Efnisyfirlit


.
Efnisyfirlit.

To Index in English

Aftur til upphafssíðu hér.

Greinar eftir mig um málið í gegnum árin hér.

Vitnaleiðslur í Kjarvalsmálinu fyrir dóminn hér.


Vitnaleiðslur eftir Dóminn í héraðsdómi hér

Dagbókarbrot Guðmundar Alfreðssonar.

Sjúkraskýrslur Jóhannesar Kjarval listmálara hér.

Yfirlýsing Alfreðs Guðmundssonar 1982

Grein um sýningar á Kjarval í mars 2007

Samsæri hér og samsæri þar.

Grein birt í Mirgunblaðinu 19. janúar 2006.


Grein II um húsnæðismál Kjarvals.

Stefna 19. apríl 2005

Vörn Reykjavíkurborgar 13. september 2005 hér

Grein í Fréttablaðinu um týnda muni hér.

Greinar í Morgunblaðinu í gegnum árin hér

Minnisblað Davíðs Oddssonar hér.

Hver var Sveinn Kjarval? Hér.

Hver var Tove Kjarval? Hér.

Skýrsla Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra hér.

Vitnataka Guðrúnar Kjarval hér

Blaðamannfundur Sveins Kjarval árið 1975 hér

Grein um húsnæðismál Kjarvals eftir mig hér

Listi Steinunnar Bjarman gerður haustið 1968 hér.

Bréf Steinunnar Bjarman til Kjarvals janúar 1969 hér.

Skýrsla Steinunnar Bjarman 12. mars 1987 hér.

Fyrsta opinbera yfirlýsing um að litið væri á þetta sem "gjöf" hér.

Skrif um afa á vefsíðu Kjarvalsstaða hér.

Grein um gröf afa 5. mars 2004 hér.

Drög að samningi eftir Svein Kjarval hér.

Yfirlýsing vegna peningjafar Kjarvals hér.

Bréf Ólafs Þórðarsonar til Sveins Kjarval hér.

Fundargerð stjórnar Kjarvalsstaða 4. nóv. 1985 hér.

Seinni listinn frá Kjarvalsstöðum hér.

Bréf Baldurs Guðlaugssonar til mín hér.

Bréf Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns til mín hér.


