Baldur Guðlaugsson hrl. var ráðinn fyrir hönd fjölskyldunar af Guðmundi í Klausturhólum þáverandi listaverkasala til að rannsaka þetta mál. Taka ber fram að á fundi með Davíð Oddssyni og Geir Hallgrímssyni 5. ágúst er rætt um skýrslu eða bréf eftir Baldur sem virðist hafa aðra niðurstöðu en þessi sem er dags. 21.sept.
Baldur og Davíð höfðu fund 20. sept. þar sem þeir fóru yfir þetta mál. Til dæmis er minnst á skrif Alfreðs Guðmundssonar í skýrslunni sem voru ekki til 5. ágúst þegar skýrsla Baldurs er rædd á fundinum og þess vegna augljóst að henni var breytt eftir á, verið að búa til gögn til að breyta niðurstöðunni að mínu áliti. Baldur er núna ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu.
Hver sá sem les þessa skýrslu hlýtur að koma frá henni með sama skilning og ég, eindreginn vilja Íslenskra ráðamanna og Baldurs að rétta ekki hlut Kjarvals fjölskyldunar, staðreyndir málsins skiptu engu máli.
Hvar sem er í hinum siðmenntaða heimi hefði lögmaður ekki komist upp með slíka hegðun, en Ísland virðist ekki partur af þeim heimi.
Samkvæmt mínum upplýsingum fór Baldur til Kaupmannahafnar þetta haust og hitti móður mína til að ræða þetta mál, hún þá nýorðin ekkja sitjandi í þrotabúi foreldra minna. Baldur á að hafa hótað henni, látið hana vita að það yrði ekki gott fyrir hana né hennar á Íslandi að hreyfa þessu máli. Móðir mín tók því sem beinum skilaboðum frá Geir Hallgrímssyni þáverandi forsætisráðherra og hefur borið vitni þar að lútandi.
Hver sá sem les þessa skýrslu hlýtur að koma frá henni með sama skilning og ég, eindreginn vilja Íslenskra ráðamanna og Baldurs að rétta ekki hlut Kjarvals fjölskyldunar, staðreyndir málsins skiptu engu máli.
Hvar sem er í hinum siðmenntaða heimi hefði lögmaður ekki komist upp með slíka hegðun, en Ísland virðist ekki partur af þeim heimi.
Samkvæmt mínum upplýsingum fór Baldur til Kaupmannahafnar þetta haust og hitti móður mína til að ræða þetta mál, hún þá nýorðin ekkja sitjandi í þrotabúi foreldra minna. Baldur á að hafa hótað henni, látið hana vita að það yrði ekki gott fyrir hana né hennar á Íslandi að hreyfa þessu máli. Móðir mín tók því sem beinum skilaboðum frá Geir Hallgrímssyni þáverandi forsætisráðherra og hefur borið vitni þar að lútandi.
Ábirgð Baldurs hlýtur að vera stór, fáir vissu málavöxtu eins vel og hann, að fjölskylda hafði verið rænd á Íslandi. Hann týndi þessari skýrslu síðan og sagðist ekki hafa hana þega ég leitaðist eftir henni. Hún fannst svo annars staðar miklu seinna.
13.4.2022 Trúnaðarmál.
Minnisblað.
Vegna athugunar á því hvort munir þeir sem Jóhannes S. Kjarval (hér eftir nefndur J.K.) afhenti Reykjavíkurborg þ. 7. nóvember 1968 voru afhentir til geymslu eða gjöf.
Athugaðar hafa verið fundargerðir borgarráðs og borgarstjórnar frá árinu 1968, Morgunblaðið frá því í nóvember 1968 og apríl 1972 (þegar J. Kj. lést) , ræða Birgis Ísleifs Gunnarssonar , borgarstjóra við vígslu Kjarvalsstaða 1973, sýningarskrá frá opnun Kjarvalsstaða , bréf Ólafs Þórðarsonar til Sveins Kjarvals dgs. 10/10 (á að vera 10/11) 1968, minnispunktar og dagbókarbrot Ólafs Þórðarsonar frá árunum 1968 - 1972, erfðafjárskýrsla v. J Kj., kaflar úr dagbókum Guðmundar Alfreðssonar, og ýmis fleira skrifleg gögn.
Rætt hefur verið við eftirtalda.
1. Indriða G. Þorseinsson sem vinur að ritun J. Kj.
2. Jón Þ. Ólafsson, son Ólafs Þórðarsonar, systursonar J. Kj.
3. Pál Líndal, fyrrum borgalögmann
4. Guðmund Jónsson, borgardómara, son Jóns Þorsteinssonar,
vinar J. Kj., sem aflaði upplýsinga frá föður sínum.
5. Lárus Blöndal, fyrrum borgarskjalavörð.
6. Markús Sigurbjörnsson, fulltrúi borgarfógeta v. búskipta eftir J. K.
7. Jóhannes S. Kjarval og Ingimund Sveinsson sonarsyni J. Kj.
8. Guðrún Kjarval tengdadóttir J. Kj.
9. Geir Hallgrímsson fyrrum borgarstjóra.
10. Jón G. Tómasson, borgarlögmann.
11. Davíð Oddsson, borgarstjóra.
12. Þorvald Þorvaldson, bifreiðastjóra.
Af athugunum virðist nokkuð ljóst að skriflegt gögn muni engin til varðandi það hvers konar afhendingu var um að ræða þ. 7. nóvember 1968. Ekki er til skriflegur gjafagerningur og engin önnur skjöl þessu viðkomandi. Opinberlega var ekki um þetta getið og hvorki er á viðtökum borgarinnar á munum frá J. Kj. minnst í fundargerðum borgarráðs né borgarstjórnar frá þessum tíma. Í bréfi Ólafs Þórðarsonar til Sveins Kjarvals þar sem Ólafur lýsir atburðar rásinni í kringum afhendingu munanna eins og hann upplifði hana er hvergi rætt um það sérstaklega hvort Ólafur telji vera um að ræða geymslu munanna eða gjöf. Hins vega segir á einum stað í frásögn af atburðum þ. 6/11 1968 " áður en við fórum af vinnustofunni spurði Kj. mig hvernig mér litist á að biðja borgarsafnið að geyma dótið - ég hugsaði mig um - leit á hann og reyndi að reikna hann út - og sagði: því ekki að sortera í nýjar umbúðir og láta allt vestur í nýja húsið á einn stað þar og taka svo upp seinna - nei - nei - ég þoli það ekki sagði hann .
