Grein Fréttablaðinu 12 Des. 2004.

Aftur til efnisyfirlits hér.

Hér á eftir er grein sem ég fékk birta 12 . desember 2004 í Fréttablaðinu. Ég hafði nýlega fengið lista í gegnum lögmann fjölskyldunnar frá Kjarvalsstöðum gerðan árið 1985. Samkvæmt þessum lista var augljóst að hlutir höfðu tapast samkvæmt listanum frá árinu 1968. Greinin fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um hvernig og hversvegna þetta hefði farið forgörðum.
Núna 28. janúar 2005 hefur ekkert svar borist, hvorki til lögmanns, fjölskyldunnar eða opinberlega, enginn Íslenskur fjölmiðill hefur spurt aðila hjá Reykjavíkurborg hvort ásökun mín standist.
Ég á orðið erfitt með að skilja viðbrögð á Íslandi, að það sé ekkert mál að hlutir úr vinnustofu eins helsta listamanns Íslands týnist í vörslu Reykjavíkurborgar og að enginn þurfi að svara fyrir.
Fyrsta greinin er sú sem Fréttablaðið birti, þeir breyttu smávegis mínum skrifum. Skiptir engu máli nema þar sem fjallað er um samninginn um bókaútgáfuna, verður smá ruglingur. Þess vegna set ég það sem ég sendi þeim á eftir. Þar á eftir er upphaflega greinin óstytt, en Fréttablaðið vildi ekki birta hana óstytta.

Ég reyndi fyrst að fá greinina birta í Morgunblaðinu en var neitað, Magnús Finnsson umsjónarmaður aðsendra greina sagði mér að ekkert nýtt væri í henni, virðist að fólk vilji ekki sjá ásökun mína um að hlutir hafi týnst.


Úr Fréttablaðinu 12 . desember 2004.

Opið bréf til Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur vegna erfðamáls Kjarvals

Frú borgarstjóri, þú þriðji borgarstjórinn sem ég skrifa um erfðamál afa míns, Jóhannesar Kjarvals listmálara. Gat aldrei skilið hvernig fyrirrennarar þínir gátu hrist þetta mál af sér, en hef vitrast, lært að borgarstjórnun og dómgreind fer ekki alltaf saman, Ingibjörg Sólrún sagði af sér til að komast á þing og Þórólfur hætti. Þess vegna ætla ég ekki að biðja um neitt og einskis að vænta, aðeins að benda á að sumt hverfur og týnist, dýrmætustu gersemar þjóðarinnar í vörslu Reykjavíkurborgar gufa hreinlega upp.
Haustið 1968 gekk Reykjavíkurborg í að tæma vinnustofu afa stuttu áður en Kjarval var settur á geðdeild Borgarspítalans þar sem hann lést. Engin skjöl voru undirskrifuð en 153 kassar keyrðir í skjalasafn borgarinnar, innihaldið skráð, sett í nýja kassa, innsiglað og flutt í geymslu á Korpúlfstöðum í 17 ár.

Verk falin í 17 ár.

