.
Efnisyfirlit hér.
Þetta er afskrif af blaðamannafundi sem var haldinn í Naustinu haustið 1975 af föður mínum Sveini Kjarval syni Jóhannesar Kjarval listmálara, ég er sonur Sveins. Flestir fjölmiðlar þá voru mættir.
Ég hef reynt að gera þetta eftir bestu getu, en sendi spólu til Blaðamannfélags Íslands og Kjarvalsstaða. Blaðamenn getað þá nálgast hana þar ef þeir vilja. Munið að þarna er pabbi brotinn maður og finnst að Ísland hafi farið hundslega með sig.
Hann er í rauninni búinn að gefast upp en talar samt digurbarkalega. Ég segi annars staðar að þetta hafi allt verið dauðatök drukknandi manns.
Faðir minn var góðmenni og vildi öllum vel, hugsjónarmaður og vann alla ævi eins og kraftar leifðu.
Á þessu fundi talar pabbi mest. Systir mín Hrafnhildur Tove Kjarval Lökken segir nokkur orð og svo spyrja fleiri blaðamenn spurninga, en ég get ekki greint þá í sundur.
Einhvern tímann seinna er þessi spóla notuð til að taka upp barnahjal Ásu, yngstu dóttur Höbbu. Þess vegna vantar byrjunina.
Það eru til blaðaviðtöl og útvarpsviðtöl við pabba frá þessum tíma. Þau eru afskræmd af ritskoðun, í sumum þeirra kemur fram reiði föður míns en engin skýring, eiginlega merkilegt fyrirbrigði, það er næstum því eins og þessir blaðamenn hafi verið að reyna segja eitthvað án þess að segja neitt. Sá sem les þessi viðtöl og veit ekki hvað er að baki, fer frá með þann skilning að það sé eitthvað að föður mínum. Hvort það var gert viljandi eða ekki, veit ég ekki.
Ég man eftir viðtali sem faðir minn átti við Helga Péturs, þá blaðamann á Dagblaðinu. Pabbi var í símanum í marga tíma og sagði honum allt. Daginn eftir var smáhlutur í blaðinu, öllu sleppt sem skipti máli.
Ég skipti þessu upp í fimm kafla eða fimm málefni svo það sé auðveldara að skilja. Það er ekki svoleiðis á bandinu en pabbi reyndi að segja skipulega frá. Ég tek sérstaklega fram að engu er breitt, allt í sömu röð og ekki orði sleppt.
Fyrsti þáttur er um Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi og alla þá valdaníðslu og virðingaleysi við föður minn og vitleysu í sambandi við það hús. Það vantar byrjunina á bandinu,
Ég veit að mamma og pabbi höfðu saman hugsað út þetta með húsið fyrir afa. Mamma hafði verið í að hjúkra föður sínum, kallaður mömmupabbi í fjölskyldunni eða afi í útvarpinu(Helgi Hjörvar), á Landakoti og gerði sér grein fyrir að það væri bara tímaspursmál með afa. Mamma sagði mér að þetta hefði verið hennar hugmynd. Hún hugsað sér að hann gæti róast af sjónum. Þetta átti að vera látlaust timburhús sem væri hægt að slá uppí hvelli. Pabbi hafði verið í að setja upp veiðikofa út um land. Ég man eftir teikningu af þessu húsi sem var í beinni arfleið af
veiðikofa sem pabbi teiknaði í Hrútafirði. Húsið varð endanlega í þeim stíl en afskræming á
hugmynd foreldra minna um tilgang þessa húss. Sönnunin er þessi kofi sem á að vera til ennþá, sömu hlutföll, sami hliðarprófill og altanið framan á. Það hefði kannski verið betra ef afi hefði getað eitt síðustu árunum þar, horfandi út á sjóinn, en þetta veit ég auðvitað ekki. Hann endaði lokaður inn á sjúkrastofu í Borgarspítalanum. En þar fékk hann líklega þá hjúkrun sem hann þurfti á að halda.
Annar þáttur skýrir sig sjálfur, ætla ekki að eyða orðum á hann. Faðir minn er orðinn það sár að hann ræður varla við sig. Hann segir á þessum fundi að hann hafi þykkt skinn, lýgur því hann viðkvæmur maður sem tók hlutina nærri sér.
Þriðji þáttur er svo þessi hryllingur með þetta dót (úr vinnustofu afa eftir að hann var látinn, mest persónulegt drasl og bréf) sem pabbi var að reyna að halda til haga. Ég hjálpaði til við að flytja þetta nokkrum sinnum. Einu sinni var þetta geymt í herbergi í prjónaverksmiðju stutt frá Kjarvalshúsi úti á Nesi. Síðan endaði þetta uppá risi í Melaskólanum ef ég man rétt. Mér skilst að Kolbrún systir hafi verið að reyna að ganga frá þessu síðustu árin og eitthvað að þessu hafi síðan endað á Kjarvalstofu á Borgarfirði eystra. Virðingarleysið við föður minn botnlaust.
Fjórði þáttur er svo um veggina í Austurstræti 12.
Eftir lát afa var þessum veggmyndum bjargað af fjölskyldunni og sendar til Englands til viðgerðar eftir erfiða baráttu, bæði við Framsóknarflokkinn og Listasafn Íslands um eignarhald á þeim. Þær lágu þar undir skemmdum í áraraðir meðan deilt var um eignaréttin.Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra gekk í það eftir fjölmiðlafjöllun að skipa Dr. Gauk Jörundsson prófessor til að skera út um hver ætti þessi verk og þetta varð eign fjölskyldunnar.
Fimmti þáttur er svo um þetta mál sem ég er að berjast fyrir, og sýnir skýlaust að faðir minn barðist opinberlega fyrir sínum rétti frá byrjun, eða hvað er opinberra en að boða til blaðamannafundar og lýsa þessu yfir. Þetta var ekki birt nein staðar. Þegar ég segi að þetta sé ein af meiri skömmum á Íslenskum blaðamönnum þá veit ég auðvitað ekki hvað ég er að tala um, líklega til önnur mál sem ég veit ekkert um
Blaðamannafundur í Naustinu haustið 1975
1.________________________________________________________________
Pabbi: Og segir si svona ja þá er ég hræddur um að málið er eyðilagt. Nei nei segir Ráðuneytisstjóri, þeir hljóta að skilja þetta vegna þetta er það einasta rétta. Jæja við förum þá og þetta er það síðasta sem ég frétti af þessu húsbyggjandamáli, nema í gegnum krókaleiðir.
Menntamálaráðherra tekur að sér málið, fer rakleitt til föður míns, og tilkynnir honum, nú ætlum við að byggja hús handa þér. Hann sagði mér þetta sjálfur, hann var mikið hissa, en ég vildi ekki, eins og oft áður ekki gera neitt veður út af þessu til þess ekki að stugga við hann.
En Húsameistari Ríkisins og viðkomandi sem var settur í að teikna tilhafði stöðugt samband við mig af því að frumhugsunin hugmyndin var mín.
Og Menntamálaráðherra fór í Seðlabankanum, sá fyrir því að Seðlabankinn greiddi allan kostnað af þessu.
Ég hef frétt af einum fundi sem var í Seðlabankanum þar sem Pétur Benediktsson var viðstaddur. Og hann fékk fréttir frá þessum skilmálum sem ég setti fyrir að þetta gæti komist í framkvæmd. Þetta átti að vera gestús (það sem pabbi á við, er virðing við föður hans eða eitthvað í þá áttina), húsið átti að klárast og svo átti segja gjörið svo vel. Menntamálaráðherra tilkynnti tilkynnir það á fundi að hann er búinn að tala við
Kjarval og (hann) er samþykkur þessu.
En ég heyrði smásögu af því þegar hann sagði það mér sjálfur. Hvernig hann hafði reagerað, ég ætla ekki að hafa það eftir, það er nóg samt af að taka. En Pétur Benediktsson, hann hvítnaði, þegar Menntamálaraðherra hann tilkynnti þetta.
Svo líður og bíður, það er hafið framkvæmdir þarna. Ég blanda mér ekki í málið, ekki öðruvísi en gegnum Húsameistara Ríkisins og arkitektinn, af því að þeir höfðu samband við mig, og vildu stöðugt heyra mitt mitt álit. En þetta varð svo mikill höll fyrir rest. Þarna voru ráðnir eftirlitsmenn á stóru kaupi og yfirleitt engu til sparað,
en málið fyrirfram orðið dautt.
Faðir minn varð áttræður og það var efnt til mikið hóf í Ráðherrabústaðin.
Og þar hélt Menntamálaráðherra mikla ræðu, þar sem hann tilkynnti fyrir alþjóð að nú væru þeir að byggja hús handa listamanninum, handa meistaranum. Það ákaflega hjartnæmt og ég veit ekki hvað.
Ég bjó þarna skammt frá, og svo einn dag sé ég heljamikla bílahersingu svarta bíla og fjöldi manna sem eru að koma þarna. Og ég auðvitað gat ekki annað en athugað það en ég vildi ekki trufla neinum.
Ég fór þá eins og oftar niður í eftirmiðdagskaffi niður í Hótel Borg, og þá eru
þeir búnir að drekka kaffi við þessa athöfn sem hafði farið fram sem ég ekki vissi um.
Og faðir minn segir, ja má ég ekki kynna þér fyrir menn sem hafa verið að afhenda lykil af húsið.