Ég sagði þá - ef þú ert ánægður með það - þá sagðist ég sjá neitt á móti því -
og kannski best við nánari athugun. Ég sá að það þýddi ekki að reyna aðra úrlausn, og hann það þreyttur og slappur að það mundi draga hann ennþá neðar að ætlast til þess að hann færi í gegnum þetta - hann hefur ekki þrótt til þess - og hvert smástykki vekur nýjar
endurminningar - e.t.v. óupptekin bók eða vindlakassi frá látnum vini. Jólakaka, jólapappír etc."
Guðrún Kjarval segist hafa hringt í Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóra þegar hún frétti frá Ólafi Þórðarsyni að verið væri að flytja muni Kjarvals í Borgaskjalasafnið, og hafi Geir þá sagt sér að verið væri að taka munina í varðveislu. Í bréfi Borgarskjalasafns til J. Kj. dags. 10/1 1969 er talað um muni "sem bárust safninu frá yður um þær mundir" (þ.e. í nóvember 1968) og skrá yfir munina sem Borgarskjalasafn útbjó ber yfirskriftina "skrá yfir muni Jóhannesar S. Kjarvals í borgarskjalasafni".
Í minningargrein um J. Kj. á árinu 1972 var hvergi að því vikið að hann hefði fært Reykjavíkurborg umrædda muni að gjöf . Svo virðist sem það sé fyrst við vígslu Kjarvalsstaða í mars 1973 sem þessi afstaða Reykjavíkurborgar verður opinber.
Það sem nú hefur verið rakið gæti bent til þess að munirnir hafi einungis verið afhentir til geymslu. Í þessu sambandi er ljóst að einungis örfáir aðilar hafa verið til staðar þegar afhendingin átti sér stað og fáir því vitað frá fyrstu hendi hver eðlis afhendingar gerningurinn var. Hvorki Jón Þorsteinsson, Páll Líndal, þáverandi borgarlögmaður, né Lárus Blöndal, þá verandi borgarskjalavörður, ræddu t.d. um þetta við J. Kj. en segjast
Hins vegar allir ávallt hafa litið svo á að um gjöf hafi verið að ræða . Lárus Blöndal sagðist t.d. aldrei myndu hafa ráðist í jafnmikla vinnu og raun bar vitni við flokkun og skráningu munanna, ef hann hefði ekki áliti þá vera orðin eign borgarinnar. Og yfirskriftina á skrá þeirri sem gerð var yfir munina taldi hann eðlilega og venjulega, þótt munirnir teldust vera orðnir eign Reykjavíkurborgar.
Næst verður þá vikið nánar að því sem fyrir liggur og styður þá staðhæfingu Reykjavíkurbogar að um gjöf hafi verið að ræða.
1. Geir Hallgrímsson þá v. Borgarstjóri, segist sannfærður um að um gjöf hafi verið að ræða, en man ekki eftir því hvernig þetta bara að . Geir segir að J. Kj. hafi verið umhugað um að verk hans og munir dreifðust ekki meira en orðið var og hafi hann því viljað að Reykjavíkurborg eignaðist umrædda muni og varðveitti að Kjarvalsstöðum sem honum hafi verið hjartfólgnir. Geir taldi að J. Kj. hefði ekki viljað að skýrt yrði frá gjöfinni opinberlega og því hefði ekki einu sinni verið bókað um þetta í fundargerðir borgarráðs, þar sem slíkar fundargerðir væru opinberar.
Sú staðreynd sem lesa má um í bréfi Ólafs Þórðarsonar, að Geir Hallgrímsson skuli koma til fundar við J. Kj. þegar munirnir eru fluttir úr vörslum hans, bendir óneitanlega fremur til þess að um gjöf en ekki vörslu hafi verið að ræða.
2. Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða, hefur gefið svofellda skriflega yfirlýsingu, dag. 18.9. 1982: "Ég var viðstaddur 7. nóvember 1968 í Sigtúni 7, þegar Jóh. S. Kjarval tilkynnti Geir Hallgrímssyni formlega um gjöf sína til Reykjavíkurborgar. Ég boðaði Geir á staðinn á staðinn að ósk Kjarvals, sem áður hafði sagt mér, að hann ætlaði að afhenda Reykjavíkurborg myndverk og aðra muni að gjöf."
3. í ljós hefur komið að Guðmundur, sonur Alfreðs Guðmundsonar hélt dagbækur á þessum árum og hefur undirritaður fengið í hendur ljósrit af dagbókarfærslum frá þessum tíma. Þann 28. okt. 1968 skrifar Guðmundur, sem þá var í síðasta bekk í menntaskóla:
"Skólinn, bara 2 tímar. Svaf. Síðdegis ferjaði ég ásamt pabba 20 teikningar (túss, kol, blek ) eftir Jóh. Kjarval frá Sigtúni 7 niðrá skrifstofu borgarstjóra. Kjaeval var að gefa borginni þessar myndir...............".