Ýmis skjöl um málið

Sæl. Ég hef fengið sterk viðbrögð við þessari síðu, flestir þó virðast ekki hafa tíma til að kynna sér málið til fullnustu, þess vegna þetta örstutta yfirlit. Fyrir þá sem hafa meiri tíma eru skjöl og skrif hér á síðunni. Hægt að finna þau með því að smella á efnisyfirlitið.
Fyrst nýjustu fréttir, síðan örstutt yfirlit yfir málið. Þá hugleyðingar mínar sem eru endurskrifaðar við og við.
Síðast hlutir og skjöl sem ég tel skipta mestu máli. Í efnisyfirlitunu eru skjöl, mín skrif og annað.
Nýjustu fréttir núna 16. mars að fjölskyldan tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Reykjavíkurborg sýknuð af öllum kröfum með dómi 3. janúar 2007. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar.
Stutt yfirlit.
Haustið 1968 var afi minn Jóhannes Kjarval listmálari orðinn sjúklingur, þá yfir áttrætt.7. nóvember það haust tók Reykjavíkurborg úr vinnustofu hans 153 kassa sem voru fluttir í skjalasafn Reykjavíkurborgar og innsiglaðir, persónulegir munir, bækur og listaverk. 17 árum seinna þegar þessir kassar voru opnaðir og innihaldið skráð komu í ljós yfir 5000 listaverk eftir Kjarval. Ekkert gjafabréf var gert haustið 1968 eða seinna, engin undirskrifuð yfirlýsing er til frá afa eða öðrum frá þeim tíma eða seinna, að þetta hafi verið gjöf. Afi var lagður inn á geðdeild Borgarspítalans tveimur mánuðum eftir að þetta var tekið eða 28. janúar 1969 vegna meðal annars ellihrumleika, þar sem hann lést vorið 1972 án þess að eiga þaðan afturkvæmt. Hér á síðunni eru flest þau skjöl sem ég hef um þetta mál og ég vona innilega að þú gefir þér tíma til að gera upp eigin hug.
Ef þér líkar ekki mín skrif er auðvelt sleppa þeim og lesa eingöngu skjölin. Fjölskylda mín hefur rétt á að sem flestir Íslendingar kynni sér þetta mál. Ég mun reyna að bæta þessa síðu og vona að þú komir aftur. Þakkir fyrir að líta við. Allar athugasemdir eru velkomnar og ég mun reyna að svara þeim ikjarval@delhi.net.
Ef þú hefur skoðanir á þessu, láttu valdamenn vita af þeim. Gott væri að þú létir aðra vita af þessari síðu, þannig hægt að kynna málið.
Ingimundur Kjarval 18. ókt. 2004Hugleiðingar 9. apríl 2005Í dag er einn kjarninn í þessu máli að Reykjavíkurborg er með meira en 5000 verk eftir Jóhannes Kjarval listmálara en ekki með neitt í höndunum um að Kjarval hafi gefið eitt eða neitt til borgarinnar, ekki einu sinni undirskrifaðar yfirlýsingar frá þeim sem áttu að hafa tekið við þessari gjöf munnlega frá honum. Ekki er til eitt einasta plagg frá haustinu 1968 um að Reykjavíkurborg hafi tekið við "gjöf", ekki hjá Reykjavíkurborg eða annars staðar, nema dagbók Guðmundar Alfreðssonar sem minnist á "nokkra tugi teikninga" sem ekki kom í fram fyrr en 1982 sem eina sönnunargagnið fyrir því að þetta hefði verið gjöf en ég fékk afrit af henni úr skjalsafni borgarinnar. Taka ber fram að Guðmundur þessi var ekki viðstaddur þegar þessi athöfn átti að hafa farið fram heldur faðir hans.Það eina sem til er frá Reykjavíkurborg frá því hausti listi Steinunnar Bjarman. þar er ekkert listaverk sértaklega skráð eða minnst á gjöf. Steinunn skrifaði bréf (hér) til Kjarvals sem hún afhendi honum persónulega með þessum lista 10 dögum áður en afi er lagður á geðdeild Borgarspítalans, í þessu bréfi er hvergi minnst á gjöf.Ég er ekki lögfróður maður en á erfitt með að skilja hvernig lögmaður Reykjavíkurborgar Gunnar Eydal, getur í svari sínu til lögmanns fjölskyldunnar sumarið 2004 sagt að eignafærsla hafi átt sér stað frá Kjarval til Reykjavíkurborgar með munnlegri gjöf Kjarvals, þegar engar heimildir eru til um slíkt, ekkert. Ég hefði haldið að lögmaður yrði að byggja málflutning sinn á einhverju öðru en skáldskap.