Það hafði verið smá spil milli ég eins og eðlilegt var. Þá bað húsameistara og arkitektinn mig um að teikna innréttingar í húsið þar sem þar sem var jú mitt fag, ég hafði stundað í gegnum mörg ár og sjálfstæða teiknistofu.
Og ég þekkti nú Menntamálaráðherra, en Seðlabankastjóri og ég við höfðum aldrei hist og aldrei kynnst, og það átti að presentera mig fyrir hann.
Vegna þess að það gerðist sá hlut af því að mínar teikningar voru lagðir fram á byggingarnefndarfundi, þá sagði Seðlabankastjóri, hvernig stendur á því að þú kemur með teikningar frá manni úti bæ. Það sagði arkitekt hússins, og hann var auðvitað í
stökustu vandræðum. Þetta er Sveinn Kjarval sonur Jóhannesar, og ekki nema eðlilegt, ja ég tek ekki við neinar teikningar nema því aðeins að þær eru undirskrifaðar af þig.
Arkitektinn sneri sér til mín og spurði, hvað á ég að gera Sveinn? Blessaður sagði ég, skrifaðu undir fyrir alla lifandi muni, við skulum ekki gera neitt veður útaf þessu. Það var gert. En þegar ég var kynntur fyrir Seðlabankastjóra þá sagði ég, ja mitt nafn er Sveinn Kjarval, maðurinn útí bæ sem teiknar.
Þetta er saga Kjarvalshússins á nesinu, sorgarsaga. En þið vitið nú hvernig hefur farið með þetta hús síðan. Það hefur verið brotið rúður. Það hafa verið vatnskemmdir og þetta verið til stórskammar.
Þá kemur sko þetta er bara eitt atriði um eins og faðir minn sagði einu sinni við mig þegar að verið var að byggja, að teikna fyrra húsið. Og það var verið að bollaleggja. (Við) Fórum í kaffi saman uppí Bankastræti 11. Hann segir við mig, heyrðu Sveinn minn heldurðu virkilega að þessir menn eru að gera þetta fyrir mig. Já segi ég, ég var það bláeygður þá í þá daga, það hef ég nú haldið . Nei dengsi minn þeir er að slá sjálfur sig til riddara á þessu.
Hafið þið nokkra spurningu í sambandi við þetta Kjarvalshúsið á nesinu?
Einn af blaðamönnum: Faðir þinn sá hann teikningar?
Pabbi: Aldrei, sá engar teikningar.
Einn af blaðamönnum: En eftir að búið var að afhenta?
Pabbi: Þá lét hann Sigurð Benediktsson uppboðsala hafa lykilinn til varðveislu sinn.
Einn af blaðamönnum: Kom hann þar?
Pabbi: kom þar aldrei, ekki mér vitandi.
Einn af blaðamönnum: Af hverju vildi hann ekki húsnæðið?
Pabbi: Þetta mál byrjar 1963 að mér minnir og húsið kláraðist 1966, ef ég man rétt. Það tók minnsta kosti þrjú ár, þá var pabbi orðinn ja ég myndi segja lasburða, það sem seinna orsakaði það að hann fór á spítala og komst aldrei þaðan aftur. Hann gat ekki notið það meira. Hann hafði góða aðhlynningu niður á Hótel Borg. En hafði þetta verið byggt eins og ég hafði hugsað mér og hafði lagt fyrir, þá hefði þetta gerst á einu ári eða jafnvel skemur, af því þetta hafði ekki verið svona mikið skrauthöll og hann hefði getað nota aðhlynningu frá mínu heimili, mig og mínu heimili sem var 50 metra frá þar. Það var hugsun mín
Einn af blaðamönnum: Og átti að fara rólega fram?
Pabbi: Já að fara rólega fram ekki svona brambolt. Þið hafið ekkert meira í sambandi við þessu?
2.______________________________________________________________
Það er punktur hér sem ég kalla bankabók sextíu og sjö. Þannig var að ungur maður sem var búinn að vera við akademíuna í Danmörku, danskur, danskur maður ég ætla að taka því fram, hét Jörgen Buch og hafði farið í gegnum þær deildir sem tilskilið er og tekið megnið af skólanum sem verður að gera til að teljast fullnuma við Dönsku akademíuna.
Hann hafði komið hér í ferð sameiginlega með nemendum frá akademíuna og hafði hrifist af Íslandi og þá viðkynningu sem hann hafði hér. Og hann kom aftur næsta sumar og þá málar hann og teiknar alveg geysilega mikið, mjög produkttívur ungur maður og sívinnandi, síteiknandi. Og hann heldur sýningu í Ásmundasal og þetta var hans fyrsta sjálfstæða sýning, einkasýning. Og hann heldur þetta fyrir utan Danmörku. Faðir minn kom á þessa sýningu og var hrifinn af þessu sem hann hafði gert og svona sýndi. Og fannst að það ætti einhvernvegin að viðurkenna honum, svo hann fer til safnstjóra Listasafns Ríkisins, og mælist til að safnið kaupi eina mynd á þessari sýningu, og skýrir fyrir þeim hver þessi ungi maður er og hann heldur hér fyrsta sýning sinn hér á Íslandi og honum finnst að það sé viðurkenning fyrir Íslendinga, tilfinningaríkur maður (að afi sé tilfinningaríkur).
Jú svarið verður því miður, við erum peningalausir. Þetta getum við ekki og svona, svona og svona. Jæja segir Kjarval hugsar hann þetta er ekki gott, fer niður í Landsbanka. Og þar hafði hann hjá aðalféhirði liggjandi bankabækur meðal annars einn að mér minnir 280.000 kr á einni bók. Og vegna þess að þér ekki gátu keypt mynd vegna peningaleysis, þá færði hann safninu þennan bankabók. Það var auðvitað þakkað fyrir það, þakkað kurteislega og svo ekki söguna meir. Það var ekki keypt mynd á þessu litla sýning. Svo getið þið sjálfir prjónað eins og þið viljið.
Aftur einn ignorans og tillitsleysi gagnvart honum og hans mál. Hann fylgdi ekki málið eftir eðlilega, af því það var ekki hans vani . Hm.
Einn af blaðamönnum: Er þetta árið sextíu og sjö?
Pabbi: Þetta er árið sextíu og sjö.
Einn af blaðamönnum: Og segir að það hafi verið í þessari bók?
Pabbi: 280.000 kr, og það kemur einhverstaðar fram í bókhaldi safnsins.
Einn af blaðamönnum: Hvað heldurðu að það hafi verið gert við þessa peninga?
Pabbi: Það veit ég ekki, því get ég ekki svarað .
Einn af blaðamönnum: Þú hefur aldrei spurt fyrir um það?
Pabbi: Ég hef aldrei viljað blanda mér inní þessi mál, aldrei. Það var prinsipp hjá mér að faðir minn gerði það sem honum langaði til, og ég hvorki hérna krítisseraði honum eða blandað mér í því.
Ég veit hann sagði mér frá þessu persónulega. Hann hafði sótt þennan bankabók og vegna hvers, og ég segi nákvæmlega frá því eins og það hefur gerst. En svo hvað hefur gerst eftir það veit ég ekki. En ég hefur aftur á móti, hefur ungur listamaður einu sinni snúið sín til mín af því hann hafði vita af þessu . Hvað hefur orðið af þessu? Ég segi, ég veit ekkert
Hafið þið einhverjar spurningur í sambandi við þessu frekar. (nokkur þögn).
Sko meiningin hjá mér er að segja frá þessu hluti. Ég út af fyrir sig er ekki með neina sérstaka komentara, ég hef mínar meiningar um það, en þetta er bara staðreyndir sem ég fara með. Ég fer ekki með staðreyndir Jóns Þórs Árnasonar, en mínar, ha ha.
3.________________________________________________________________
Svo næsti punktur er geymsla á dánarbú föður míns og Menntamálaráðuneytið, þegar hann dó 1972. Þá kom ég hingað heim og systir mín líka. Þetta fór fram ákaflega fallega og myndarlega, jarðaför og annað. En svo koma eftirköstin. Ég þurfti að ráðstafa hans muni og hans dót. Og þetta var talsvert mikið sem margur mundi, mundi álíta já
hve hvað mikið af því segja kalla dót. En í okkar augum var þetta vinnustofa hans þáttur í ja listasögu Íslands og menningarsögu þegar fram í sækir.
Þannig að við fórum þannig höndum um þetta að allt pakkað niður, allt var ljósmyndað fyrst, og reyndum að skrá þetta að það væri hægt að endurbyggja þetta ef vildi þegar fram sótti tímanum.
En svo þurfti ég að fá geymsluhúsnæði fyrir þessu og þá fannst mér það sjálfsagt, bara eðlilegt þar sem húsið á nesið autt. Það var kynnt stöðugt en ekkert notað til neinu. Svo ég fór til uppí Menntamálaráðuneytið til Ráðherra, þáverandi Ráðherra 1972. Spurðist fyrir hvort ekki væri sjálfsagt hlutur að ég fengi að geyma muni hans og sem sagt þetta dánarbú, þangað til að ég geti ráðstafað því öðruvísi. Ég var vísað til Ráðuneytisstjóra,
Ráðuneytisstjóra vísaði mér til Menningarfulltrúa. Menningarfulltrúi vísaði mér til hérna ein hérna safnráðsmeðlimur. Enginn vildi taka ábyrgðina á því, mér var sagt þá það væri eiginlega búin að afhenda Listasafn Ríkisins húsið til afnota.
Einn af blaðamönnum: Að það væri búið að afhenda?