Og þann 7. nóvember 1968 skrifar Guðmundur:
"Skólinn, ball frí í sögu. Lærði í allan dag. Í dag kl. 14 afhenti Jóhannes Kjarval Geir borgarstjóra að gjöf nokkra tugi teikninga ásamt gömlum kössum ofan af háalofti hjá sér,
sem í eru bækur, blöð, flatkökur, ýmis skrif og riss. Fara þessir munir allir til minjasafns Reykjavíkurborgar. Pabbi hefur flesta daga og mörg kvöld undanfarna 3ja vikna verið með Kjarval að sortera upp úr kössum, kirnum og möppum inní Sigtúni 7. Þykir pabba það skemmtilegur starfi að vonum. Ég hef stundum litið við. Öðru hvoru hafa Ólafur Þórðarson systursonur Kjarvals, og leigubílstjórar rétt þeim hjálparhönd....."
4. Reykjavíkurborg virðist fljótlega eftir viðtöku munanna hafa sýnt í verki að hún leit á þá sem sína eign. M.a. var Frank Ponzi listfræðingur ráðinn til að gera við ýmis myndverkanna.
5. Í sýningarskrá sem gefin var út í tilefni sýningar v. Opnunar Kjarvalsstaða í mars 1973 birtist m. a. Ritgerð eftir Halldór Laxness þar sem m. a. sagði að "væna aðréttu að slíkum myndum ánafnaði listamaðurinn (J. Kj.) Reykjavíkurborg áður en hann lést, og var sumt af því illa farið." Í sömu sýningarskrá birtist einnig "Ágrip af Kjarvalsannál" eftir Valtý Pétursson og sagði þar m. a. árið 1968: "Jóhannes S. Kjarval gaf Reykjavíkurborg safn mynda eftir sig".
6. Unnt er að halda því fram að erfingjar J. Kj. hafi í verki viðurkennt að Reykjavíkurborg hafi fengið munina að gjöf. T.d. upplýsir Guðrún Kjarval að sumarið 1971 hafi Alfreð Guðmundsson sýnt henni teikningar úr umræddu safni muna sem Frank Ponzi var þá að vinna við lagfæringar á. Þá var að sögn Guðrúnar búið að ramma teikningarnar inn og báru rammarnir stimpil Reykjavíkurborgar. Gat því varla farið á milli mála að Reykjavíkurborg taldi sig eiga myndirnar. Ekki hreyfðu erfingjarnir neinum athugasemdum af þessu tilefni.
Við búskipti eftir J. Kj. skiluðu börn hans , Sveinn Kjarval og Aase Kjarval Lökken inn til skiptaráðaanda í Reykjavík erfðafjárskýrslu dags. 1/4 1973, (en þá var komið fram opinberlega að Reykjavíkurborg álit J. Kj. hafa gefið umrædda muni) þar eru eignir dánarbúsins taldar vera peningar og síðan teikningar á veggjum í herbergi í Austurstræti.
Ekki er þar vikið að öðru og því unnt að túlka þetta sem svo að erfingjar hafi á þessum tíma ekki talið umrædda muni vera eign dánarbúsins, þ. E. Ekki hafa verið eign J. Kj. við andlát hans.
7. Þorvaldur Þorvaldsson, bifreiðarstjóri, sem oft ók J. Kj. og var velkunnugur honum hefur tjáð undirrituðum að J. Kj. hafi sagt sér eitt sinn er þeir voru staddir í Sigtúni 7 og rætt oftar en einu sinni eftir það að hann ætlaði að gefa Reykjavíkurborg muni þá sem hann geymdi í kössum í Sigtúni 7, en þar hafi verið um að ræða teikningar, bækur, blöð og ýmis konar dót, þ.á.m. jólakökur. Þorvaldur segir að J. Kj. hafi sagt að Reykjavíkurborg yrði að eiga e-ð til að sýna á Kjarvalsstöðum, en J. Kj. hafi verið ánægður með þá byggingu og hafi áður verið búinn að gefa í hana peninga.
Þorvaldur kveðst ekki hafa verið viðstaddur afhendingu munanna en segir að J. Kj. hafi eftir afhendinguna aftur minnst á þetta við sig og þá talað um það sem hann hefði gefið Reykjavíkurborg.
Niðurstaða
Niðurstaða undirritaðs af framanröktu er sú niðurstaða að yfirgnæfandi líkur séu til þess að dómstólar myndu telja það fullsannað að J. Kj. hefði gefið Reykjavíkurborg umrædda muni og hafi sú afhending farið fram um kl. 14 þ. Nóvember 1968 að viðstöddum Geir Hallgrímssyni og Alfreð Guðmundssyni, en áður en Ólafur Þórðarson kom á staðinn.
Vitnisburðir Geirs og Alfreðs, dagbókarkaflar Guðmundar Alfreðssonar og vitnisburður Geirs og Alfreðs, dagbókarkaflar Guðmundar Alfreðssonar og vitnisburður Þorvaldar Þorvaldssonar muni lagðir til grundvallar. Þá muni aðgerðarleysi erfingjanna ennfremur veikja stöðu þeirra, auk þess sem líkindi eru til að Reykjavíkurborg teldist hafa eignast munina fyrir hefð, (lausafé hefðast á 10 árum) ef eignaréttur borgarinnar teldist ekki nægilega sannaður með öðrum hætti.
Reykjavík, 21 september 1982
Baldur Guðlaugsson, hdl.
Athugasemdir mínar við skýrslu Baldurs Guðlaugssonar
Delhi N.Y. 3. ágúst 2003. Lagfært og bætt við 29. ágúst 2004.
Athugasemdir vegna skýrslu Baldurs Guðlaugssonar sem bróðir minn Jóhannes kom með Til Kristins Bjarnarsonar 3. júlí 2003.
Þessi skýrsla er gerð haustið 1982 og hefur dagssetninguna 21. sept. 1982, en einkafundur Davíðs Oddssonar og Baldurs er haldinn 20. sept. 1982. Málið að fundur er haldinn í Borgarstjóraskrifstofu 5. ágúst 1982 þar sem skýrsla eða bréf er rædd frá Baldri, Baldur ekki á þeim fundi.