Það haust var gerður listi í Skjalasafninu, ekkert listaverk sérstaklega skráð en minnst á kassa með mismunandi innihaldi. Til dæmis stendur: Kassi 85: stór strangi með einu olíumálverki. Kassi 88: Stúlkumynd eftir Kjarval (olía) í blindramma. Kassi 108: Hálfgerð olíumynd á blindramma (kona með barn). Kassi 113: Tvær stórar myndir saman í pakka, önnur eftir Kjarval - svart mannshöfuð - hin eftir Eirík Smith frá sýningu 1958. Kassi 129: Olíumálverk eftir Kjarval, mannsandlit í rauðbrúnu og prófílar af mönnum á öllum hliðum, í blindramma. Kassi 137: Langur kassi með skissum, teikningum og málverkum upprúlluðum. Kassi 138: Langur kassi með skissum, teikningum og málverkum upprúlluðum. Kassi 152: Stórt olíumálverk á blindramma, mótív mannsandlit í prófil í ljósum litum eftir Kjarval. Kassi 153: Stórt málverk í ramma eftir Kjarval, mótív tvær hendur. En þetta var hvergi tæmandi skrá, augljóst öllum sem skoða listann á www.kjarval.blogspot.com , engan sem ekki vissi myndi gruna að þarna voru meira en 5000 verk falin í 17 ár.
Bækur voru þó skráðar að því er virðist. Elsta bókin frá 1812: Travels in the island of Iceland, Mackenzie,1812 íbundinn. 1.156 titlar, sumt þó drasl. Persónulegir munir skráðir í kössum, til dæmis kassi 58: Myndir í römmum eftir Kjarval, kertastjakar, bakki, brauðfat o.fl.. Kassi 74: Silunganet, færi, tjaldhælar, korkur, baðskrúbbur, kertapakki, gömul jólakaka, sellófanþráður, skrúfjárn, sagarblöð, skæri, hnífapör, múrskeið o.fl . Lausnarorðið: "og fleira", ekkert skráð til fullnustu.
Sem sagt, þetta geymt í kössum á Korpúlfstöðum í 17 ár þangað til þeir voru fluttir til Kjarvalsstaða árið 1985, opnaðir og innihaldið að því er virðist endurskráð. Nýrri listanum (fékk hann nýlega) er skipt í fjóra þætti. Verk eftir Kjarval, 5067 númer, verk eftir aðra 23 númer, listi yfir muni Kjarvals 348 númer og bókatitlar 608 númer. Jólakakan orðið númer K-045 Kj 45, K-243 Kj 55 ljósmynd af börnum hans Ásu og Sveini, K-183 Kj 31 tvö herðatré. Sjá á www.kjarval.blogspot.com .

Sjaldgæfar bækur horfnar.

Þar eru bókatitlar 556 horfnir, sumir þeirra sjaldgæfustu. Einnig öll olíumálverk eftir afa utan eitt. Málverk Eiríks Smiths tröllum gefið. Hvað gerðist veit ég ekki, annað hvort var þessu stolið þessi 17 ár á Korpúlfstöðum eða Reykjavíkurborg rændi fjölskylduna tvisvar með því að stinga málverkum og bókum undan við gerð seinni listans. Erfitt að vita hvað hvarf, einungis hægt að bera listana saman, fyrri listinn einfaldlega fölsun, ekkert listaverk sérstaklega skráð.
Helstu rök þeirra sem verja þennan hrylling og nauðsyn að ræna varnarlausa fjölskyldu, að vernda menningarvermæti þjóðarinnar, er þetta verndun? Enn eru á Kjarvalsstöðum vona ég meira en 5000 listaverk eftir afa sem komu úr vinnustofunni. Ekki vænlegt ef fjölskyldan grípur í tómt þegar hún nær í réttmætar eignir sínar. Allir hljóta að sjá sorgina og hneykslið ef þetta hefur smásaman glatast í gegnum árin. Er einhver skýring, einhver misskilningur í gangi?

Safnbók án samráðs.

Annað mál. Næsta haust verða 120 ár frá fæðingu Jóhannesar Kjarvals listmálara. Svo virðist að Kjarvalsstaðir vilji gefa út safnbók að því tilefni.Vandamálið er að samningur við fjölskyldu Kjarvals var fenginn með svikum, móðir mín nálægt níðræðu látin skrifa undir eyðublað fyrir mitt nafn án minnar vitundar meðan ég taldi mig aðila og samningamann. Sagt eftir á að ég væri ekki erfingi afa míns og fjarlægður úr samningnum. Ég réð lögmann á Íslandi en varð auðvitað að viðurkenna að móðir mín situr í óskiptu búi og ég ekki löglegur aðili. Ég hafði ekki sett mig upp á móti þessari bók, vildi eingöngu að hlutirnir væru réttir og að Reykjavíkurborg væri ekki beinn aðili (óbeinn í lagi) meðan deila um eignaréttinn væri í gangi, ekki gott ef Reykjavíkurborg gæti túlkað allt sér í hag. Mér var lofað af bókarútgefanda að Reykjavíkurborg yrði ekki beinn aðili, en þá hafði samningur þegar verið gerður án minnar vitundar við Reykjavíkurborg. Einnig var neyðarlegt ákvæði um að Nesútgáfan yrði einkahafi um allan heim um alla tíð á safnriti, að fjölskyldan gæfi frá sér réttin nema flóknum skilyrðum mér óskiljanleg yrði fullnægt, ég vildi ræða við lögmann en fékk aldrei tækifæri. Ég skrifaði ítrekað til fyrirrennara þíns, bað hann að stöðva bókina í kyrrþey, þetta vandræði í miðjum málaferlum, gögn, heimildir og myndverk sem Reykjavíkurborg ætlaði að notast við jafnvel ekki borgarinnar, en Þórólfur Árnason gerði ekkert.