Pabbi: Listasafn Ríkisins húsið til afnota um óákveðin tíma. Og þess vegna var mér vísað til eins safnráðsmeðlimur. Og þannig hljóp ég fram og til baka. Ég var orðin mikið
sár, þegar ég aftur fann sama ignoransinn, sama skeytingaleysið gagnvart þessu máli.
Fyrir rest get ég knúið í gegn að ég fékk afnot af bílskúrnum eða bátaskýlinu í húsinu, og það verður ég að sætta mig við. Lítilsháttar er eftir þar útfrá. En af þessu dóti en megnið af því er í varðveislu mínu og systur mínar útí Danmörku. (Þetta er allt í lagi við björgum okkur, er nógu kaffi, viljið þið meira kaffi). (Nokkur þögn)
Og þar kemur aftur í ljós þetta sama, hver þetta hús er byggt fyrir, hvað var meiningin með þessu? Mann verður ósjálfrátt spurn. (Nokkur þögn).
Hafið þið nokkuð um að spyrja í þessu sambandi.
Einn af blaðamönnum: Hefur ekkert verið gert í þessu máli síðan?
Pabbi: Ekkert annað en megnið af því svona sem maður getur sagt er einhver verðmæti fyrir komandi listasaga og menningu í þessum málum, það er komið til Danmerkur og er í varðveislu systur minnar og mér, lítilháttar eftir. En svona til frekari fróðleiks get ég sagt að vinnustofa hans í Sigtúni sem var ákaflega sérkennilegt að mörgu leiti. Nú veit ég ekki hvort nokkur ykkar hefur átt kost á að sjá hann á sínum tíma en ekki ég skal ekki segja það. En hann fyrirliggur ljósmyndaður í smáatriðum og þetta sá ég fyrir, þegar það var allt tekið niður.
Einn af blaðamönnum: En hvað, þegar þú varst að ganga frá Pétri til Pílatusar. Hvaða, hversvegna var ekki hægt að láta þig fá húsið?
Pabbi: Ja ég gat aldrei fest hönd á neitt realt i þeim svörum, aldrei það var bara vísað frá einu til annar, engin vildi taka ábirgð á neinu. Það var heila málið.
Ég veit ekki ef þið hafið nokkurn tíma þurft að leita til opinbera aðila út af einhverju sérstöku máli, þá vafalaust haft sama reynslu.
Habba systir: Og þegar vatnskemmdirnar urðu í húsinu vildi enginn bera ábirgð á eftirliti með húsinu.
Pabbi: Já það er eftir að ég er farinn út, þá kom það upp, það kom víst í sjónvarpið, blöðum, eitthvað að þarna hafði verið brotnar rúður.
Habba: Já það voru frostskemmdir.
Pabbi: Frostskemmdir og hitt og annað. Flætt vatn inn, og svo þegar ég leitaði til og þurfti að hafa svolítið not af þessu þá vissi enginn um það. Þegar svo húsið skemmdist og það var spurst fyrir held ég í blöðum eða sjónvarpi, ég vil ekkert fullyrða það. En þið getið vafalaust fengið upplýsingar um það. Þá var enginn sem vissi um hver átti ábirgð því heldur og átti að sjá um það.
Einn af blaðamönnum: Var þá húsið komið í vörslu Listasafnsins?
Pabbi: Já það var það. Það var notað mér skilst til einhverjar fundarhalda, eða eitthvað sem var meiningin sem það átti að notast fyrir.
Habba: Ég veit að við sáum að það hafði skemmst, hringdum og könnuðum, sko maðurinn minn og ég ef það væri einhver sem hefði tekið eftir þessu, af því að við höfðum lykil að húsinu útaf geymslunni í kjallaranum. Og þá sagði Menntamálaráðuneytið og þeir aðilar, sögðu bara það að Húsameistari hefði eða væri húsverðir hússins, eða embættið þarna. Það var eins og enginn bæri ábirgð á því að fylgjast með því hvort eitthvað skemmdist. Þetta var frostskemmd, það sprakk ofn, gólfin öll skemmdust.
Pabbi: Svo það endurtekur sig sama sagan. (Löng þögn.)
4._______________________________________________________________
Pabbi: Sko þetta var þáttur. Svo gerist þetta Austurstræti 12. það er sjötíu og tvö. Þá þurftum við líka líka að ráðstafa það einhvern veginn. En þá kom upp að það voru aðrir aðilar sem taldi sig vera eigendur að þetta þessu, og það var meðal annars lögfræðing
Listasafn Ríkisins sem tjáði mér að þeir teldu sig vera eigendur.
Ég hafði fengið hjá lögfræðing og hann leitið í lagabálkum hér og sagt það að það er skýlaust eign ukkar Systkinin, það er klár lagabókstafur fyrir því. En þá var dáldið þras um þetta.
Ég ég hérna bauð á þessum tíma á þessu fáa fáa vikur sem ég var hér hérna ég var hérna einn og hálfan mánuð, þá að ganga frá þessum hlutum. Þá hafði ég tal að lögmanni Borgarinnar og ég sagði honum þá að mér fyndist að þetta þessi veggskreytingar, þess stór listaverk sem það er, a við systkinin værum tilbúin að afhenda þetta til bæjarins. Þetta var nú arf okkar ef við ættum það, fyrir eina og hálfa millijón sem ég taldi þá mjög sanngjarnt. "Ég mundi frekar segja að þetta væri symbólsk tala. Plús það ég við mundum afhenda skjöl, ljósmyndir og margt og margt sem var í fórum föður míns. Þegar hann bjó þar, sem gjöf.
Ég heyrði aldrei neitt frá þeim. Það var aldrei talað við mig frekar um þessa hluti og ég var að fara héðan og láta þetta í hendur dóttur minnar og tengdasonur að fylgjast með þessa hluti og sjá hvað yrði. En ég fékk bréf frá frá hérna lögmanni, lögfræðing lögfræðing hérna Listasafnsins einu sinni þar sem okkur var boðið einhverju fjárhæð ef við vildum afhenda það til hans hvort hann væri skrifað fyrir hönd safnsins eða sjálfs sín
það veit ég ekki, en ég skildi ekki þetta, gjörsamlega óskiljanlegur, þar á meðal eitt vitnaleiðslu af einhverri þvottakonu í húsið væri tilbúin að vitna það þetta væri eign Listasafnsins Ríkisins. Mér minnir í því bréfi var talað um sexhundraðþúsund.
En svo hérna fær dóttur mín bréf eða upphringingu frá hérna á þessum tíma sem þetta hús er í eigu Listasafnsins þá skemmist skemmist meir og meir þarna uppá loftið og ekkert skipt um það þrátt fyrir að það var talið frá þeirra hendi að þeir áttu húsið og listaverkin uppi. Það var ekki gert neina tilraunir til þess að varðveita það frá skemmdum,
Vatnsskemmdum. Glugga láku, þak lak og svo framvegis.
Og það hefur komið margar glæsilegar hugmyndir fram í sambandi við hvað ætti að gera þarna, en það hefur aldrei orðið annað en tal um það. Þetta ætti að gera að listamiðstöð miðbæjarins, og þarna ætti að gera smá gallerí .
Einn af blaðamönnum: Var þetta skoðun prívatmanna?
Pabbi: Já skoðun prívat manna sem hefur tjáð sína hug í þessu. En það hefur aldrei verið gert neitt. Og Listasafnið skeytir ekkert um það. Og svo fengum við bréf. Svo hérna hefur Listasafn Ríkisins makaskipti með húsið í Austurstræti og frystihúsið, Ísbjörninn nei Glaumbæ, Glæsibæ, Glaumbæ nei Glaumbæ já. Og þá er það ekki Listasafnið meira ásamt listaverkin uppi sem ekki var vitað hver átti.
Habba: Það er tekið fram í bréfi Makaskiptanefndar að þessar myndir væru undanskildar makaskiptum.
Pabbi: Nå? Já frá Listasafni Ríkisins að myndirnar væru undanskildar? Sem sagt Listasafn Ríkissins taldi sig ennþá eiga það. Svo fær dóttir mín upphringingu frá hérna húsnefnd Framsóknarfélagana, þar sem er mælst til þess að hún fjarlægi þetta, að því að nú þurfti þau að nota þessa hæð, og þetta tefur fyrir að breyta og leigja þetta út og svo fram vegis. Og þá verður að gerast eitthvað í málinu.Dóttir mín leitar til Menntamálarráðherra, það var síðasti núna, þriðji í röðinni sem er í þessi mál. Hún leggur málið, hvað á að gera. Sjónvarpið kemst í þetta, það eru tekið myndir niður frá og smá þáttur í fréttum, og sem sagt þá kemur einhver gangur í málið.
Habba: Má ég aðeins leiðrétta augnablik?
Pabbi: Já.
Habba: Að ég hringdi í Listasafn Ríkissins og spurði hvort þeir ætluðu að gera eitthvað í málinu. Því ég vildi ekki fara að taka þetta niður og fá þá kanski á eftir að ég hefði ekki haft leifi til þess. Og yfirleitt, þetta voru jú verðmæti sem ég var ekki fær um að taka niður eða við, svona í einsdæmi. Og þá sagði Selma Jónsdóttir við mig í símann, að þetta mál tilheirði ekki Listasafninu lengur, og ég varð þar af leiðandi að taka af skarið og vildi láta taka þarna myndir og notaði sjónvarpið til þess. Og þá kom viðtal við mig og þessar fréttir, þetta band líkur sem sagt með því að Mentamálaráðherra hringir og tilkynnir að þetta verði ekki tekið niður að óathuguðu máli.