Samkvæmt minnisblöðum af þeim fundi sem Davíð Oddsson gerði er Baldur lögmaður fjölskyldunnar og hefur sýnt frammá, samkvæmt þessum minnisblöðum að Reykjavíkurborg eigi ekki þessa hluti samkvæmt viðbrögðum fundarmanna.
Í skýrslunni dagsettri 21. sept. 1982 minnist hann á rök borgarinnar sem komu upp á þessum fundi og þess vegna verður að draga þá ályktun að það hafi ekki verið í fyrri skýrslunni, þeirri seinni breitt eftir fundinn með Davíð þann 20. sept, hún dags. 21. sept.
13.4.2022 Trúnaðarmál.
Minnisblað.
Vegna athugunar á því hvort munir þeir sem Jóhannes S. Kjarval (hér eftir nefndur J.K.) afhenti Reykjavíkurborg þ. 7. nóvember 1968 voru afhentir til geymslu eða gjöf.
Athugaðar hafa verið fundargerðir borgarráðs og borgarstjórnar frá árinu 1968, Morgunblaðið frá því í nóvember 1968 og apríl 1972 (þegar J. Kj. lést) , ræða Birgis Ísleifs Gunnarssonar , borgarstjóra við vígslu Kjarvalsstaða 1973, sýningarskrá frá opnun Kjarvalsstaða , bréf Ólafs Þórðarsonar til Sveins Kjarvals dgs. 10/10 (á að vera 10/11) 1968, minnispunktar og dagbókarbrot Ólafs Þórðarsonar frá árunum 1968 - 1972, erfðafjárskýrsla v. J Kj., kaflar úr dagbókum Guðmundar Alfreðssonar, og ýmis fleira skrifleg gögn.
Rætt hefur verið við eftirtalda.
1. Indriða G. Þorseinsson sem vinur að ritun J. Kj.
2. Jón Þ. Ólafsson, son Ólafs Þórðarsonar, systursonar J. Kj.
3. Pál Líndal, fyrrum borgalögmann
4. Guðmund Jónsson, borgardómara, son Jóns Þorsteinssonar,
vinar J. Kj., sem aflaði upplýsinga frá föður sínum.
5. Lárus Blöndal, fyrrum borgarskjalavörð.
6. Markús Sigurbjörnsson, fulltrúi borgarfógeta v. búskipta eftir J. K.
7. Jóhannes S. Kjarval og Ingimund Sveinsson sonarsyni J. Kj.
8. Guðrún Kjarval tengdadóttir J. Kj.
9. Geir Hallgrímsson fyrrum borgarstjóra.
10. Jón G. Tómasson, borgarlögmann.
11. Davíð Oddsson, borgarstjóra.
12. Þorvald Þorvaldson, bifreiðastjóra.
Af athugunum virðist nokkuð ljóst að skriflegt gögn muni engin til varðandi það hvers konar afhendingu var um að ræða þ. 7. nóvember 1968. Ekki er til skriflegur gjafagerningur og engin önnur skjöl þessu viðkomandi. Opinberlega var ekki um þetta getið og hvorki er á viðtökum borgarinnar á munum frá J. Kj. minnst í fundargerðum borgarráðs né borgarstjórnar frá þessum tíma. Í bréfi Ólafs Þórðarsonar til Sveins Kjarvals þar sem Ólafur lýsir atburðar rásinni í kringum afhendingu munanna eins og hann upplifði hana er hvergi rætt um það sérstaklega hvort Ólafur telji vera um að ræða geymslu munanna eða gjöf. Hins vega segir á einum stað í frásögn af atburðum þ. 6/11 1968 " áður en við fórum af vinnustofunni spurði Kj. mig hvernig mér litist á að biðja borgarsafnið að geyma dótið - ég hugsaði mig um - leit á hann og reyndi að reikna hann út - og sagði: því ekki að sortera í nýjar umbúðir og láta allt vestur í nýja húsið á einn stað þar og taka svo upp seinna - nei - nei - ég þoli það ekki sagði hann .
Ég sagði þá - ef þú ert ánægður með það - þá sagðist ég sjá neitt á móti því -
og kannski best við nánari athugun. Ég sá að það þýddi ekki að reyna aðra úrlausn, og hann það þreyttur og slappur að það mundi draga hann ennþá neðar að ætlast til þess að hann færi í gegnum þetta - hann hefur ekki þrótt til þess - og hvert smástykki vekur nýjar
endurminningar - e.t.v. óupptekin bók eða vindlakassi frá látnum vini. Jólakaka, jólapappír etc."
Guðrún Kjarval segist hafa hringt í Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóra þegar hún frétti frá Ólafi Þórðarsyni að verið væri að flytja muni Kjarvals í Borgaskjalasafnið, og hafi Geir þá sagt sér að verið væri að taka munina í varðveislu. Í bréfi Borgarskjalasafns til J. Kj. dags. 10/1 1969 er talað um muni "sem bárust safninu frá yður um þær mundir" (þ.e. í nóvember 1968) og skrá yfir munina sem Borgarskjalasafn útbjó ber yfirskriftina "skrá yfir muni Jóhannesar S. Kjarvals í borgarskjalasafni".
Í minningargrein um J. Kj. á árinu 1972 var hvergi að því vikið að hann hefði fært Reykjavíkurborg umrædda muni að gjöf . Svo virðist sem það sé fyrst við vígslu Kjarvalsstaða í mars 1973 sem þessi afstaða Reykjavíkurborgar verður opinber.