Krafa um réttlæti.

Tími er til kominn að fjölskyldu eins virtasta listamanns Íslands sé sýnd réttlæti og heiðarleiki, ekki klækir, eins og yfirvöldum sé í nöp við að Kjarval hafi yfirleitt átt fjölskyldu og réttmæta erfingja, valdið eigi meistarann, mín fölskylda eigi ekki að vera til.
Steinunn, þið valdamenn eigið ekki afa minn, íslenska þjóðin á Kjarval, þaðan kom hann. En um leið verður almenningi að skiljast að hann átti fjölskyldu og við höfum réttindi samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá. Ef siðblint og hrokafullt valdið getur troðið á minni fjölskyldu án þess nokkur lyfti fingri verður eitthvert ykkar næst, þannig er valdið, níðir og kúgar, í dag við á morgun þið.

Hér á eftir er greinin sem ég sendi frá mér

Opið bréf til Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur vegna erfðamáls Kjarvals

Virðulegast.

Frú borgarstjóri, þú þriðji borgarstjórinn sem ég skrifa. Gat aldrei skilið hvernig fyrirrennarar þínir gátu hrist þetta mál af sér, en vitrast, lært að borgarstjórnun og dómgreind ekki alltaf það sama, Ingibjörg sagði af sér til að komast á þing og Þórólfur hætti. Þess vegna ætla ég ekki að biðja um neitt og við engu að búast, aðeins að benda á að sumt hverfur og týnist, dýrmætustu gersemar þjóðarinnar í vörslu Reykjavíkurborgar gufa hreinlega upp.
Haustið 1968 gekk Reykjavíkurborg í að tæma vinnustofu afa stuttu áður en Kjarval var settur á geðdeild Borgarspítalans þar sem hann lést. Engin skjöl voru undirskrifuð en 153 kassar keyrðir í skjalasafn borgarinnar, innihaldið skráð, sett í nýja kassa, innsiglað og flutt í geymslu á Korpúlfstöðum í 17 ár.
Það haust var gerður listi í Skjalasafninu, ekkert listaverk sérstaklega skráð en minnst á kassa með mismunandi innihaldi. Til dæmis stendur: Kassi 85: stór strangi með einu olíumálverki. Kassi 88: Stúlkumynd eftir Kjarval (olía) í blindramma. Kassi 108: Hálfgerð olíumynd á blindramma (kona með barn). Kassi 113: Tvær stórar myndir saman í pakka, önnur eftir Kjarval - svart mannshöfuð - hin eftir Eirík Smith frá sýningu 1958. Kassi 129: Olíumálverk eftir Kjarval, mannsandlit í rauðbrúnu og prófílar af mönnum á öllum hliðum, í blindramma. Kassi 137: Langur kassi með skissum, teikningum og málverkum upprúlluðum. Kassi 138: Langur kassi með skissum, teikningum og málverkum upprúlluðum. Kassi 152: Stórt olíumálverk á blindramma, mótív mannsandlit í prófil í ljósum litum eftir Kjarval. Kassi 153: Stórt málverk í ramma eftir Kjarval, mótív tvær hendur. En þetta var hvergi tæmandi skrá, augljóst öllum sem skoða listann á www.kjarval.blogspot.com , engin sem ekki vissi myndi gruna að þarna voru meira en 5000 verk falin í 17 ár.
Bækur voru þó skráðar að því er virðist. Elsta bókin frá 1812: Travels in the island of Iceland, Mackenze,1812 íbundinn. 1156 titlar, sumt þó drasl. Persónulegir munir skráðir í kössum, til dæmis kassi 58: Myndir í römmum eftir Kjarval, kertastjakar, bakki, brauðfat o.fl.. Kassi 74: Silunganet, færi, tjaldhælar, korkur, baðskrúbbur, kertapakki, gömul jólakaka, sellófanþráður, skrúfjárn, sagarblöð, skæri, hnífapör, múrskeið o.fl . Lausnarorðið: "og fleira", ekkert skráð til fullnustu.