Pabbi: Svo verður sem a að fara fram réttargerð í þessu hver á þetta og það er gert það fór fyrst til Borgardómara og var það ekki vísað til
Habba grípur fram í: Til gerðardóms.
Pabbi: þá sú Gerðadómur hefur birst í blöðum hér sem Gaukur Jörundsson Prófessor framkvæma það kom fram þar að systkinin værum eigendur að þessa verk skýlaust og
Habba: Og nauðsynlegt að það kæmi
Pabbi: einhverju einhverju úrsskurður í þessu
Habba: þannig að eitthvað væri hægt að gera.
Pabbi: Já þannig að einhverju aðili geti gert einhverju ráðstafanir á einn eða annan veg.
Þetta er sem sagt Austurstræti 12.
Habba: Og svo kemur bréfið frá Menntamálaráðuneytinu
Pabbi: Já já það bréf hafið þið þarna .
(Samkvæmt þessu virðist faðir minn hafa lagt fram skjöl á þessum fundi máli sínu til stuðnings.)
Habba: Það er síðustu viðbrögð Menntamálaráðuneytisins í sambandi við þetta mál.
Pabbi: Já til húsbyggendasjóði Framsóknarfélaganna í Reykjavík, ljósritað álitsgerð
Dr. Gauks Jörundssonar dags. 24. sept. Síðastliðinn, les: varðandi eignarrétt á teikningum Eftir Jóhannes heitinn Kjarval á veggjum vinustofu hans í Austurstræti 12 hér í borg. Samkvæmt niðurstöðu Dr. Gauks er var af málsaðilum fenginn til að skera úr um málin til fullnaðar, eru erfingjar Kjarvals eigendur umgetina veggskreytinga. Er húsnæði þetta frá og með framan greindum degi að telja Listasafns Íslands og ráðuneytinu óviðkomandi.
Pabbi: Sem sagt maður getur sagt þarna, að list Kjarval ég myndi segja að þetta er einstakt dæmi að ein þjóð getur eignast vinnustofu eins síns stærsta listamann. En sem sagt, Menntamálaráðuneytið telur sig vera þetta óviðkomandi .
(Hvísl)
Pabbi: Já ég held ekki ég hefur gleymt neinu hérna.
(Þögn)
Pabbi: Svo hef ég hérna einn púnkt, haustið sextíu og átta.
Einn af blaðamönnum: Bíddu aðeins, hvað hefur ekkert gerst?
Pabbi: (hækkar röddina) Það hefur ekkert gerst í því, ekkert!
Habba: Og við höfum ekkert talað um þetta.
Pabbi: Sko þessi gerðadómur úrskurður hann er ekki meira en tveggja mánaða gamall.
Sko þá verðum við systkinin réttir eigendur að þessum listaverkum.
Einn af blaðamönnum: Já.
Pabbi: Og fyrir þann tíma hefur ekki verið ekkert hægt að gera fyrir okkur.
Einn af blaðamönnum: Nei nei.
Einn af blaðamönnum: (óskiljanlegt)
Pabbi: Nei nei, ekki nema við sjálfir sko.
Habba: Ekki nema þetta að við erum búin að bjóða
Pabbi: já já, það kemur seinna. Það kemur jæja ég get alveg eins skýrt frá því strax sko þá er þetta samfellt mál. Sko núna gerist þetta að við höldum þessa litla sýningu þarna uppí Brautarholti 6 á ýmsum teikningum og listaverkum eftir föður okkar. Það voru aðallega
börnin mín sem stóðu í þessu. Ég sendi nokkrar teikningar heim. Mér fannst það vera
sjálfsagt, þar sem hann hefði orðið níræður á þessu ári og þarna sýndum við hluti sem enginn hafði séð áður sem margir hefur undrað sig yfir að hann átti til sem listamaður.
Og ég hef boðið Reykjavíkurbæ til kaups. Þeir hafi forkaupsrétt og voru boðnir strax áður en sýningin opnaði, eða réttara sagt húsnefnd Kjarvalstöðum Kjarvalstaða og þeir hafa haft tíma en ég kemur aftur að því sko.
Habba: (hvíslar eitthvað).
Pabbi: En með Austurstræti 12. þar fór ég á fundur Borgarstjóra. Sagðist að mér fannst að rétti aðilinn til þess að eignast þetta væri að þetta einhvern tímann endaði á Kjarvalstöðum. Og þá spyr Borgarstjóri mér dóttir mín var viðstödd er hérna hafið þið nokkuð fjárhagslegt mat á þessu. Nei segi ég treysti mér ekki til þess og þess vegna vill ég láta óvilhallra manna meta þetta og þá getur það mat hugsanlega legið til grundvalla
Og þá alltaf mögulegt að hægt að semja um það. Og ég til þess að flýta málin og koma þessu eitthvað áleiðis. Þá sótti ég til Aðalsteins Ingólfssonar listfræðingur og Hilmar Foss
Hvort þeir vildu taka að sér að met a þetta. Hilmar Foss hefur verið fengið áður til að meta list lista listverkasöfn hjá einstaklingum þegar hefur farið kaup og sölu fram milli hálfopinbera aðila og prívat manna svo ég taldi hann vera vera fær um það. Þeir gerðu þessa matsgerð. Og hann fyrirleggur hér hjá ykkur. Ég þarf ekkert hérna lesa hana upp.
Mér fyrir mitt leyti mér brá þegar ég sá þetta en fékk rýmilega skýringar með um að það
væri farið fram eftir ákveðnum prosidúra þegar þeir voru að meta þetta og mæla það upp.
En eins og þeir sögðu, ja þetta var okkar mat eins svo hvað hvað verður ja það getur verið samkomulag og eins og ég hefur sagt líka við Borgarráðmenn hefur verið á fund hússtjórnarformaður Kjarvalstöðum (Davíð Oddsson núverandi Forsætisráðherra, 2002). Og þar lét ég það í veðri vaka að það væri hægt að semja um þetta, bærinn gæti greitt þetta til tíu ára eða eitthvað svoleiðis. Okkur systkinin,væri greitt þetta árlega.
Habba: Og þessi tala er engan veginn.
Pabbi: Og þessi tala er engan veginn endanleg tala sem þeir ættu að yfirtaka það fyrir.
En frá 15. október þangað til í fyrradag, þar sem ég nokkru sinnum hefur lagt málin fyrir þessa menn og aðeins ítrekað það, verið kurteis og elskulegur tillitssamur (hækkar röddina), hefur aldrei verið talað við mig, aldrei snúið sér til mín og spurt hvað hugsar þú, hvað getum, við verðum að tala um þetta. Það hefur verið hlaupið út undan sér og sem sagt algjör ignorans á þessum hlutum.
Ég fyrir sjálfum mér ég hefur fengið svo þykkt skinn, að ég tekur þetta ákaflega lítið nærri mér af því að ég hefur átt við þessa menn áður útaf öðrum hlutum að ég tek þetta ekki nærri mér sjálf mín vegna. Ég tekur það nærri mér föður míns vegna og það sem hvetur mig til þess að opinbera þessi mál. (löng þögn)
Þetta var sem sagt Austurstræti 12.
5._______________________________________________________________
Haustið sextíu og átta, ég er erlendis í þrjá mánuði vegna veikinda, regonvalensens, og þá í ég held er í nóvember mánuði þetta eru cirka fjórum mánuðum áður en faðir minn veikist endanlega í febrúar (afi var lagður inn 28. janúar), og er frá þeim degi ekki sjálfbjarga. Þá grípur honum fítonskraftur og hann hringir á bílstjóra og hann hringir á frænda minn sem ég ekki ætla nefna neitt nafn, hann er sjúklingur og getur ekki staðið fyrir neinum svörum. Og Alfreð Guðmundsson var kallaður líka. Þar var rúttað til á loftið inní Sigtúni. Möppur, kassar og keyrt niður á Bæjarsafn til geymslu, ég undirstrika til geymslu.
Það fyrirliggur nákvæma skrá yfir öllu munum, pökkum og möppum, ekki í smáatriðum en þessu umbúðir eru nefndar og svo framvegis. Möppur eru nefndar þannig að það er mappa með teikningum og annað í, en ekki sundurgreitt. Ég spurði Borgastjóra þá (Geir Hallgrímsson) hvort það fyrirlægi, ja hann það kom einhvern veginn þannig fram að þeir accepteriðu þetta sem gjöf einhverskonar eða það minnstakosti var látið liggja í loftinu að enginn vissi neitt endanlega. Ég spurði Borgarstjóra einu sinni hvort það fyrirliggi nokkuð skriflegt um þetta, nei hann sagðist ekki svo vera, en það væri nú litið á það svona. En þetta eru hluti, lítinn hluti sem hefur verið innrammað og gert við sem hefur verið hengt á Kjarvalstöðum. Og eru ómetanlegt ómetaleg listaverk sem er þarna, og hvað mikið það er það veit ég ekki af því þetta hefur verið hálfgert feimnismál.
Einhver blaðamaður: Sveinn fyrirgefðu, hvert var þessu ekið?
Pabbi: Þetta var ekið inná Bæjarsafnið í Borgartúni, skrásett þar og hvar hvernig það er í geymslu það veit ég ekki. En mér hefur aldrei verið boðið þangað til þess að sjá það.
Einhver blaðamaður: (óskiljanlegt).
Pabbi: Ja ég held það það er einhvert Bæjarsafn í kjallaranum ef mér minnir.
Habba: (óskiljanlegt)
Og þá endar bandið.