Það sem nú hefur verið rakið gæti bent til þess að munirnir hafi einungis verið afhentir til geymslu. Í þessu sambandi er ljóst að einungis örfáir aðilar hafa verið til staðar þegar afhendingin átti sér stað og fáir því vitað frá fyrstu hendi hver eðlis afhendingar gerningurinn var. Hvorki Jón Þorsteinsson, Páll Líndal, þáverandi borgarlögmaður, né Lárus Blöndal, þá verandi borgarskjalavörður, ræddu t.d. um þetta við J. Kj. en segjast
Hins vegar allir ávallt hafa litið svo á að um gjöf hafi verið að ræða . Lárus Blöndal sagðist t.d. aldrei myndu hafa ráðist í jafnmikla vinnu og raun bar vitni við flokkun og skráningu munanna, ef hann hefði ekki áliti þá vera orðin eign borgarinnar. Og yfirskriftina á skrá þeirri sem gerð var yfir munina taldi hann eðlilega og venjulega, þótt munirnir teldust vera orðnir eign Reykjavíkurborgar.
Næst verður þá vikið nánar að því sem fyrir liggur og styður þá staðhæfingu Reykjavíkurbogar að um gjöf hafi verið að ræða.
1. Geir Hallgrímsson þá v. Borgarstjóri, segist sannfærður um að um gjöf hafi verið að ræða, en man ekki eftir því hvernig þetta bara að . Geir segir að J. Kj. hafi verið umhugað um að verk hans og munir dreifðust ekki meira en orðið var og hafi hann því viljað að Reykjavíkurborg eignaðist umrædda muni og varðveitti að Kjarvalsstöðum sem honum hafi verið hjartfólgnir. Geir taldi að J. Kj. hefði ekki viljað að skýrt yrði frá gjöfinni opinberlega og því hefði ekki einu sinni verið bókað um þetta í fundargerðir borgarráðs, þar sem slíkar fundargerðir væru opinberar.
Sú staðreynd sem lesa má um í bréfi Ólafs Þórðarsonar, að Geir Hallgrímsson skuli koma til fundar við J. Kj. þegar munirnir eru fluttir úr vörslum hans, bendir óneitanlega fremur til þess að um gjöf en ekki vörslu hafi verið að ræða.
2. Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða, hefur gefið svofellda skriflega yfirlýsingu, dag. 18.9. 1982: "Ég var viðstaddur 7. nóvember 1968 í Sigtúni 7, þegar Jóh. S. Kjarval tilkynnti Geir Hallgrímssyni formlega um gjöf sína til Reykjavíkurborgar. Ég boðaði Geir á staðinn á staðinn að ósk Kjarvals, sem áður hafði sagt mér, að hann ætlaði að afhenda Reykjavíkurborg myndverk og aðra muni að gjöf."
3. í ljós hefur komið að Guðmundur, sonur Alfreðs Guðmundsonar hélt dagbækur á þessum árum og hefur undirritaður fengið í hendur ljósrit af dagbókarfærslum frá þessum tíma. Þann 28. okt. 1968 skrifar Guðmundur, sem þá var í síðasta bekk í menntaskóla:
"Skólinn, bara 2 tímar. Svaf. Síðdegis ferjaði ég ásamt pabba 20 teikningar (túss, kol, blek ) eftir Jóh. Kjarval frá Sigtúni 7 niðrá skrifstofu borgarstjóra. Kjaeval var að gefa borginni þessar myndir...............".
Og þann 7. nóvember 1968 skrifar Guðmundur:
"Skólinn, ball frí í sögu. Lærði í allan dag. Í dag kl. 14 afhenti Jóhannes Kjarval Geir borgarstjóra að gjöf nokkra tugi teikninga ásamt gömlum kössum ofan af háalofti hjá sér,
sem í eru bækur, blöð, flatkökur, ýmis skrif og riss. Fara þessir munir allir til minjasafns Reykjavíkurborgar. Pabbi hefur flesta daga og mörg kvöld undanfarna 3ja vikna verið með Kjarval að sortera upp úr kössum, kirnum og möppum inní Sigtúni 7. Þykir pabba það skemmtilegur starfi að vonum. Ég hef stundum litið við. Öðru hvoru hafa Ólafur Þórðarson systursonur Kjarvals, og leigubílstjórar rétt þeim hjálparhönd....."
4. Reykjavíkurborg virðist fljótlega eftir viðtöku munanna hafa sýnt í verki að hún leit á þá sem sína eign. M.a. var Frank Ponzi listfræðingur ráðinn til að gera við ýmis myndverkanna.
5. Í sýningarskrá sem gefin var út í tilefni sýningar v. Opnunar Kjarvalsstaða í mars 1973 birtist m. a. Ritgerð eftir Halldór Laxness þar sem m. a. sagði að "væna aðréttu að slíkum myndum ánafnaði listamaðurinn (J. Kj.) Reykjavíkurborg áður en hann lést, og var sumt af því illa farið." Í sömu sýningarskrá birtist einnig "Ágrip af Kjarvalsannál" eftir Valtý Pétursson og sagði þar m. a. árið 1968: "Jóhannes S. Kjarval gaf Reykjavíkurborg safn mynda eftir sig".
6. Unnt er að halda því fram að erfingjar J. Kj. hafi í verki viðurkennt að Reykjavíkurborg hafi fengið munina að gjöf. T.d. upplýsir Guðrún Kjarval að sumarið 1971 hafi Alfreð Guðmundsson sýnt henni teikningar úr umræddu safni muna sem Frank Ponzi var þá að vinna við lagfæringar á. Þá var að sögn Guðrúnar búið að ramma teikningarnar inn og báru rammarnir stimpil Reykjavíkurborgar. Gat því varla farið á milli mála að Reykjavíkurborg taldi sig eiga myndirnar. Ekki hreyfðu erfingjarnir neinum athugasemdum af þessu tilefni.
Við búskipti eftir J. Kj. skiluðu börn hans , Sveinn Kjarval og Aase Kjarval Lökken inn til skiptaráðaanda í Reykjavík erfðafjárskýrslu dags. 1/4 1973, (en þá var komið fram opinberlega að Reykjavíkurborg álit J. Kj. hafa gefið umrædda muni) þar eru eignir dánarbúsins taldar vera peningar og síðan teikningar á veggjum í herbergi í Austurstræti.