Sem sagt, þetta geymt í kössum á Korpúlfstöðum í 17 ár þangað til þeir voru fluttir til Kjarvalsstaða árið 1985, opnaðir og innihaldið að því er virðist endurskráð. Nýrri listanum (fékk hann nýlega) er skipt í fjóra þætti. Verk eftir Kjarval, 5067 númer, verk eftir aðra 23 númer, listi yfir muni Kjarvals 348 númer og bókatitlar 608 númer. Jólakakan orðið númer K-045 Kj 45, K-243 Kj 55 ljósmynd af börnum hans Ásu og Sveini, K-183 Kj 31 tvö herðatré. Á www.kjarval.blogspot.com .
Þar eru bókatitlar 556 horfnir, sumir þeirra sjaldgæfustu. Einnig öll olíumálverk eftir afa utan eitt. Málverk Eiríks Smiths tröllum gefið. Hvað gerðist veit ég ekki, annað hvort var þessu stolið þessi 17 ár á Korpúlfstöðum eða Reykjavíkurborg rændi fjölskylduna tvisvar með því að stinga málverkum og bókum undan við gerð seinni listans. Erfitt að vita hvað hvarf, einungis hægt að bera listana saman, fyrri listinn einfaldlega fölsun, ekkert listaverk sérstaklega skráð.
Helstu rök þeirra sem verja þennan hrylling og nauðsyn að ræna varnarlausa fjölskyldu, að vernda menningarvermæti þjóðarinnar, er þetta verndun? Enn eru á Kjarvalsstöðum vona ég meira en 5000 listaverk eftir afa sem komu úr vinnustofunni. Ekki vænlegt ef þegar fjölskyldan nær í réttmætar eignir sínar að hún grípi í tómt. Allir hljóta að sjá sorgina og hneykslið ef þetta hefur smásaman glatast í gegnum árin. Er einhver skýring, einhver misskilningur í gangi?
Annað mál. Næsta haust verður Jóhannesar Kjarvals listmálari 120 ára. Virðist að Kjarvalsstaðir vilji gefa út safnbók að því tilefni.Vandamálið að samningur við fjölskyldu Kjarvals var fenginn með svikum, móðir mín nálægt níðræðu látin skrifa undir án minnar vitundar meðan ég taldi mig aðila og samningamann, eyðublað fyrir mitt nafn. Sagt eftir á að ég væri ekki erfingi afa míns og fjarlægður úr samningnum. Ég réð lögmann á Íslandi en varð auðvitað að viðurkenna að móðir mín situr í óskiptu búi og ég ekki löglegur aðili. Ég hafði ekki sett mig upp á móti þessari bók, vildi eingöngu að hlutirnir væru réttir og að Reykjavíkurborg væri ekki beinn aðili (óbeinn í lagi) meðan deila um eignaréttinn væri í gangi, ekki gott ef Reykjavíkurborg gæti túlkað allt sér í hag. Mér var lofað af bókarútgefanda að Reykjavíkurborg yrði ekki beinn aðili, en þá hafði samningur þegar verið gerður án minnar vitundar við Reykjavíkurborg. Einnig var neyðarlegt ákvæði um að Nesútgáfan yrði einkahafi um allan heim um alla tíð á safnriti, að fjölskyldan gæfi frá sér réttin nema flóknum skilyrðum mér óskiljanleg yrði fullnægt, ég vildi ræða við lögmann en fékk aldrei tækifæri. Ég skrifaði ítrekað til fyrirrennara þíns, bað hann að stöðva bókina í kyrrþey, þetta vandræði í miðjum málaferlum, gögn, heimildir og myndverk sem Reykjavíkurborg ætlaði að notast við jafnvel ekki borgarinnar, en Þórólfur Árnason gerði ekkert.
Tími til kominn að fjölskyldu eins virtasta listamanns Íslands sé sýnd réttlæti og heiðarleiki, ekki klækir, eins og yfirvöldum sé í nöp við að Kjarval hafi yfirleitt átt fjölskyldu og réttmæta erfingja, valdið eigi meistarann, mín fölskylda eigi ekki að vera til.
Steinunn, þið valdamenn eigið ekki afa minn, íslenska þjóðin á Kjarval, þaðan kom hann. En um leið verður almenningi að skiljast að hann átti fjölskyldu og við höfum réttindi samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá. Ef siðblint og hrokafullt valdið getur troðið á minni fjölskyldu án þess nokkur lyfti fingri verður eitthvert ykkar næst, þannig er valdið, níðir og kúgar, í dag við á morgun þið.

