Bréf Ólafs Þórðarsonar til Sveins Kjarval 10. október 1968.

Þetta er ljósmynd tekin af afa sumarið 1968 í vinnustofu hans. En hann á að hafa gefið innihald vinnustofu sinnar munnlega og leynilega til Reykjavíkurborgar þá um haustið, þar á meðal meira en 5000 listaverk. Bréfið hér á eftir frásögn af þeim meinta atburði og hvernig Óli frændi sá hann. Allir hljóta að sjá að strax þá um sumarið er afi í mjög léglegum holdum. Í sjúkraskýrslunni 29. janúar 1969 segir að afi sér nær dauða en líf vegna hungurs þegar hann er lagður inn!
.
Aftur á upphafssíðu.

To Index in English.

Þetta er bréf "Óla frænda" til pabba meðan hann var í Danmörku hjá systur sinni sér til heilsubótar en faðir minn fékk "taugaáfall" þetta haust, hafði barist við erfiða heilsu þessi ár, lagður inn á spítala minnta kosti tvisvar ef ég man rétt. Faðir minn brotnaði gjörsamlega þetta ár, ég þá 18 ára og svo sannarlega ekki með skilning á því unglingurinn.
Einu sinni man ég að séra Bragi Friðriksson sem síðan jarðsetti föður minn kom og reyndi að hjálpa, ég veit að hann stundaði föður minn einhvern tíma. Upp úr þessu útvegaði mamma pabba miða til Danmerkur og hann fór til systur sinnar. Þar dvaldist hann í nokkra mánuði, braggaðist eitthvað en ákvað að fjölskyldan ætti að flytjast til Danmerkur, þá var ég á Hvanneyri.
Ástæðan fyrir þessum erfiðleikum föður míns líklega margar en mest að mínu áliti erfitt samband þeirra feðga. Það sem endanlega sló fæturnar undan föður mínum var Kjarvalshúsið, byggt á næstu lóð við okkur á Seltjarnarnesi. Ég skrifa um það í annarri grein hér á vefnum (hér).
-8.html
Ólafur dagsetur þetta bréf 10. október, en þessi athöfn á að hafa farið fram 7. nóvember. Systir mín Hrafnhildur var með þetta bréf handskrifað í umslagi, ekkert heimilsfang né stempluð frímerki. Kristinn Bjarnason hrl. er með dagbækur frá Ólafi sem styðja dags. 7. nóvember, en þar á móti kemur að Steinunn Bjarman skrifar í skýrslu sína (frá 1987) að hún hafi byrjað að taka upp úr þessum kössum 6. nóvember, einum degi fyrir 7. nóvember þegar þessi atburður lýst í þessu bréfi á að hafa gerst.
Einnig skrifar Guðmundur Alfreðsson að hann hafi hjálpað föður sínum Alfreð Guðmundssyni 20. október að ferja verk eftir Kjarval beint niður á borgarstjóraskrifstofu, engar aðrar skýringar á því.
Ég vil taka sérstaklega fram hér að Geir Hallgrímsson skrifar aldrei undir yfirlýsingu um að afi hefði gefið Reykjavíkurborg þetta munnlega til hans. Loðnar yfirlýsingar Geirs eru varðveittar bæði í minnisblöðum Davíð Oddssonar og skýrslu Baldurs Guðlaugssonar hrl., en eru auðvitað frásagnir annarra á orðum Geirs.
Ólafur Þórðarson var systursonur Kjarvals, ég sá hann ekki oft sem barn en vissi af honum og hans fjölskyldu. Síðasta skipti sem ég sá Óla frænda var 1975, hann þá orðinn sjúklingur andlega vegna aldurs ef ég veit rétt þó ég viti ekki mikið um það.
Í Danmörku náðu foreldrar mínir sér nokkuð á strik þó fjárhagsörðuleikar eltu þau þar alla tíð. Móðir mín segir í dag að bestu ár þeirra hafi jafnvel verið þessi ár stuttu eftir að þau fluttu til Danmerkur. Þetta bréf er sett inn hér eins nákvæmt og hægt er eftir handskrift Ólafs.
Ég vil sértaklega taka fram hér að faðir minn var alltaf reglumaður og vann alla ævi sem kraftar leifðu.