Þetta er afskrif af blaðamannafundi sem var haldinn í Naustinu haustið 1975 af föður mínum Sveini Kjarval syni Jóhannesar Kjarval listmálara, ég er sonur Sveins. Flestir fjölmiðlar þá voru mættir.
Ég hef reynt að gera þetta eftir bestu getu, en sendi spólu til Blaðamannfélags Íslands og Kjarvalsstaða. Blaðamenn getað þá nálgast hana þar ef þeir vilja. Munið að þarna er pabbi brotinn maður og finnst að Ísland hafi farið hundslega með sig.
Hann er í rauninni búinn að gefast upp en talar samt digurbarkalega. Ég segi annars staðar að þetta hafi allt verið dauðatök drukknandi manns.
Faðir minn var góðmenni og vildi öllum vel, hugsjónarmaður og vann alla ævi eins og kraftar leifðu.
Á þessu fundi talar pabbi mest. Systir mín Hrafnhildur Tove Kjarval Lökken segir nokkur orð og svo spyrja fleiri blaðamenn spurninga, en ég get ekki greint þá í sundur.
Einhvern tímann seinna er þessi spóla notuð til að taka upp barnahjal Ásu, yngstu dóttur Höbbu. Þess vegna vantar byrjunina.
Það eru til blaðaviðtöl og útvarpsviðtöl við pabba frá þessum tíma. Þau eru afskræmd af ritskoðun, í sumum þeirra kemur fram reiði föður míns en engin skýring, eiginlega merkilegt fyrirbrigði, það er næstum því eins og þessir blaðamenn hafi verið að reyna segja eitthvað án þess að segja neitt. Sá sem les þessi viðtöl og veit ekki hvað er að baki, fer frá með þann skilning að það sé eitthvað að föður mínum. Hvort það var gert viljandi eða ekki, veit ég ekki.
Ég man eftir viðtali sem faðir minn átti við Helga Péturs, þá blaðamann á Dagblaðinu. Pabbi var í símanum í marga tíma og sagði honum allt. Daginn eftir var smáhlutur í blaðinu, öllu sleppt sem skipti máli.
Ég skipti þessu upp í fimm kafla eða fimm málefni svo það sé auðveldara að skilja. Það er ekki svoleiðis á bandinu en pabbi reyndi að segja skipulega frá. Ég tek sérstaklega fram að engu er breitt, allt í sömu röð og ekki orði sleppt.
Fyrsti þáttur er um Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi og alla þá valdaníðslu og virðingaleysi við föður minn og vitleysu í sambandi við það hús. Það vantar byrjunina á bandinu,
Ég veit að mamma og pabbi höfðu saman hugsað út þetta með húsið fyrir afa. Mamma hafði verið í að hjúkra föður sínum, kallaður mömmupabbi í fjölskyldunni eða afi í útvarpinu(Helgi Hjörvar), á Landakoti og gerði sér grein fyrir að það væri bara tímaspursmál með afa. Mamma sagði mér að þetta hefði verið hennar hugmynd. Hún hugsað sér að hann gæti róast af sjónum. Þetta átti að vera látlaust timburhús sem væri hægt að slá uppí hvelli. Pabbi hafði verið í að setja upp veiðikofa út um land. Ég man eftir teikningu af þessu húsi sem var í beinni arfleið af
veiðikofa sem pabbi teiknaði í Hrútafirði. Húsið varð endanlega í þeim stíl en afskræming á
hugmynd foreldra minna um tilgang þessa húss. Sönnunin er þessi kofi sem á að vera til ennþá, sömu hlutföll, sami hliðarprófill og altanið framan á. Það hefði kannski verið betra ef afi hefði getað eitt síðustu árunum þar, horfandi út á sjóinn, en þetta veit ég auðvitað ekki. Hann endaði lokaður inn á sjúkrastofu í Borgarspítalanum. En þar fékk hann líklega þá hjúkrun sem hann þurfti á að halda.
Annar þáttur skýrir sig sjálfur, ætla ekki að eyða orðum á hann. Faðir minn er orðinn það sár að hann ræður varla við sig. Hann segir á þessum fundi að hann hafi þykkt skinn, lýgur því hann viðkvæmur maður sem tók hlutina nærri sér.
Þriðji þáttur er svo þessi hryllingur með þetta dót (úr vinnustofu afa eftir að hann var látinn, mest persónulegt drasl og bréf) sem pabbi var að reyna að halda til haga. Ég hjálpaði til við að flytja þetta nokkrum sinnum. Einu sinni var þetta geymt í herbergi í prjónaverksmiðju stutt frá Kjarvalshúsi úti á Nesi. Síðan endaði þetta uppá risi í Melaskólanum ef ég man rétt. Mér skilst að Kolbrún systir hafi verið að reyna að ganga frá þessu síðustu árin og eitthvað að þessu hafi síðan endað á Kjarvalstofu á Borgarfirði eystra. Virðingarleysið við föður minn botnlaust.
Fjórði þáttur er svo um veggina í Austurstræti 12.
Eftir lát afa var þessum veggmyndum bjargað af fjölskyldunni og sendar til Englands til viðgerðar eftir erfiða baráttu, bæði við Framsóknarflokkinn og Listasafn Íslands um eignarhald á þeim. Þær lágu þar undir skemmdum í áraraðir meðan deilt var um eignaréttin.Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra gekk í það eftir fjölmiðlafjöllun að skipa Dr. Gauk Jörundsson prófessor til að skera út um hver ætti þessi verk og þetta varð eign fjölskyldunnar.
Fimmti þáttur er svo um þetta mál sem ég er að berjast fyrir, og sýnir skýlaust að faðir minn barðist opinberlega fyrir sínum rétti frá byrjun, eða hvað er opinberra en að boða til blaðamannafundar og lýsa þessu yfir. Þetta var ekki birt nein staðar. Þegar ég segi að þetta sé ein af meiri skömmum á Íslenskum blaðamönnum þá veit ég auðvitað ekki hvað ég er að tala um, líklega til önnur mál sem ég veit ekkert um
Blaðamannafundur í Naustinu haustið 1975
1.________________________________________________________________
Pabbi: Og segir si svona ja þá er ég hræddur um að málið er eyðilagt. Nei nei segir Ráðuneytisstjóri, þeir hljóta að skilja þetta vegna þetta er það einasta rétta. Jæja við förum þá og þetta er það síðasta sem ég frétti af þessu húsbyggjandamáli, nema í gegnum krókaleiðir.
Menntamálaráðherra tekur að sér málið, fer rakleitt til föður míns, og tilkynnir honum, nú ætlum við að byggja hús handa þér. Hann sagði mér þetta sjálfur, hann var mikið hissa, en ég vildi ekki, eins og oft áður ekki gera neitt veður út af þessu til þess ekki að stugga við hann.
En Húsameistari Ríkisins og viðkomandi sem var settur í að teikna tilhafði stöðugt samband við mig af því að frumhugsunin hugmyndin var mín.
Og Menntamálaráðherra fór í Seðlabankanum, sá fyrir því að Seðlabankinn greiddi allan kostnað af þessu.
Ég hef frétt af einum fundi sem var í Seðlabankanum þar sem Pétur Benediktsson var viðstaddur. Og hann fékk fréttir frá þessum skilmálum sem ég setti fyrir að þetta gæti komist í framkvæmd. Þetta átti að vera gestús (það sem pabbi á við, er virðing við föður hans eða eitthvað í þá áttina), húsið átti að klárast og svo átti segja gjörið svo vel. Menntamálaráðherra tilkynnti tilkynnir það á fundi að hann er búinn að tala við
Kjarval og (hann) er samþykkur þessu.
En ég heyrði smásögu af því þegar hann sagði það mér sjálfur. Hvernig hann hafði reagerað, ég ætla ekki að hafa það eftir, það er nóg samt af að taka. En Pétur Benediktsson, hann hvítnaði, þegar Menntamálaraðherra hann tilkynnti þetta.
Svo líður og bíður, það er hafið framkvæmdir þarna. Ég blanda mér ekki í málið, ekki öðruvísi en gegnum Húsameistara Ríkisins og arkitektinn, af því að þeir höfðu samband við mig, og vildu stöðugt heyra mitt mitt álit. En þetta varð svo mikill höll fyrir rest. Þarna voru ráðnir eftirlitsmenn á stóru kaupi og yfirleitt engu til sparað,
en málið fyrirfram orðið dautt.
Faðir minn varð áttræður og það var efnt til mikið hóf í Ráðherrabústaðin.
Og þar hélt Menntamálaráðherra mikla ræðu, þar sem hann tilkynnti fyrir alþjóð að nú væru þeir að byggja hús handa listamanninum, handa meistaranum. Það ákaflega hjartnæmt og ég veit ekki hvað.
Ég bjó þarna skammt frá, og svo einn dag sé ég heljamikla bílahersingu svarta bíla og fjöldi manna sem eru að koma þarna. Og ég auðvitað gat ekki annað en athugað það en ég vildi ekki trufla neinum.
Ég fór þá eins og oftar niður í eftirmiðdagskaffi niður í Hótel Borg, og þá eru
þeir búnir að drekka kaffi við þessa athöfn sem hafði farið fram sem ég ekki vissi um.
Og faðir minn segir, ja má ég ekki kynna þér fyrir menn sem hafa verið að afhenda lykil af húsið.
Það hafði verið smá spil milli ég eins og eðlilegt var. Þá bað húsameistara og arkitektinn mig um að teikna innréttingar í húsið þar sem þar sem var jú mitt fag, ég hafði stundað í gegnum mörg ár og sjálfstæða teiknistofu.