Ekki er þar vikið að öðru og því unnt að túlka þetta sem svo að erfingjar hafi á þessum tíma ekki talið umrædda muni vera eign dánarbúsins, þ. E. Ekki hafa verið eign J. Kj. við andlát hans.
7. Þorvaldur Þorvaldsson, bifreiðarstjóri, sem oft ók J. Kj. og var velkunnugur honum hefur tjáð undirrituðum að J. Kj. hafi sagt sér eitt sinn er þeir voru staddir í Sigtúni 7 og rætt oftar en einu sinni eftir það að hann ætlaði að gefa Reykjavíkurborg muni þá sem hann geymdi í kössum í Sigtúni 7, en þar hafi verið um að ræða teikningar, bækur, blöð og ýmis konar dót, þ.á.m. jólakökur. Þorvaldur segir að J. Kj. hafi sagt að Reykjavíkurborg yrði að eiga e-ð til að sýna á Kjarvalsstöðum, en J. Kj. hafi verið ánægður með þá byggingu og hafi áður verið búinn að gefa í hana peninga.
Þorvaldur kveðst ekki hafa verið viðstaddur afhendingu munanna en segir að J. Kj. hafi eftir afhendinguna aftur minnst á þetta við sig og þá talað um það sem hann hefði gefið Reykjavíkurborg.
Niðurstaða
Niðurstaða undirritaðs af framanröktu er sú niðurstaða að yfirgnæfandi líkur séu til þess að dómstólar myndu telja það fullsannað að J. Kj. hefði gefið Reykjavíkurborg umrædda muni og hafi sú afhending farið fram um kl. 14 þ. Nóvember 1968 að viðstöddum Geir Hallgrímssyni og Alfreð Guðmundssyni, en áður en Ólafur Þórðarson kom á staðinn.
Vitnisburðir Geirs og Alfreðs, dagbókarkaflar Guðmundar Alfreðssonar og vitnisburður Geirs og Alfreðs, dagbókarkaflar Guðmundar Alfreðssonar og vitnisburður Þorvaldar Þorvaldssonar muni lagðir til grundvallar. Þá muni aðgerðarleysi erfingjanna ennfremur veikja stöðu þeirra, auk þess sem líkindi eru til að Reykjavíkurborg teldist hafa eignast munina fyrir hefð, (lausafé hefðast á 10 árum) ef eignaréttur borgarinnar teldist ekki nægilega sannaður með öðrum hætti.
Reykjavík, 21 september 1982
Baldur Guðlaugsson, hdl.
Athugasemdir mínar við skýrslu Baldurs Guðlaugssonar
Delhi N.Y. 3. ágúst 2003. Lagfært og bætt við 29. ágúst 2004.
Athugasemdir vegna skýrslu Baldurs Guðlaugssonar sem bróðir minn Jóhannes kom með Til Kristins Bjarnarsonar 3. júlí 2003.
Þessi skýrsla er gerð haustið 1982 og hefur dagssetninguna 21. sept. 1982, en einkafundur Davíðs Oddssonar og Baldurs er haldinn 20. sept. 1982. Málið að fundur er haldinn í Borgarstjóraskrifstofu 5. ágúst 1982 þar sem skýrsla eða bréf er rædd frá Baldri, Baldur ekki á þeim fundi.
Samkvæmt minnisblöðum af þeim fundi sem Davíð Oddsson gerði er Baldur lögmaður fjölskyldunnar og hefur sýnt frammá, samkvæmt þessum minnisblöðum að Reykjavíkurborg eigi ekki þessa hluti samkvæmt viðbrögðum fundarmanna.
Í skýrslunni dagsettri 21. sept. 1982 minnist hann á rök borgarinnar sem komu upp á þessum fundi og þess vegna verður að draga þá ályktun að það hafi ekki verið í fyrri skýrslunni, þeirri seinni breitt eftir fundinn með Davíð þann 20. sept, hún dags. 21. sept.
Í seinni skýrslunni er niðurstaðan að yfirgnæfandi líkur séu á að dómstólar dæmi Reykjavíkurborg í hag. Hver sá sem les rök borgarinnar í minnisblöðum Davíðs Oddssonar hlýtur að sjá að þar er gripið í strá.
Ef að Baldur átti að vera lögmaður fjölskyldunnar gengur ekki upp hvernig öll vafaatriði eru túlkuð í hag borgarinnar og það má ganga út frá því að í fyrri skýrslunni sé þetta öfugt, enda augljóst öllum sem lesa minnisblöð Davíðs af fundinum 5. águst 2003 að allir á þeim fundi eru í uppnámi og týnd fram rök sem standast engan veginn lagalega til að andmæla niðurstöðunni í þeirri skýrslu.
Eitt undarlegt atriði í "seinni skýrslunni" að Baldur sem lögmaður fjölskyldunnar eyðir yfirgnæfandi hluta skýrslunnar í rök fyrir því að Borgin eigi þetta, en hleypur yfir rök fyrir því að fjölskyldan eigi. Af þessu verður á ráða að Baldur bregðist gjörsamlega skyldum sínum sem lögmaður fjölskyldunnar og verði í raun lögmaður borgarinnar eftir fundinn með Davíð. Í þessu sambandi skal benda á að Davíð og Baldur hafa verið nánir vinir í mörg ár, og það má því ganga útfrá því að þeir hafi verið innherjar í þessu máli, en Baldur er í dag Ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu og í Sjálfstæðisflokknum.
Niðurstaða Baldurs að yfirgnæfandi líkur séu á að borginni verði dæmt í hag er auðvitað útí hött eins og málum var háttað samkvæmt hans eigin rannsókn. Það sem vantar eru skrif eða greinargerð sú sem rædd var á fundinum 5. ágúst 1982 og niðurstöðurnar í henni.