Í fullri virðingu Ingimundur Kjarval.

Hér á eftir er greinin óstytt hvort hún batnaði við að styttast veit ég ekki, en ekki ósennilegt

Opið bréf til Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Frá Ingimundi Kjarval vegna erfðamáls Jóhannesar Kjarvals listmálara

Virðulegast.

Frú Steinunn Valdís Óskarsdóttir. þú ert þriðji borgarstjóri Reykjavíkur sem ég skrifa í Morgunblaðið vegna erfðamáls afa míns. Ég veit að þú þekkir þetta mál vel sem borgarfulltrúi. Ég gat aldrei skilið hvernig fyrirrennarar þínir gátu hrist þetta mál af sér en síðan vitrast, lært að borgarstjórnun og dómgreind fer ekki alltaf saman. Einn sagði af sér til að komast á þing, nú hvorki borgarstjóri né þingkona, hinn rekinn vegna viðurkenndrar siðblindu í fyrra starfi, allt á sama kjörtímabilinu. Þætti saga til næsta bæjar hvar sem væri.
Þess vegna ætla ég ekki að höfða til þín um neitt og við engu að búast, aðeins að benda þér á undarlega hluti sem gerast á þínum bæ, sumt hverfur og týnist. Dýrmætustu gersemar og menningarverðmæti þjóðarinnar í vörslu Reykjavíkurborgar gufa hreinlega upp.
Haustið 1968 gekk Reykjavíkurborg í að tæma vinnustofu afa míns í Sigtúni 7 stuttu áður en afi var fluttur á geðdeild Borgarspítalans, engin skjöl voru undirskrifuð né lagagerningur gerður. 153 kassar voru keyrðir í skjalasafn borgarinnar, skráð, sett í nýja kassa, innsiglað og flutt í geymslu á Korpúlfstöðum í 17 ár utan fárra kassa með myndum sem voru opnaðir fyrr.
Það haust gerði Steinunn Bjarmann starfskona Skjalasafns Reykjavíkur undarlegan lista sem hefur verið í vörslu fjölskyldunnar í áratugi, ekkert listaverk var sérstaklega skráð en minnst á kassa með mismunandi innihaldi. Til dæmis stendur:
Kassi 85: stór strangi með einu olíumálverki. Kassi 88: Stúlkumynd eftir Kjarval (olía) í blindramma. Kassi 90: Olíumynd í ramma máluð á klút líkl. eftir Kjarval (fugl og fiðrildi). Kassi 104: Olíumynd í ramma, ómerkt - gamall maður með skegg. Kassi 108: Hálfgerð olíumynd á blindramma (kona með barn). Kassi 113: Tvær stórar myndir saman í pakka, önnur eftir Kjarval - svart mannshöfuð - hin eftir Eirík Smith frá sýningu 1958.
Kassi 129: Olíumálverk eftir Kjarval, mannsandlit í rauðbrúnu og prófílar af mönnum á öllum hliðum, í blindramma. Kassi 137: Langur kassi með skissum, teikningum og málverkum upprúlluðum. Kassi 138: Langur kassi með skissum, teikningum og málverkum upprúlluðum. Kassi 152: Stórt olíumálverk á blindramma, mótív mannsandlit í prófil í ljósum litum eftir Kjarval. Kassi 153: Stórt málverk í ramma eftir Kjarval, mótív tvær hendur.
En þetta var hvergi tæmandi skrá, augljóst öllum sem skoða listann á www.kjarval.blogspot.com í heild sinni, þar með öðrum skjölum. Engin sem ekki vissi gæti grunað að þarna voru meira en 5000 verk eftir afa, skráin bendir ekki til þess. Mín skoðun að þannig hafi þetta verið falið viljandi í 17 ár.