Það eina sem mætti kannski telja heimild væri þá handskrifuð yfirlýsing Alfreðs Guðmundssonar meira en áratug seinna haustið 1982, en Alfreð setur ekki undirskrift sína undir þá yfirlýsingu, mín skoðun að hann hafi vitað og verðið ráðlagt að með því gæti hann brotið lög og orðið lagalega ábirgur. Geir Hallgrímsson skrifaði aldrei undir neitt og það sem meira er, lýsir aldrei yfir við neinn sem ræðir það mál við hann það haust að afi hafi gefið þetta, heldur segir eitthvað í þá átt: að aldrei hafi verið vafi í sínum huga hvað var í huga afa, eða orðrétt: "Geir Hallgrímsson sagði að þessar myndir ásamt fleiri munum hefði verið afhent sér af Kjarval hinn 7. nóv. 1968 að tilhlutan Kjarvals. Enginn vafi sé á því í sínum huga, að þar hafi verið um að ræða gjöf til Borgarinnar." (Þetta er úr minnisblöðum Davíðs Oddssonar af fundi við Geir 5. águst 1982). Og úr skýrslu Baldurs Guðlaugssonar 1982 er haft beint eftir Geir: "Geir Hallgrímsson þá v. Borgarstjóri, segist sannfærður um að um gjöf hafi verið að ræða, en man ekki eftir því hvernig þetta bar að." Aftur á móti eru til samtíma heimildir um að þetta hafi eingöngu verið til varðveislu. Fyrir utan auðvitað að afi var orðinn andlega vanfær haustið 1968. Að tæma vinnustofu hans án þess að ráðfæra sig við fjölskyldu hans ekkert annað en þjófnaður.Annar kjarni í þessu máli að Baldur Guðlaugsson hrl.( núverandi ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu) fer til Kaupmannhafnar haustið 1982 og hittir móðir mína á kaffistofu á Hótel Angleterre, hafði boðað hana á þann fund, móðir mín þá nýlega orðin ekkja.Baldur Guðlaugsson átti þar að vera lögmaður fjölskyldunnar og þá sérstaklega móður minnar hún einn af tveimur erfingjum Kjarvals eftir lát föður míns. Það virðist og þannig talar móðir mín í dag háöldruð að hún hafi aldrei gert sér grein fyrir að Baldur væri lögmaður hennar, hún tók þennan fund sem beina hótun frá Davíð Oddssyni og Geir Hallgrímssyni, að Baldur væri sendiboði þeirra. Eitt atriði sem skiptir máli að Baldur Guðlaugsson virðist ekki hafa látið móðir mín fá greinargerð sem hann gerði að því er virðist tvisvar, einu sinni fyrir fund á borgarstjóraskrifstofu 5. ágúst 1982 og aftur eftir einkafund við Davíð Oddsson 20. sept sama haust. Skýrslan sem ég hef undir höndum (hér) er dagsett 21. sept. og ég fékk frá núverandi lögmanni fjölskyldunnar í gegnum bróðir minn, líklega frá Guðmund frá Klausturhólum. Hver sá sem les þá skýrslur hlýtur að sjá að Baldur var í raun lögmaður andstæðinga erfingja Jóhannesar Kjarval.Eftir því sem ég kynnist þessu máli betur verður undrun mín og hneykslun meiri hvernig embættismenn og valdamenn borgarinnar gátu neitað fjölskyldunni réttlæti í áratugi meðan staðreyndir málsins virðast hafa verið þeim augljósar, það í raun verið mér erfiðast og nagað mína sál.Það er mér mikill ósigur að þetta fer fyrir dómstóla, ég gat aldrei skilið og geri ekki enn að þetta mál eigi heima þar. Allir sem kynna sér málavöxtu sjá að þetta er hryllingur sem aldrei hafði neina lagastoð, ekkert nema kúgun og valdaníðsla á erfingjum Jóhannesar Kjarval. Það eru líklega mín stærstu vonbrigði í þessu máli að fólk í embættum og valdastöðum borgarinnar gerðu ekkert. Ég reyndi allt í mínu valdi að kynna þetta mál Íslendingum og Reykjavíkurborg áður en það færi í dómstóla í þeirri von að þetta yrði leiðrétt í samráði við fjölskylduna, en það átti ekki að verða. Enginn mun geta ásakað mig eftir á að ég hafi ekki reynt allt og meir, til að kynna þetta mál, ítrekað keypt heilsíðu auglýsingar í íslenskum blöðum og haldið uppi stöðugum skrifum í áraraðir.Eitt hljóta flestir að sjá og vera sammála um, að það er í út í hött að Reykjavíkurborg hafi undir höndum meira en 5000 listaverk eftir Jóhannes Kjarval listmálara. Ef ekki annað, þá er það rugl að Reykjavíkurborg verði að geyma og varðveita þessi dýrmæti um ókomin ár á kostnað skattgreiðanda, gengur ekki upp, það hljóta allir hugsandi að sjá.