Ég vil einnig taka fram að ég man alls ekki eftir að hafa talað við Baldur né kona mín, en ég er nefndur í þessari skýrslu(má vera stutt símtal sem ég man ekki) . Móðir mín heldur því fastlega fram að Baldur hafi hótað henni að það yrði ekki gott fyrir hana eða hennar á Íslandi ef þessu máli yrði hreift, en hún sagði að sér hefði aldrei verið hótað á þennan hátt fyrr né síðar.
Ég ætla ekki að ræða nákvæmlega efnisatriði skýrslunnar að sinni, en margt þar er í út í hött. Til dæmis veit ég að móðir mín talaði í fjölskyldunni um vinnu Frank Ponsi og merkingar hans á verkum sem algert virðingarleysi og eyðileggingu á þessum myndum, og hún var aldrei samþykk neinu sem hann gerði en var hjálparlaus. Hún var svo sannarlega ekki að segja Baldri frá þessu til þess að láta hann vita að hún hefði verið samþykk skemmdum og eyðileggingum á þessum listaverkum.
Eitt atriði vil ég fara yfir, Baldur heldur því fram að Óli hafi átt við 10. nóv. Þegar hann skrifar 10. okt. Í byrjun bréfsins. Það gengur ekki upp því að Óli skrifar fimm mismunandi dagsetningar í þessu bréfi og allar í ókt. Þetta er eina skjalið sem til er frá þessum tíma, nema þá dagbókarbrot Guðmundar. En í Dagbók Guðmundar 20.okt. segir að hann hafi ferjað myndir sem afi var búinn að gefa til Reykjavíkurborgar. Einnig í skýrslu Steinunnar segir að byrjað hafi verið að raða úr þessum kössum 6. nóv. Þess vegna verður að ganga útfrá að dagbók Guðmundar gæti alveg eins haft vitlaust dagatal eða jafnvel falsað og ekki samtíma heimild. Að Ólafur Þórðarson hafi verið þar sem fulltrúi fjölskyldunnar mótmæli ég þó svo að móðir mín hafi beðið hann að líta til afa, Ólafur var þar eingöngu sem eigin persóna, enda varði hann hagsmuni fjölskyldunnar ekki á neinn hátt, nema hann hafi verið svo viss um að þetta hafi verið til geymslu(hefði átt að fá það skriflegt ef hann var lagalegur fulltrúi fjölskyldunnar). Í huga mínum, þó ég hafi ekkert fyrir mér í því, er ég ekkert viss um að þetta bréf hafi verið skrifað örfáum dögum eftir þennan atburð, í mínu hjarta er þetta bréf jafnvel skrifað seinna af gömlum manni sem er orðið ljóst að hann hafi verið notaður á hinn versta veg og vill ekki vera partur af því.
Baldur segir í skýrslu sinni að hann hafi litið í dagbók Óla og minnisblöð, þau hljóta að vera til einhversstaðar og þau verður að finna. (dagbækur Ólafs hafa síðan komið fram og styðja að þetta sé 7. nóv., eru hjá lögmanni. Ég veit ekki hversu ýtarlegar þær eru eða hvort innfærslur eru fyrir og eftir þennan atburð, né hvort Ólafur hélt dagbók reglulega, þetta þarf að athuga og einnig með dagbók Guðmundar Alfreðssonar, hversu ýtarleg hún er utan þessara atburða).
Hvar þessi fyrri skýrsla er "með dagatali fyrir 5. ágúst 1982" veit ég ekki. Það má vera að Guðmundur í Klausturhólum hafi hana, en í þessu sambandi skilst mér að Guðmundur hafi látið bróðir minn fá þessa nýrri. Baldur Guðlaugsson hlr. neitaði mér um skýrsluna og sagði einnig að hún væri týnd. Þessi upprunalega skýrsla ætti að vera til, nema að þeir hafi étið hana á þessum fundi 5. ágúst hjá borgarstjóra.
Í þessu sambandi vil ég benda á þungar áhyggjur mínar frá byrjun að Íslenskir lögmenn verði allir að teljast innherjar. Í lögum Lögmannafélags Íslands segir að lögmenn megi ekki vanvirða hvern annan og så videre.
Mín eigin skoðun að fyrrihluti skýrslunnar sé hin upphaflega að mestu leiti. Síðari hlutinn síðan gerður eftir þennan fund 5. ágúst., eða eftir fund Davíðs og Baldurs 20. sept.. Í staðinn fyrir niðurstöðu um að þetta sé eign fjölskyldunnar (samkvæmt minnisblaðinu frá 5. ágúst að mínum dómi) er soðinn saman grautur úr fullyrðingum sem voru lagðar fram á þeim fundi hver annarri hæpnari. Hin upphaflega niðurstaða týnd og tröllum gefinn nema að hún finnist.
Allir sem lesa þessa skýrslu til enda hljóta að ganga frá henni með þann skilning að þar styngi Baldur Guðlaugsson hrl. skjólstæðinga sína í bakið, mína fjölskyldu. Mín skoðun að Baldur Guðlaugsson hafi framið refsivert athæfi með þessari skýrslu, hann átti að vera lögmaður fjölskyldunar.
Ef að Baldur átti að vera lögmaður fjölskyldunnar gengur ekki upp hvernig öll vafaatriði eru túlkuð í hag borgarinnar og það má ganga út frá því að í fyrri skýrslunni sé þetta öfugt, enda augljóst öllum sem lesa minnisblöð Davíðs af fundinum 5. águst 2003 að allir á þeim fundi eru í uppnámi og týnd fram rök sem standast engan veginn lagalega til að andmæla niðurstöðunni í þeirri skýrslu.