Bækur voru skráðar nákvæmlega að því er virðist. Elsta bókin frá 1812: Travels in the island of Iceland, Mackenze,1812 íbundinn. Helgi hinn magri, Matthías Jochumsson Rvík 1890 óbundinn.Upphaf kristninnar og höfundur hennar, Ágúst Bjarnason 1904 óbundinn. Smásögur annað hefti, Jón Trausti 1912 óbundinn. Og áfram heldur listinn, 1156 titlar. Sumt af þessu þó drasl, jafnvel gömul Úrvöl og Vikan.
Þá eru þar persónulegir munir sem komu úr vinnustofunni, fyrri listinn skráir kassa eftir númerum, til dæmis kassi 58: Myndir í römmum eftir Kjarval. Kertastjakar, bakki. brauðfat o.fl.. Kassi 74: Silunganet, færi, tjaldhælar, kork, baðskrúbbur, kertapakki, gömul jólakaka, sellófanþráður, skrúfjárn, sagarblöð, skæri, hnífapör, múrskeið o.fl.
Kassi 75: Myndir í römmum eftir ýmsa m.a. Kjarval, myndir úr blöðum undir gleri, gamlar vínflöskur, litaspjöld (palette), trébakki, spegill í tréstatívi, pappír o.fl., lausnarorðið: "og fleira", ekkert skráð til fullnustu.
Sem sagt, þetta geymt í innsigluðum kössum á Korpúlfstöðum í 17 ár þangað til kassarnir voru fluttir til Kjarvalsstaða árið 1985, opnaðir og innihaldið að því er virðist endurskráð.
Nýrri listinn (sem ég komst yfir í þessum mánuði) er öðruvísi, skipt í fjóra þætti. Verk eftir Kjarval, 5067 númer, listi yfir verk annarra listamanna 23 númer, listi yfir muni úr eigu Kjarvals 348 númer og síðast bókatitlar 608 númer. Í nýrri listanum er jólakakan orðið númer K-045 Kj 45, einnig númerið K-219 Kj 45 saltfiskur. Aðrir hlutir K-243 Kj 55 ljósmynd af börnum hans Ásu og Sveini, K-183 Kj 31 tvö herðatré. Hægt er að sjá sumt af þeim lista á www.kjarval.blogspot.com.
Í nýrri listanum eru rúmlega 600 bókatitlar, 556 horfnir og sumir þeir sjaldgæfustu, allir þeir nefndir hér á undan. Einnig virðast öll olíumálverk eftir afa hafa gufað upp utan eitt, málverk Eiríks Smiths tröllum gefið. Hvað gerðist veit ég ekki, annað hvort var þessu stolið þessi 17 ár á Korpúlfstöðum eða Reykjavíkurborg rændi fjölskylduna tvisvar með því að stinga málverkum og bókum undan við gerð seinni listans. Vandamálið að erfitt er að vita hve mikið hvarf vegna þess að fyrri listinn var ófullkominn, einungis hægt að bera listana saman og sjá hvað var nefnt í gamla listanum en er ekki í þeim nýja, fyrri listinn einfaldlega fölsun ekkert listaverk sérstaklega skráð.
Helstu rök þeirra sem verja þennan hrylling og nauðsyn að ræna varnarlausa fjölskylduna, að vernda menningarvermæti þjóðarinnar, er þetta verndun?
Þess vegna frú borgastjóri, legg ég til að þú passir upp á hlutina, látir þá ekki hverfa. Enn eru á Kjarvalsstöðum vona ég meira en 5000 listaverk eftir afa sem komu úr vinnustofunni þetta haust. Ekki vænlegt ef þegar fjölskyldan fer að ná í réttmætar eignir sínar, hvenær sem það verður að hún grípi í tómt. Allir hljóta að sjá sorgina og hneykslið ef þetta hefur smásaman glatast í gegnum árin. Er einhver skýring, einhver misskilningur í gangi? Svör óskast!