Ingimundur Kjarval 21. ágúst 2004.





I Rvík 10. okt. 1968.
Öldugt. 27.
Kæri Sveinn!
Ég held það hafi verið á þriðjud. 5/10 sem Guðrún (mamma) hringdi til mín og sagði mér að pabbi þinn mundi vera að búa sig undir að hreyfa eitthvað við sínum hlutum á vinnustofunni, og sagði að þú hefðir stungið upp því að eg liti til gamla mannsins sem mér var mjög kært enda þótt ekkert sé hægt að ráða við hann þegar hann tekur sitt strik. Ég var á skrifstofunni á Rl (Reykjalundi) og af því það voru mánaðamót og eg hafði ekki lokið uppgjöri því venjulega og Guðrún (mamma) sagði að það hastaði ekki, þá fór ég ekki fyrr en á miðvd. þann 6/10 í bæinn.
Fyrir nokkru síðan þá spurði eg hann hvort hann ætlaði ekki að fara að flytja
vestur eftir (Kjarvalshús) en hann vildi ekkert ákveðið segja um það . Sagðist vera hræddur um að sig færi að langa út á sjóinn þegar hann væri svo nálægt honum, það
er svo mikill sjómaður í manni sagði hann.
Nú eg fór 6/10 kl. 2:30 með kunningja mínum sem á bíl og hafði með mér nokkra metra af plastsröngum í ymsum breiddum allt upp í 60 cm sem eg var búinn að stinga upp á að hann klippti í sundur eða sá sem hjálpaði honum, byggi til poka og gæti hann sorteað í þá og bundið fyrir hvort sem það væri teikingar eða annað með því að það var í leiðinni í bæinn að koma við hjá honum þá gæti eg losnað við að gera mér sérst. ferð inneftir ef hann væri heima sem hann og var - Alfreð var þar einnig. Pabb þinn sat upp á stigagatinu á loftinu, , með fæturna á háu tröppunni. Einn bílstjóri var upp á lofti skríðandi á maganum og rétti honum pappakassa hvern á eftir annar og teikningar hann rétti svo áfram niður til annars bílstjóra frá BSR. Sem rétti svo til Alfreðs sem fór með þetta út að glugga við NA vegginn, og auðvitað komst ég í handlangið. Þegar bílstj. sem var uppi sagði að hann sæi ekki meira og hann kom niður - þá var hann með stálhjálm sem Alfreð hafði útvegað, vegna þess að þaksaumurinn stakkst svo í höfuðið á honum. Hvað kostar svo þetta piltar - þá sögðu þeir við þurfum að skreppa út til þess að lesa á mælana. Eg heyrði að hann sagði Kr. 175. - þetta var alt í nýkr. og ób. (óskiljnalegt) . Þarna var í stafla 15- 20 pappakassar yfir bundnir og bundum við þá sem óbundnir voru.
Eg spurði hann hvort við ættum ekki að ryksuga kassana með ryksugunni sem eg lét Sigurð Jónason sáluga gefa honum í jólagjöf fyrir nokkrum árum og stendur en óupptekin hjá honum - og sortera i hrein ílát upp úr kössunum - nei ekki hreyfa við því og ekkert að ryksuga.
Í opnu kössunum sumum voru m. a. tómar flöskur - hálfbrunninn kerti - gamlar blómakörfur m. mosa og ryki - upplitaður krep pappír - því fengum við að henda úr einum kassa ásamt tómum kössum undan máln. litum. Nokkrir kassar voru mjög þungir - bækur sagði hann. Alli voru þreyttir svo keyrði Alfreð með okkur í bæinn hann (J. K.) á Hótel Borg - Kj ætlaði að hvíla sig en Alfreð keyrði mig á Öld.27.
Áður en við fórum af vinnustofunni spurði Kj mig hvernig mér litist á að biðja Borgarsafnið að geyma dótið - eg hugsaði mig um leit á hann og reyndi að reikna hann út - sagði - því ekki sortera í nýjar umbúðir og láta allt vestur í nýja húsið á einn stað þar og taka svo upp seinna- nei nei- eg þoli það ekki sagði hann. Eg sagði þá - ef þú ert ánægður með það - þá sagðist eg sjá neitt á móti því - og kannski það besta við nánari athugun.