Eitt undarlegt atriði í "seinni skýrslunni" að Baldur sem lögmaður fjölskyldunnar eyðir yfirgnæfandi hluta skýrslunnar í rök fyrir því að Borgin eigi þetta, en hleypur yfir rök fyrir því að fjölskyldan eigi. Af þessu verður á ráða að Baldur bregðist gjörsamlega skyldum sínum sem lögmaður fjölskyldunnar og verði í raun lögmaður borgarinnar eftir fundinn með Davíð. Í þessu sambandi skal benda á að Davíð og Baldur hafa verið nánir vinir í mörg ár, og það má því ganga útfrá því að þeir hafi verið innherjar í þessu máli, en Baldur er í dag Ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu og í Sjálfstæðisflokknum.
Niðurstaða Baldurs að yfirgnæfandi líkur séu á að borginni verði dæmt í hag er auðvitað útí hött eins og málum var háttað samkvæmt hans eigin rannsókn. Það sem vantar eru skrif eða greinargerð sú sem rædd var á fundinum 5. ágúst 1982 og niðurstöðurnar í henni.
Ég vil einnig taka fram að ég man alls ekki eftir að hafa talað við Baldur né kona mín, en ég er nefndur í þessari skýrslu(má vera stutt símtal sem ég man ekki) . Móðir mín heldur því fastlega fram að Baldur hafi hótað henni að það yrði ekki gott fyrir hana eða hennar á Íslandi ef þessu máli yrði hreift, en hún sagði að sér hefði aldrei verið hótað á þennan hátt fyrr né síðar.
Ég ætla ekki að ræða nákvæmlega efnisatriði skýrslunnar að sinni, en margt þar er í út í hött. Til dæmis veit ég að móðir mín talaði í fjölskyldunni um vinnu Frank Ponsi og merkingar hans á verkum sem algert virðingarleysi og eyðileggingu á þessum myndum, og hún var aldrei samþykk neinu sem hann gerði en var hjálparlaus. Hún var svo sannarlega ekki að segja Baldri frá þessu til þess að láta hann vita að hún hefði verið samþykk skemmdum og eyðileggingum á þessum listaverkum.
Eitt atriði vil ég fara yfir, Baldur heldur því fram að Óli hafi átt við 10. nóv. Þegar hann skrifar 10. okt. Í byrjun bréfsins. Það gengur ekki upp því að Óli skrifar fimm mismunandi dagsetningar í þessu bréfi og allar í ókt. Þetta er eina skjalið sem til er frá þessum tíma, nema þá dagbókarbrot Guðmundar. En í Dagbók Guðmundar 20.okt. segir að hann hafi ferjað myndir sem afi var búinn að gefa til Reykjavíkurborgar. Einnig í skýrslu Steinunnar segir að byrjað hafi verið að raða úr þessum kössum 6. nóv. Þess vegna verður að ganga útfrá að dagbók Guðmundar gæti alveg eins haft vitlaust dagatal eða jafnvel falsað og ekki samtíma heimild. Að Ólafur Þórðarson hafi verið þar sem fulltrúi fjölskyldunnar mótmæli ég þó svo að móðir mín hafi beðið hann að líta til afa, Ólafur var þar eingöngu sem eigin persóna, enda varði hann hagsmuni fjölskyldunnar ekki á neinn hátt, nema hann hafi verið svo viss um að þetta hafi verið til geymslu(hefði átt að fá það skriflegt ef hann var lagalegur fulltrúi fjölskyldunnar). Í huga mínum, þó ég hafi ekkert fyrir mér í því, er ég ekkert viss um að þetta bréf hafi verið skrifað örfáum dögum eftir þennan atburð, í mínu hjarta er þetta bréf jafnvel skrifað seinna af gömlum manni sem er orðið ljóst að hann hafi verið notaður á hinn versta veg og vill ekki vera partur af því.
Baldur segir í skýrslu sinni að hann hafi litið í dagbók Óla og minnisblöð, þau hljóta að vera til einhversstaðar og þau verður að finna. (dagbækur Ólafs hafa síðan komið fram og styðja að þetta sé 7. nóv., eru hjá lögmanni. Ég veit ekki hversu ýtarlegar þær eru eða hvort innfærslur eru fyrir og eftir þennan atburð, né hvort Ólafur hélt dagbók reglulega, þetta þarf að athuga og einnig með dagbók Guðmundar Alfreðssonar, hversu ýtarleg hún er utan þessara atburða).
Hvar þessi fyrri skýrsla er "með dagatali fyrir 5. ágúst 1982" veit ég ekki. Það má vera að Guðmundur í Klausturhólum hafi hana, en í þessu sambandi skilst mér að Guðmundur hafi látið bróðir minn fá þessa nýrri. Baldur Guðlaugsson hlr. neitaði mér um skýrsluna og sagði einnig að hún væri týnd. Þessi upprunalega skýrsla ætti að vera til, nema að þeir hafi étið hana á þessum fundi 5. ágúst hjá borgarstjóra.
Í þessu sambandi vil ég benda á þungar áhyggjur mínar frá byrjun að Íslenskir lögmenn verði allir að teljast innherjar. Í lögum Lögmannafélags Íslands segir að lögmenn megi ekki vanvirða hvern annan og så videre.
Mín eigin skoðun að fyrrihluti skýrslunnar sé hin upphaflega að mestu leiti. Síðari hlutinn síðan gerður eftir þennan fund 5. ágúst., eða eftir fund Davíðs og Baldurs 20. sept.. Í staðinn fyrir niðurstöðu um að þetta sé eign fjölskyldunnar (samkvæmt minnisblaðinu frá 5. ágúst að mínum dómi) er soðinn saman grautur úr fullyrðingum sem voru lagðar fram á þeim fundi hver annarri hæpnari. Hin upphaflega niðurstaða týnd og tröllum gefinn nema að hún finnist.
Allir sem lesa þessa skýrslu til enda hljóta að ganga frá henni með þann skilning að þar styngi Baldur Guðlaugsson hrl. skjólstæðinga sína í bakið, mína fjölskyldu. Mín skoðun að Baldur Guðlaugsson hafi framið refsivert athæfi með þessari skýrslu, hann átti að vera lögmaður fjölskyldunar.