Annað mál. Næsta haust verður 120 ára afmæli Jóhannesar Kjarvals listmálara. Virðist að Kjarvalsstaðir ætli að gefa út bók að því tilefni í samráði við Nesútgáfuna.Vandamálið að samningur við fjölskyldu Kjarvals var fenginn með svikum, prettum og hótunum, móðir mín nálægt níðræðu látin skrifa undir án minnar vitundar meðan ég gekk út frá að ég væri aðili að þeim samningi og samningamaður, eyðublað fyrir mitt nafn. Mér tilkynnt eftir á að ég væri ekki erfingi afa míns og það eyðublað fjarlægt úr samningnum. Ég réð lögmann á Íslandi til að reyna að fá leiðréttingu en varð auðvitað að viðurkenna að móðir mín situr í óskiptu búi og ég þar af leiðandi ekki löglegur aðili. Móðir mín hefur sagt mér að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hún skrifaði undir, eingöngu gert það sem henni var sagt, ráðfærði sig aldrei við lögmann.
Ég hafði ekki sett mig upp á móti þessari bók, vildi eingöngu að hlutirnir væru réttir og að Reykjavíkurborg væri ekki beinn aðili (óbeinn í lagi) meðan deila um eignaréttinn væri í gangi, ekki gott ef Reykjavíkurborg gæti túlkað allt sér í hag. Mér var lofað af bókarútgefanda að Reykjavíkurborg yrði ekki með, en þá hafði samningur þegar verið gerður án minnar vitundar við Reykjavíkurborg um að hún yrði beinn og opinber aðili að bókinni, þetta áður en samningaviðræður hófust við fjölskylduna en haldið leyndu samkvæmt öllum í fjölskyldunni sem ég talaði við. Einnig var neyðarlegt ákvæði um að Nesútgáfan yrði einkahafi um allan heim um alla tíð á safnriti um Jóhannes Kjarval listmálara, að fjölskyldan gæfi upp útgáfuréttin nema flóknum skilyrðum mér óskiljanlegar yrði fullnægt, eitthvað sem ég vildi ræða við lögmann en fékk aldrei tækifæri til. Ég skrifaði ítrekað til fyrirrennara þíns um þessa bókaútgáfu. Bað hann að stöðva hana í kyrrþey, öllum vandræði ef bókin héldi áfram í miðjum málaferlum, gögn, heimildir og myndverk sem Reykjavíkurborg ætlaði að notast við jafnvel ekki borgarinnar, en Þórólfur Árnason gerði ekki neitt.
Ég tel að tími sé kominn að fjölskyldu eins virtasta listamanns Íslands sé sýnd réttlæti og heiðarleiki, ekki klækir og undirferli sem hefur viðgengist í áratugi, eins og yfirvöldum sé í nöp við að Kjarval hafi yfirleitt átt fjölskyldu og réttmæta erfingja, að valdið eigi meistarann og enginn annar. Ég tel mig ítrekað verða varann við þessa afstöðu, að mín fölskylda ætti ekki að vera til. En hér erum við og verðum lengi, gleymið því ekki.
Steinunn, þið valdamenn eigið ekki afa minn, íslenska þjóðin á Kjarval. Þaðan kom hann og mun alltaf verða hennar. En um leið verður almenningi að skiljast að hann átti fjölskyldu og við höfum réttindi samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá. Ef siðblint og hrokafullt valdið getur troðið á fjölskyldu minni án þess nokkur lyfti fingri verður eitthvert ykkar næst, þannig er valdið, níðir og kúgar í siðblindu, við í dag þið á morgun.

Í fullri virðingu Ingimundur Kjarval.