Ingimundur Kjarval
---------------------------------------------------------------------------------------
Þetta er bréf frá Hannesi Péturssyni yfirlækni til bróðir míns vegna fyrspurnar Indriða G. Þorsteinssonar um ástæðu sjúkrahúsvistar afa.BorgarspítalinnGeðdeildHP/g108 REYKJAVÍK14.06.1985Hr. Jóhannes S. Kjarval, arkitekt.Ásvallagötu 29.101 Reykjavík.Kæri Jóhannes.Eins og þú veist hefur Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, óskað upplýsinga um dvöl afa þíns, Jóhannesar Sveinssonar Kjarval hér á geðdeild Borgarspítalans. Slíkar upplýsingar eru að sjálfsögðu ekki látnar í té af hendi spítalans nema við nánustu ættingja sé þess sérstaklega óskað.Eins og við ræddum um 12. júní síðastliðinn, þá er það álit þitt að ættingjar hefðu að öllum líkindum ekki á móti því að einhverjar takmarkaðar upplýsingar yrðu veittar um vistun Jóhannesar heitins hér á deildinni.Eftirfarandi upplýsingar eru því sendar þér, sem fulltrúa ættingjanna hér á landi, og þið takið svo að sjálfsögðu ákvörðun um hvort þeim er komið áfram til rithöfundarins:Jóhannes Sveinsson Kjarval vistaðist á geðdeild Borgarspítalans í Reykjavík frá 18. 02. 1969 og lést þar 13.04.1972. ástæðan vistunar var almennur ellihrumleiki, sem fór versnandi smám saman fram að andláti. Undirrituðum er tjáð að Jóhannes heitinn hafi fengið góða umönnun hér á deildinni og að líðan hans hafi verið eins góð og hægt hafi verið að búast við miðað við aðstæður.Með bestu kveðjum,(Undirskrift)Hannes PéturssonHannes Pétursson yfirlæknir.Úr Kjarvalskveri bók eftir Matthías Johannessen.Úr kaflanum Aftanskin:Og hafið bíður þögult……….Jóhannes Kjarval sá ég í síðasta sinn 1. febrúar 1969. Fór þá í heimsóknTil hans á Landspítalann, í fylgd með Ragnari í Smára og Alfreð Guðmundsyni. Þegar sól hnígur til viðar, varpar hún löngum og djúpum skuggum. Þannig var einnig Kjarval. Hann lá í rúminu þegar við komum, fór fram úr og gekk um gólf til að taka þátt í heimsókninni.Hann var vart annað en skinin og beini og svo óstyrkur að ég sá í hendi mér að hann mundi aldrei mála framar. En mér datt svo sannarlega ekki í hug að hann ætti eftir að lifa góðvin sinn, Sigurð Benediktsson. Mér er Kjarval í fersku minni þennan dag. Hann var ekki eins ólíkur sjálfum sér og mig hafði grunað. Og aftanskinið með sínum löngu skuggum gerði geislana jafnvel eftirminnilegri en þeir höfðu nokkru sinni verið. Samt gerði hann allt til að minna okkur á að hann væri sízt af öllu að hníga til viðar. Hann hvorki vildi né gat skilið að hann ætti að vera í sjúkrahúsi. Hann átti auðvitað að vera innan um blóm og þresti, huldur og hamratröll. En við erum ekki spurð. Hversu glatt sem eldurinn logar, kemur alltaf að þeirri afleiðingu sem er óumflýjanleg í orsakakeðju allrar tilveru: að hraunið storknar og eldinn dagar uppi í berginu……………Og seinna í sama kafla:En Kjarval var ekki að hugsa um þetta. Honum var annað ofar í huga. "Ef ég má ekki fara með ykkur, verið þið að færa mér brennivín", sagði hann………Síðan í sama kafla:Mér er einkar minnistætt, þegar við gengum inn í sjúkrastofuna. Þá var hann í óðaönn að vefja blágrátt Álafossteppi um sængina. Reyndi auðsýnilega að hafa eitthvað fyrir stafni, og þá helzt annað en venja er til sjúkrahúsum. Svo batt hann hnúta á teppið. Batt bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir. Við sögðum fátt fyrst í stað, enda mátti hann ekki vera að því að sinna