Og ég þekkti nú Menntamálaráðherra, en Seðlabankastjóri og ég við höfðum aldrei hist og aldrei kynnst, og það átti að presentera mig fyrir hann.
Vegna þess að það gerðist sá hlut af því að mínar teikningar voru lagðir fram á byggingarnefndarfundi, þá sagði Seðlabankastjóri, hvernig stendur á því að þú kemur með teikningar frá manni úti bæ. Það sagði arkitekt hússins, og hann var auðvitað í
stökustu vandræðum. Þetta er Sveinn Kjarval sonur Jóhannesar, og ekki nema eðlilegt, ja ég tek ekki við neinar teikningar nema því aðeins að þær eru undirskrifaðar af þig.
Arkitektinn sneri sér til mín og spurði, hvað á ég að gera Sveinn? Blessaður sagði ég, skrifaðu undir fyrir alla lifandi muni, við skulum ekki gera neitt veður útaf þessu. Það var gert. En þegar ég var kynntur fyrir Seðlabankastjóra þá sagði ég, ja mitt nafn er Sveinn Kjarval, maðurinn útí bæ sem teiknar.
Þetta er saga Kjarvalshússins á nesinu, sorgarsaga. En þið vitið nú hvernig hefur farið með þetta hús síðan. Það hefur verið brotið rúður. Það hafa verið vatnskemmdir og þetta verið til stórskammar.
Þá kemur sko þetta er bara eitt atriði um eins og faðir minn sagði einu sinni við mig þegar að verið var að byggja, að teikna fyrra húsið. Og það var verið að bollaleggja. (Við) Fórum í kaffi saman uppí Bankastræti 11. Hann segir við mig, heyrðu Sveinn minn heldurðu virkilega að þessir menn eru að gera þetta fyrir mig. Já segi ég, ég var það bláeygður þá í þá daga, það hef ég nú haldið . Nei dengsi minn þeir er að slá sjálfur sig til riddara á þessu.
Hafið þið nokkra spurningu í sambandi við þetta Kjarvalshúsið á nesinu?
Einn af blaðamönnum: Faðir þinn sá hann teikningar?
Pabbi: Aldrei, sá engar teikningar.
Einn af blaðamönnum: En eftir að búið var að afhenta?
Pabbi: Þá lét hann Sigurð Benediktsson uppboðsala hafa lykilinn til varðveislu sinn.
Einn af blaðamönnum: Kom hann þar?
Pabbi: kom þar aldrei, ekki mér vitandi.
Einn af blaðamönnum: Af hverju vildi hann ekki húsnæðið?
Pabbi: Þetta mál byrjar 1963 að mér minnir og húsið kláraðist 1966, ef ég man rétt. Það tók minnsta kosti þrjú ár, þá var pabbi orðinn ja ég myndi segja lasburða, það sem seinna orsakaði það að hann fór á spítala og komst aldrei þaðan aftur. Hann gat ekki notið það meira. Hann hafði góða aðhlynningu niður á Hótel Borg. En hafði þetta verið byggt eins og ég hafði hugsað mér og hafði lagt fyrir, þá hefði þetta gerst á einu ári eða jafnvel skemur, af því þetta hafði ekki verið svona mikið skrauthöll og hann hefði getað nota aðhlynningu frá mínu heimili, mig og mínu heimili sem var 50 metra frá þar. Það var hugsun mín
Einn af blaðamönnum: Og átti að fara rólega fram?
Pabbi: Já að fara rólega fram ekki svona brambolt. Þið hafið ekkert meira í sambandi við þessu?
2.______________________________________________________________
Það er punktur hér sem ég kalla bankabók sextíu og sjö. Þannig var að ungur maður sem var búinn að vera við akademíuna í Danmörku, danskur, danskur maður ég ætla að taka því fram, hét Jörgen Buch og hafði farið í gegnum þær deildir sem tilskilið er og tekið megnið af skólanum sem verður að gera til að teljast fullnuma við Dönsku akademíuna.
Hann hafði komið hér í ferð sameiginlega með nemendum frá akademíuna og hafði hrifist af Íslandi og þá viðkynningu sem hann hafði hér. Og hann kom aftur næsta sumar og þá málar hann og teiknar alveg geysilega mikið, mjög produkttívur ungur maður og sívinnandi, síteiknandi. Og hann heldur sýningu í Ásmundasal og þetta var hans fyrsta sjálfstæða sýning, einkasýning. Og hann heldur þetta fyrir utan Danmörku. Faðir minn kom á þessa sýningu og var hrifinn af þessu sem hann hafði gert og svona sýndi. Og fannst að það ætti einhvernvegin að viðurkenna honum, svo hann fer til safnstjóra Listasafns Ríkisins, og mælist til að safnið kaupi eina mynd á þessari sýningu, og skýrir fyrir þeim hver þessi ungi maður er og hann heldur hér fyrsta sýning sinn hér á Íslandi og honum finnst að það sé viðurkenning fyrir Íslendinga, tilfinningaríkur maður (að afi sé tilfinningaríkur).
Jú svarið verður því miður, við erum peningalausir. Þetta getum við ekki og svona, svona og svona. Jæja segir Kjarval hugsar hann þetta er ekki gott, fer niður í Landsbanka. Og þar hafði hann hjá aðalféhirði liggjandi bankabækur meðal annars einn að mér minnir 280.000 kr á einni bók. Og vegna þess að þér ekki gátu keypt mynd vegna peningaleysis, þá færði hann safninu þennan bankabók. Það var auðvitað þakkað fyrir það, þakkað kurteislega og svo ekki söguna meir. Það var ekki keypt mynd á þessu litla sýning. Svo getið þið sjálfir prjónað eins og þið viljið.
Aftur einn ignorans og tillitsleysi gagnvart honum og hans mál. Hann fylgdi ekki málið eftir eðlilega, af því það var ekki hans vani . Hm.
Einn af blaðamönnum: Er þetta árið sextíu og sjö?
Pabbi: Þetta er árið sextíu og sjö.
Einn af blaðamönnum: Og segir að það hafi verið í þessari bók?
Pabbi: 280.000 kr, og það kemur einhverstaðar fram í bókhaldi safnsins.
Einn af blaðamönnum: Hvað heldurðu að það hafi verið gert við þessa peninga?
Pabbi: Það veit ég ekki, því get ég ekki svarað .
Einn af blaðamönnum: Þú hefur aldrei spurt fyrir um það?
Pabbi: Ég hef aldrei viljað blanda mér inní þessi mál, aldrei. Það var prinsipp hjá mér að faðir minn gerði það sem honum langaði til, og ég hvorki hérna krítisseraði honum eða blandað mér í því.
Ég veit hann sagði mér frá þessu persónulega. Hann hafði sótt þennan bankabók og vegna hvers, og ég segi nákvæmlega frá því eins og það hefur gerst. En svo hvað hefur gerst eftir það veit ég ekki. En ég hefur aftur á móti, hefur ungur listamaður einu sinni snúið sín til mín af því hann hafði vita af þessu . Hvað hefur orðið af þessu? Ég segi, ég veit ekkert
Hafið þið einhverjar spurningur í sambandi við þessu frekar. (nokkur þögn).
Sko meiningin hjá mér er að segja frá þessu hluti. Ég út af fyrir sig er ekki með neina sérstaka komentara, ég hef mínar meiningar um það, en þetta er bara staðreyndir sem ég fara með. Ég fer ekki með staðreyndir Jóns Þórs Árnasonar, en mínar, ha ha.
3.________________________________________________________________
Svo næsti punktur er geymsla á dánarbú föður míns og Menntamálaráðuneytið, þegar hann dó 1972. Þá kom ég hingað heim og systir mín líka. Þetta fór fram ákaflega fallega og myndarlega, jarðaför og annað. En svo koma eftirköstin. Ég þurfti að ráðstafa hans muni og hans dót. Og þetta var talsvert mikið sem margur mundi, mundi álíta já
hve hvað mikið af því segja kalla dót. En í okkar augum var þetta vinnustofa hans þáttur í ja listasögu Íslands og menningarsögu þegar fram í sækir.
Þannig að við fórum þannig höndum um þetta að allt pakkað niður, allt var ljósmyndað fyrst, og reyndum að skrá þetta að það væri hægt að endurbyggja þetta ef vildi þegar fram sótti tímanum.
En svo þurfti ég að fá geymsluhúsnæði fyrir þessu og þá fannst mér það sjálfsagt, bara eðlilegt þar sem húsið á nesið autt. Það var kynnt stöðugt en ekkert notað til neinu. Svo ég fór til uppí Menntamálaráðuneytið til Ráðherra, þáverandi Ráðherra 1972. Spurðist fyrir hvort ekki væri sjálfsagt hlutur að ég fengi að geyma muni hans og sem sagt þetta dánarbú, þangað til að ég geti ráðstafað því öðruvísi. Ég var vísað til Ráðuneytisstjóra,
Ráðuneytisstjóra vísaði mér til Menningarfulltrúa. Menningarfulltrúi vísaði mér til hérna ein hérna safnráðsmeðlimur. Enginn vildi taka ábyrgðina á því, mér var sagt þá það væri eiginlega búin að afhenda Listasafn Ríkisins húsið til afnota.
Einn af blaðamönnum: Að það væri búið að afhenda?