Eg sá að það þýddi ekki að reyna aðra úrlausn, og hann það þreyttur og slappur að það mundi draga hann ennþá neðar að ætlast til þess að hann færi í gegnum þetta - hann hefur ekki þrótt til þess - og hvert smástykki vekur nýjar endurminningar - etv. Óupptekin bók eða vindlakassi f´ra látnum vii - jólakaka jólapappír etc. Á eg þá að hringja sagði Alfreð (til Lárusar Blöndal á Borgasfninu) nei ekki núna en spurðu hvort það megi koma ef til kemur - sem hann gerði og það var í lagi. Áður en við skildum þá ákv. Við að hittast kl. 2 daginn eftir. Þann 7/10 talaði eg við Alfreð í hádeginu og sagði hann mér þá að Geir Hallgrímsson borgarstj. Mundi koma á vinnnustofuna kl. 2 en að -ðru leyti væri engin breyting. Til þess að trufla ekki - þaá kom eg ekki fyrren tæpl. 2:30. Borgarstjóri var þar enn, og töluðu Jóhanness og hann saman í góðum og ljúfum tón og spásseruðu fram og til baka, en eg sneri mér að Alfreð sem opnaði f. mér og fórum við út að glugga í einu horninu þar sem minnst bar á okkur. Borgastj. Kom svo til okkar og kvaddi okkur með virtum. Þá vorum við þrír eftir . Allt virtist vera í besta lagi hvað borgastj. snerti - og vildi hann gera allt sem Kjarval óskaði - Nú kom aftur spursmálið eigum við að hringja í L. Blöndal. Kj átti bágt með að taka ákv. um hvort við ættum að láta taka það sem hann var búinn að taka frá - í dag eða seinna. Hvernig væri að sjá til á morgun sagði hann. Ég sagði allt í lagi með það - en ef þú ert ákveðin í þessu þá finnst mér þú ættir að byrja í dag með það sem er frátekið. Það gæti rignt og versnað veður á morgun (sem það gerði - rok og rigning), og þér líður betur ef þú ert búinn að því og getur hvílt þig fram yfir helgi. Þetta er alveg satt sagði hann - við skulum hringja, sagði hann - við skulum hringja, sem Alfreð gerði - eftir 10. mín. Kom Blöndal með 3 menn og sendif.bíl - þeir báru niður en við færðum allt fram á dyr. Allt í einu var komið autt pláss á gólfið á þeim hluta. Nú vildi eg ryksuga þetta auða pláss að minnstakosti - nei absolut ekki - það var ekki við komandi, svo við létum það eiga sig. Þegar þetta var farið - var eins og hann yrði léttari, fór út í horn að smámynd (olíu) sem var hálfblaut og fór að mála í hana en við Alfreð ýmist héngum úti við glugga eða gengum fram og til baka hátt á annan klukkut.- settumst aldrei niður - eg sat í stól en vildi ekki taka af honum dót sem á honum var. Maður kemst afram(óskyljanlegt) fyrir stólunum hjá þér hérna sagði ég - þá hló hann og sagði það mun vera rétt. Já þeim hættir til að sitja nokkuð lengi gestunum
Kj. átti að drekka (boðin) eftirmidd. Kaffi heima hjá Geir Hallgr. Í gær (laugard. 9. en eg frétti (hringdi) frá Alfreð í gærkv. Að því hefði verið frestað þar til í dag.
Hvað næsta vika ber í skauti sínu vitum við ekki - en ef eg get eitthvað þá geri eg mitt besta.
Og hvað þig snertir þá álit eg að þú eigir að taka þessu öllu með knúsandi ró - og mátt vera þakklátur að þurfa ekki að standa í því stranga stríði að vera í þessu umróti -
Eg var dálitla stund (of langa) að jafna mig eftir fyrri daginn. Og þá ekki meira nú en ég verð í samb. v. Guðrúnu (mömmu) og Alfreð.
Bið svo að heilsa Ásu og Jakob með góðum óskum og vertu sæll að sinni.


Þinn einl. Frændi
Undirskrift
Ólafur Þórðarson
p.t. Reykjalundi, Mosf.sv.

Aftur á upphafssíðu.