okkur, fyrr en honum hafði tekizt að koma Álafossteppinu utan um sængina…………..Bréf Borgarlögmanns til Kristins Bjarnasonar hrl. vegna beiðni hans um að þessum munum sé skilað.ReykjavíkurborgBorgarlögmaðurReykjavík 8. júlí 2004R04060174170ABMKB lögmannsstofa ehf.Kristinn Bjarnason, hrlLágmúla 7, 6.hæð,108 REYKJAVIKGjöf Jóhannesar S. Kjarvals til Reykjavíkurborgar árið 1968Vísað er til bréfs yðar dags. 20. júní sl. Til borgarstjórans í Reykjavík, þar sem þér krefjist f. H. umbj. yðar, þeirra Guðrúnar Kjarval og Mette Stiil að Reykjavíkurborgafhendi þeim öll myndverk og aðra muni sem teknir voru úr vinnustofu Jóhannesar heitins Kjarvals að Sigtúni 7. Reykjavík síðari hluta árs 1968. Í bréfinu er einnig óskað eftir því að Reykjavík láti hið fyrsta í ljós afstöðu sína til afhendingar tilgreindra muna. Borgarlögmanni hefur verið falið að svara erindi yðar.Til svars erindi yðar er rétt að taka það fram að hinn 7. nóvember 1968 gaf Jóhannes Sveinsson Kjarval Reykjavíkurborg, myndverk og aðra muni sem hér um ræðir með munnlegri gjafayfirlýsingu. Hafði yfirlýsingin þá réttarverkun í för með sér, að eignarréttindi yfir umræddum verkum og munum færðust frá listamanninum til Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg er þar af leiðandi lögmætur eigandi umræddra verka og muna.Að teknu tilliti til ótvíræðs eignarréttar Reykjavíkurborgar yfir þeim verkum og munum sem Jóhannes Sveinsson Kjarval færði henni að gjöf árið 1968 er kröfu umbj. yðar um afhendingu þeirra hafnaðF.h. borgarlögmanns(Undirskrift)Anton Björn Markússon hdl.Og ef ég fyllist örvæntingu, ef að ég síðustu ár hef átt erfitt með að halda í trú mína að við viljum flest réttlæti, getur nokkur láð mér það? Afi á að hafa gefið þetta munnlega 7. nóv. 1968 og 28. janúar 1969 er hann kominn á geðdeild Borgarspítalans vegna ellihrumleika. 1. febrúar heimsækir Matthías Jóhannessen afa sem hann lýsir hér á undann.Engin yfirlýsing frá árinu 1968 er til nokkur staðar um að þetta hafi verið gjöf, ekkert. Geir Hallgrímsson var sá sem átti að hafa tekið við þessum munum af afa mínum munnlega það haust, hvergi er til undirskrifuð yfirlýsing frá Geir, árið 1968 eða seinna. Getur nokkur Íslendingur sem les þetta efast um að þetta var hryllingur, fjölskylda rænd og troðin í svaðið, og það af helstu valdamönnum Íslands? Er þjóðin samþykk þessu, er stjórnarskrá Íslands ónýtt plagg? Ef þér finnst ég hafa eitthvað til míns máls, bið ég um að þú bendir öðrum á þessa síðu. Ef ekki annað, þá á ég og fjölskylda mín rétt á að Íslenska þjóðin viti hvernig þessi svokallaða "gjöf" fór fram.
Ingimundur Kjarval
11. sept. 2004
17. óktóber 2004
Nú hef ég haldið þessari síðu úti í meira en mánuð (byrjaði að kynna þetta mál sumarið 2001). Miðað viðbrögð er erfðamál Kjarvals orðið þekkt flestum á Íslandi í dag. Enginn hefur lýst afstöðu sinni opinberlega, einustu viðbrögðin bréfið hér á undan frá Antoni Birni borgarlögmanni til Kristins Bjarnasonar hrl. og þar á undan bréf Hjörleifs Kvaran þáverandi borgalögmanns til mín. Ég skil ekki hvernig Íslendingar í heild geta þagað þetta mál af sér, annaðhvort er ég að rugla eða að þetta er Íslandi vont mál, engri þjóð er hollt að liggja á þýfi. Ef enginn lýsir opinberlega skoðun sinni þá er þögnin sama og samþykki. Því lengur sem ég stend einn og svarið þögnin, því svartari verður bletturinn. Ég hef lagt mig allan fram að kynna þetta mál, líklega talinn frekja af mörgum. þegar ég tel að flestir viti hætti ég, það tilgangurinn. Annað hvort gerðu valdamenn þetta einir eða þjóðin í heild sinni var samþykk. Eitt stendur fjölskylda var rænd og manneskjur eyðilagðar, það verður partur af sögu Íslands.
Ingimundur Kjarval.