Pabbi: Listasafn Ríkisins húsið til afnota um óákveðin tíma. Og þess vegna var mér vísað til eins safnráðsmeðlimur. Og þannig hljóp ég fram og til baka. Ég var orðin mikið
sár, þegar ég aftur fann sama ignoransinn, sama skeytingaleysið gagnvart þessu máli.
Fyrir rest get ég knúið í gegn að ég fékk afnot af bílskúrnum eða bátaskýlinu í húsinu, og það verður ég að sætta mig við. Lítilsháttar er eftir þar útfrá. En af þessu dóti en megnið af því er í varðveislu mínu og systur mínar útí Danmörku. (Þetta er allt í lagi við björgum okkur, er nógu kaffi, viljið þið meira kaffi). (Nokkur þögn)
Og þar kemur aftur í ljós þetta sama, hver þetta hús er byggt fyrir, hvað var meiningin með þessu? Mann verður ósjálfrátt spurn. (Nokkur þögn).
Hafið þið nokkuð um að spyrja í þessu sambandi.
Einn af blaðamönnum: Hefur ekkert verið gert í þessu máli síðan?
Pabbi: Ekkert annað en megnið af því svona sem maður getur sagt er einhver verðmæti fyrir komandi listasaga og menningu í þessum málum, það er komið til Danmerkur og er í varðveislu systur minnar og mér, lítilháttar eftir. En svona til frekari fróðleiks get ég sagt að vinnustofa hans í Sigtúni sem var ákaflega sérkennilegt að mörgu leiti. Nú veit ég ekki hvort nokkur ykkar hefur átt kost á að sjá hann á sínum tíma en ekki ég skal ekki segja það. En hann fyrirliggur ljósmyndaður í smáatriðum og þetta sá ég fyrir, þegar það var allt tekið niður.
Einn af blaðamönnum: En hvað, þegar þú varst að ganga frá Pétri til Pílatusar. Hvaða, hversvegna var ekki hægt að láta þig fá húsið?
Pabbi: Ja ég gat aldrei fest hönd á neitt realt i þeim svörum, aldrei það var bara vísað frá einu til annar, engin vildi taka ábirgð á neinu. Það var heila málið.
Ég veit ekki ef þið hafið nokkurn tíma þurft að leita til opinbera aðila út af einhverju sérstöku máli, þá vafalaust haft sama reynslu.
Habba systir: Og þegar vatnskemmdirnar urðu í húsinu vildi enginn bera ábirgð á eftirliti með húsinu.
Pabbi: Já það er eftir að ég er farinn út, þá kom það upp, það kom víst í sjónvarpið, blöðum, eitthvað að þarna hafði verið brotnar rúður.
Habba: Já það voru frostskemmdir.
Pabbi: Frostskemmdir og hitt og annað. Flætt vatn inn, og svo þegar ég leitaði til og þurfti að hafa svolítið not af þessu þá vissi enginn um það. Þegar svo húsið skemmdist og það var spurst fyrir held ég í blöðum eða sjónvarpi, ég vil ekkert fullyrða það. En þið getið vafalaust fengið upplýsingar um það. Þá var enginn sem vissi um hver átti ábirgð því heldur og átti að sjá um það.
Einn af blaðamönnum: Var þá húsið komið í vörslu Listasafnsins?
Pabbi: Já það var það. Það var notað mér skilst til einhverjar fundarhalda, eða eitthvað sem var meiningin sem það átti að notast fyrir.
Habba: Ég veit að við sáum að það hafði skemmst, hringdum og könnuðum, sko maðurinn minn og ég ef það væri einhver sem hefði tekið eftir þessu, af því að við höfðum lykil að húsinu útaf geymslunni í kjallaranum. Og þá sagði Menntamálaráðuneytið og þeir aðilar, sögðu bara það að Húsameistari hefði eða væri húsverðir hússins, eða embættið þarna. Það var eins og enginn bæri ábirgð á því að fylgjast með því hvort eitthvað skemmdist. Þetta var frostskemmd, það sprakk ofn, gólfin öll skemmdust.
Pabbi: Svo það endurtekur sig sama sagan. (Löng þögn.)
4._______________________________________________________________
Pabbi: Sko þetta var þáttur. Svo gerist þetta Austurstræti 12. það er sjötíu og tvö. Þá þurftum við líka líka að ráðstafa það einhvern veginn. En þá kom upp að það voru aðrir aðilar sem taldi sig vera eigendur að þetta þessu, og það var meðal annars lögfræðing
Listasafn Ríkisins sem tjáði mér að þeir teldu sig vera eigendur.
Ég hafði fengið hjá lögfræðing og hann leitið í lagabálkum hér og sagt það að það er skýlaust eign ukkar Systkinin, það er klár lagabókstafur fyrir því. En þá var dáldið þras um þetta.
Ég ég hérna bauð á þessum tíma á þessu fáa fáa vikur sem ég var hér hérna ég var hérna einn og hálfan mánuð, þá að ganga frá þessum hlutum. Þá hafði ég tal að lögmanni Borgarinnar og ég sagði honum þá að mér fyndist að þetta þessi veggskreytingar, þess stór listaverk sem það er, a við systkinin værum tilbúin að afhenda þetta til bæjarins. Þetta var nú arf okkar ef við ættum það, fyrir eina og hálfa millijón sem ég taldi þá mjög sanngjarnt. "Ég mundi frekar segja að þetta væri symbólsk tala. Plús það ég við mundum afhenda skjöl, ljósmyndir og margt og margt sem var í fórum föður míns. Þegar hann bjó þar, sem gjöf.
Ég heyrði aldrei neitt frá þeim. Það var aldrei talað við mig frekar um þessa hluti og ég var að fara héðan og láta þetta í hendur dóttur minnar og tengdasonur að fylgjast með þessa hluti og sjá hvað yrði. En ég fékk bréf frá frá hérna lögmanni, lögfræðing lögfræðing hérna Listasafnsins einu sinni þar sem okkur var boðið einhverju fjárhæð ef við vildum afhenda það til hans hvort hann væri skrifað fyrir hönd safnsins eða sjálfs sín
það veit ég ekki, en ég skildi ekki þetta, gjörsamlega óskiljanlegur, þar á meðal eitt vitnaleiðslu af einhverri þvottakonu í húsið væri tilbúin að vitna það þetta væri eign Listasafnsins Ríkisins. Mér minnir í því bréfi var talað um sexhundraðþúsund.
En svo hérna fær dóttur mín bréf eða upphringingu frá hérna á þessum tíma sem þetta hús er í eigu Listasafnsins þá skemmist skemmist meir og meir þarna uppá loftið og ekkert skipt um það þrátt fyrir að það var talið frá þeirra hendi að þeir áttu húsið og listaverkin uppi. Það var ekki gert neina tilraunir til þess að varðveita það frá skemmdum,
Vatnsskemmdum. Glugga láku, þak lak og svo framvegis.
Og það hefur komið margar glæsilegar hugmyndir fram í sambandi við hvað ætti að gera þarna, en það hefur aldrei orðið annað en tal um það. Þetta ætti að gera að listamiðstöð miðbæjarins, og þarna ætti að gera smá gallerí .
Einn af blaðamönnum: Var þetta skoðun prívatmanna?
Pabbi: Já skoðun prívat manna sem hefur tjáð sína hug í þessu. En það hefur aldrei verið gert neitt. Og Listasafnið skeytir ekkert um það. Og svo fengum við bréf. Svo hérna hefur Listasafn Ríkisins makaskipti með húsið í Austurstræti og frystihúsið, Ísbjörninn nei Glaumbæ, Glæsibæ, Glaumbæ nei Glaumbæ já. Og þá er það ekki Listasafnið meira ásamt listaverkin uppi sem ekki var vitað hver átti.
Habba: Það er tekið fram í bréfi Makaskiptanefndar að þessar myndir væru undanskildar makaskiptum.
Pabbi: Nå? Já frá Listasafni Ríkisins að myndirnar væru undanskildar? Sem sagt Listasafn Ríkissins taldi sig ennþá eiga það. Svo fær dóttir mín upphringingu frá hérna húsnefnd Framsóknarfélagana, þar sem er mælst til þess að hún fjarlægi þetta, að því að nú þurfti þau að nota þessa hæð, og þetta tefur fyrir að breyta og leigja þetta út og svo fram vegis. Og þá verður að gerast eitthvað í málinu.Dóttir mín leitar til Menntamálarráðherra, það var síðasti núna, þriðji í röðinni sem er í þessi mál. Hún leggur málið, hvað á að gera. Sjónvarpið kemst í þetta, það eru tekið myndir niður frá og smá þáttur í fréttum, og sem sagt þá kemur einhver gangur í málið.
Habba: Má ég aðeins leiðrétta augnablik?
Pabbi: Já.
Habba: Að ég hringdi í Listasafn Ríkissins og spurði hvort þeir ætluðu að gera eitthvað í málinu. Því ég vildi ekki fara að taka þetta niður og fá þá kanski á eftir að ég hefði ekki haft leifi til þess. Og yfirleitt, þetta voru jú verðmæti sem ég var ekki fær um að taka niður eða við, svona í einsdæmi. Og þá sagði Selma Jónsdóttir við mig í símann, að þetta mál tilheirði ekki Listasafninu lengur, og ég varð þar af leiðandi að taka af skarið og vildi láta taka þarna myndir og notaði sjónvarpið til þess. Og þá kom viðtal við mig og þessar fréttir, þetta band líkur sem sagt með því að Mentamálaráðherra hringir og tilkynnir að þetta verði ekki tekið niður að óathuguðu máli.
