borin hefur í sinni vörslu og Sveinki er með lista yfir. Minn skilningur var að kassarnir voru fluttir til xxxxxx (óskyljanlegt) og geymslu.
Mér finnst ekki að það sé rétt kassarnir séu opnaðir án þess að nokkur þeirra sé viðstödd eða einhver fulltrúi þeirra. Ég sendi Hrafnhildi greinina með remur myndunum sem hún hefur ekki séð (líklega greinina), og sé um að fá blaðið f´rá 2/11 71 sem minnst er á í þeirri frá 3/11 71.
Vinsemd xxxxxxxx (óskyljanlegt) Sveinki og kveðjur frá þínum Ól. Þórðarsyni. Garðarstr. 40 Rv. Isl.