Neitun Reykjavíkurborgar 8. júlí 2004

Aftur á upphafssíðu.

Reykjavíkurborg
Borgarlögmaður


Reykjavík 8. júlí 2004
R04060174
170
ABM
KB lögmannsstofa ehf.
Kristinn Bjarnason, hrl
Lágmúla 7, 6.hæð,
108 REYKJAVIK

Gjöf Jóhannesar S. Kjarvals til Reykjavíkurborgar árið 1968

Vísað er til bréfs yðar dags. 20. júní sl. Til borgarstjórans í Reykjavík, þar sem þér krefjist f. H. umbj. yðar, þeirra Guðrúnar Kjarval og Mette Stiil að Reykjavíkurborg
afhendi þeim öll myndverk og aðra muni sem teknir voru úr vinnustofu Jóhannesar heitins Kjarvals að Sigtúni 7. Reykjavík síðari hluta árs 1968. Í bréfinu er einnig óskað eftir því að Reykjavík láti hið fyrsta í ljós afstöðu sína til afhendingar tilgreindra muna. Borgarlögmanni hefur verið falið að svara erindi yðar.
Til svars erindi yðar er rétt að taka það fram að hinn 7. nóvember 1968 gaf Jóhannes Sveinsson Kjarval Reykjavíkurborg, myndverk og aðra muni sem hér um ræðir með munnlegri gjafayfirlýsingu. Hafði yfirlýsingin þá réttarverkun í för með sér, að eignarréttindi yfir umræddum verkum og munum færðust frá listamanninum til Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg er þar af leiðandi lögmætur eigandi umræddra verka og muna.
Að teknu tilliti til ótvíræðs eignarréttar Reykjavíkurborgar yfir þeim verkum og munum sem Jóhannes Sveinsson Kjarval færði henni að gjöf árið 1968 er kröfu umbj. yðar um afhendingu þeirra hafnað
F.h. borgarlögmanns

Anton Björn Markússon hdl.

Aftur á upphafssíðu.