Pabbi: Svo verður sem a að fara fram réttargerð í þessu hver á þetta og það er gert það fór fyrst til Borgardómara og var það ekki vísað til
Habba grípur fram í: Til gerðardóms.
Pabbi: þá sú Gerðadómur hefur birst í blöðum hér sem Gaukur Jörundsson Prófessor framkvæma það kom fram þar að systkinin værum eigendur að þessa verk skýlaust og
Habba: Og nauðsynlegt að það kæmi
Pabbi: einhverju einhverju úrsskurður í þessu
Habba: þannig að eitthvað væri hægt að gera.
Pabbi: Já þannig að einhverju aðili geti gert einhverju ráðstafanir á einn eða annan veg.
Þetta er sem sagt Austurstræti 12.
Habba: Og svo kemur bréfið frá Menntamálaráðuneytinu
Pabbi: Já já það bréf hafið þið þarna .
(Samkvæmt þessu virðist faðir minn hafa lagt fram skjöl á þessum fundi máli sínu til stuðnings.)
Habba: Það er síðustu viðbrögð Menntamálaráðuneytisins í sambandi við þetta mál.
Pabbi: Já til húsbyggendasjóði Framsóknarfélaganna í Reykjavík, ljósritað álitsgerð
Dr. Gauks Jörundssonar dags. 24. sept. Síðastliðinn, les: varðandi eignarrétt á teikningum Eftir Jóhannes heitinn Kjarval á veggjum vinustofu hans í Austurstræti 12 hér í borg. Samkvæmt niðurstöðu Dr. Gauks er var af málsaðilum fenginn til að skera úr um málin til fullnaðar, eru erfingjar Kjarvals eigendur umgetina veggskreytinga. Er húsnæði þetta frá og með framan greindum degi að telja Listasafns Íslands og ráðuneytinu óviðkomandi.
Pabbi: Sem sagt maður getur sagt þarna, að list Kjarval ég myndi segja að þetta er einstakt dæmi að ein þjóð getur eignast vinnustofu eins síns stærsta listamann. En sem sagt, Menntamálaráðuneytið telur sig vera þetta óviðkomandi .
(Hvísl)
Pabbi: Já ég held ekki ég hefur gleymt neinu hérna.
(Þögn)
Pabbi: Svo hef ég hérna einn púnkt, haustið sextíu og átta.
Einn af blaðamönnum: Bíddu aðeins, hvað hefur ekkert gerst?
Pabbi: (hækkar röddina) Það hefur ekkert gerst í því, ekkert!
Habba: Og við höfum ekkert talað um þetta.
Pabbi: Sko þessi gerðadómur úrskurður hann er ekki meira en tveggja mánaða gamall.
Sko þá verðum við systkinin réttir eigendur að þessum listaverkum.
Einn af blaðamönnum: Já.
Pabbi: Og fyrir þann tíma hefur ekki verið ekkert hægt að gera fyrir okkur.
Einn af blaðamönnum: Nei nei.
Einn af blaðamönnum: (óskiljanlegt)
Pabbi: Nei nei, ekki nema við sjálfir sko.
Habba: Ekki nema þetta að við erum búin að bjóða
Pabbi: já já, það kemur seinna. Það kemur jæja ég get alveg eins skýrt frá því strax sko þá er þetta samfellt mál. Sko núna gerist þetta að við höldum þessa litla sýningu þarna uppí Brautarholti 6 á ýmsum teikningum og listaverkum eftir föður okkar. Það voru aðallega
börnin mín sem stóðu í þessu. Ég sendi nokkrar teikningar heim. Mér fannst það vera
sjálfsagt, þar sem hann hefði orðið níræður á þessu ári og þarna sýndum við hluti sem enginn hafði séð áður sem margir hefur undrað sig yfir að hann átti til sem listamaður.
Og ég hef boðið Reykjavíkurbæ til kaups. Þeir hafi forkaupsrétt og voru boðnir strax áður en sýningin opnaði, eða réttara sagt húsnefnd Kjarvalstöðum Kjarvalstaða og þeir hafa haft tíma en ég kemur aftur að því sko.
Habba: (hvíslar eitthvað).
Pabbi: En með Austurstræti 12. þar fór ég á fundur Borgarstjóra. Sagðist að mér fannst að rétti aðilinn til þess að eignast þetta væri að þetta einhvern tímann endaði á Kjarvalstöðum. Og þá spyr Borgarstjóri mér dóttir mín var viðstödd er hérna hafið þið nokkuð fjárhagslegt mat á þessu. Nei segi ég treysti mér ekki til þess og þess vegna vill ég láta óvilhallra manna meta þetta og þá getur það mat hugsanlega legið til grundvalla
Og þá alltaf mögulegt að hægt að semja um það. Og ég til þess að flýta málin og koma þessu eitthvað áleiðis. Þá sótti ég til Aðalsteins Ingólfssonar listfræðingur og Hilmar Foss
Hvort þeir vildu taka að sér að met a þetta. Hilmar Foss hefur verið fengið áður til að meta list lista listverkasöfn hjá einstaklingum þegar hefur farið kaup og sölu fram milli hálfopinbera aðila og prívat manna svo ég taldi hann vera vera fær um það. Þeir gerðu þessa matsgerð. Og hann fyrirleggur hér hjá ykkur. Ég þarf ekkert hérna lesa hana upp.
Mér fyrir mitt leyti mér brá þegar ég sá þetta en fékk rýmilega skýringar með um að það
væri farið fram eftir ákveðnum prosidúra þegar þeir voru að meta þetta og mæla það upp.
En eins og þeir sögðu, ja þetta var okkar mat eins svo hvað hvað verður ja það getur verið samkomulag og eins og ég hefur sagt líka við Borgarráðmenn hefur verið á fund hússtjórnarformaður Kjarvalstöðum (Davíð Oddsson núverandi Forsætisráðherra, 2002). Og þar lét ég það í veðri vaka að það væri hægt að semja um þetta, bærinn gæti greitt þetta til tíu ára eða eitthvað svoleiðis. Okkur systkinin,væri greitt þetta árlega.
Habba: Og þessi tala er engan veginn.
Pabbi: Og þessi tala er engan veginn endanleg tala sem þeir ættu að yfirtaka það fyrir.
En frá 15. október þangað til í fyrradag, þar sem ég nokkru sinnum hefur lagt málin fyrir þessa menn og aðeins ítrekað það, verið kurteis og elskulegur tillitssamur (hækkar röddina), hefur aldrei verið talað við mig, aldrei snúið sér til mín og spurt hvað hugsar þú, hvað getum, við verðum að tala um þetta. Það hefur verið hlaupið út undan sér og sem sagt algjör ignorans á þessum hlutum.
Ég fyrir sjálfum mér ég hefur fengið svo þykkt skinn, að ég tekur þetta ákaflega lítið nærri mér af því að ég hefur átt við þessa menn áður útaf öðrum hlutum að ég tek þetta ekki nærri mér sjálf mín vegna. Ég tekur það nærri mér föður míns vegna og það sem hvetur mig til þess að opinbera þessi mál. (löng þögn)
Þetta var sem sagt Austurstræti 12.
5._______________________________________________________________
Haustið sextíu og átta, ég er erlendis í þrjá mánuði vegna veikinda, regonvalensens, og þá í ég held er í nóvember mánuði þetta eru cirka fjórum mánuðum áður en faðir minn veikist endanlega í febrúar (afi var lagður inn 28. janúar), og er frá þeim degi ekki sjálfbjarga. Þá grípur honum fítonskraftur og hann hringir á bílstjóra og hann hringir á frænda minn sem ég ekki ætla nefna neitt nafn, hann er sjúklingur og getur ekki staðið fyrir neinum svörum. Og Alfreð Guðmundsson var kallaður líka. Þar var rúttað til á loftið inní Sigtúni. Möppur, kassar og keyrt niður á Bæjarsafn til geymslu, ég undirstrika til geymslu.
Það fyrirliggur nákvæma skrá yfir öllu munum, pökkum og möppum, ekki í smáatriðum en þessu umbúðir eru nefndar og svo framvegis. Möppur eru nefndar þannig að það er mappa með teikningum og annað í, en ekki sundurgreitt. Ég spurði Borgastjóra þá (Geir Hallgrímsson) hvort það fyrirlægi, ja hann það kom einhvern veginn þannig fram að þeir accepteriðu þetta sem gjöf einhverskonar eða það minnstakosti var látið liggja í loftinu að enginn vissi neitt endanlega. Ég spurði Borgarstjóra einu sinni hvort það fyrirliggi nokkuð skriflegt um þetta, nei hann sagðist ekki svo vera, en það væri nú litið á það svona. En þetta eru hluti, lítinn hluti sem hefur verið innrammað og gert við sem hefur verið hengt á Kjarvalstöðum. Og eru ómetanlegt ómetaleg listaverk sem er þarna, og hvað mikið það er það veit ég ekki af því þetta hefur verið hálfgert feimnismál.
Einhver blaðamaður: Sveinn fyrirgefðu, hvert var þessu ekið?
Pabbi: Þetta var ekið inná Bæjarsafnið í Borgartúni, skrásett þar og hvar hvernig það er í geymslu það veit ég ekki. En mér hefur aldrei verið boðið þangað til þess að sjá það.
Einhver blaðamaður: (óskiljanlegt).
Pabbi: Ja ég held það það er einhvert Bæjarsafn í kjallaranum ef mér minnir.
Habba: (óskiljanlegt)
Og þá endar bandið.